Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 202228 Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skilaði af sér tíundu og síðustu bókinni í þessu viða- mikla tíu binda verki á nýliðnu hausti. Hann sagði í samtali við Bændablaðið að verkefnið hafi tekið 26 ár í vinnslu frá því hann hóf þessa vegferð 1. október árið 1995. Það hefur vakið athygli víða hversu mikil vinna og ítarleg gagna­ söfnun er á bak við þessa ritun á Byggðasögu Skagafjarðar. Heildar­ verkið telur orðið 4.620 blaðsíður með rúmlega 5.080 ljósmyndum og kortum. Víst er að mjög mörg byggðarlög og jafnvel heilu lands­ hlutarnir komast ekki með tærnar þar sem Skagfirðingar eru nú með hælana í þessum efnum. Að útgáfunni standa Sögufélag Skagfirðinga, Sveitarfélagið Skagafjörður, Akrahreppur, Bún­ aðar samband Skagafjarðar og Kaupfélag Skagfirðinga. Fjölmörg fyrirtæki hafa síðan styrkt útgáfuna í gegnum tíðina. Tíu bindi á 26 árum „Nú eru bindin orðin tíu og það var hvorki reiknað með að þetta verk tæki svona langan tíma, eða að það yrði að svo mörgum bindum þegar farið var af stað.“ Auk Hjalta sem aðalhöfundar eru skráðir meðhöfundar hans í tíunda bindinu Egill Bjarnason, Kári Gunnarsson og Kristján Eiríksson. „Við höfum verið að jafnaði tveir menn á launum við þetta frá upphafi, ég og Egill Bjarnason frá 1995 til 2007, þó ekki hafi það verið alveg í fullu starfi til að byrja með, og síðan starfaði Kári Gunnarsson með mér frá 2007 til 2020. Svo hafa fleiri komið inn í verkefnið við ákveðna verkþætti. Því er óhætt að segja að það séu búin að fara um 50 starfsár í þetta verk í heildina,“ segir Hjalti. Hjalti segist ekki hafa á takteinum hver endanlegur kostnaður er á verkinu en hann hlaupi líklega á hundruðum milljóna. „Við héldum að þetta yrðu kannski sex til sjö bindi og að vinnan gæti tekið tíu til tólf ár. Svo gerist það að eftir að maður skrifaði fyrsta bindið sá maður ýmislegt sem hægt var að gera betur. Í upphafi bjó ég mér til grind til að byggja inn í efnislega sem ég hef síðan haldið mig við þótt verkið hafi þróast með tímanum. Bindin voru því vonandi alltaf að verða betri og ítarlegri sem kostaði auðvitað meiri tíma. Þá var bókin hönnuð og sett upp 1999, en menn gera þetta svolítið öðruvísi í dag. Við höfum samt haldið okkur við upphaflegt form og útlit.“ Þótt útgáfu bókanna tíu sé lokið þá er enn eftir lokahnykkurinn. Hann felst í því að ljúka við nafnaskrá Byggðasögunnar sem unnið hefur verið að síðan 2010. Ákveðið hefur verið að hún komi ekki út á prenti, heldur verði hún aðgengileg í stafrænu formi á heimasíðu Sögufélags Skagfirðinga. Er gert ráð fyrir að nafnaskráin verði aðgengileg síðar á árinu 2022. Margt þarf að falla saman til að svona verk verði að veruleika Hjalti segir að ritun svona verks sé langt frá því að vera sjálfgefin og margt þurfi að falla saman svo af slíku geti orðið. Sem dæmi hafi hlutirnir allt eins getað farið á annan veg með hann sjálfan. Fyrir um 30 árum hafi hann fengið æxli við heilann. Sem betur fer reyndist það góðkynja, en ef það hefði ekki verið væri ólíklegt að hann hefði nokkurn tíma komið að þessu verki. „Það var héraðsnefnd Skaga­ fjarðar sem dreif þetta verkefni af stað árið 1995. Helstu hvata­ menn að því voru bændurnir Jón Guðmundsson á Óslandi og Þorsteinn Ásgrímsson á Varmalandi. Þá var ég orðinn héraðsskjalavörður og þessir menn höfðu trú á því að ég gæti gert þetta. Þegar ég hóf þetta verk var ég jafnframt fyrstu árin samhliða að vinna sem forstöðu­ maður Safnahúss Skagfirðinga og Héraðsskjalasafnsins, en lét svo af því starfi árið 2000 og helgaði mig ritun þessarar sögu. Auðvitað hefðu aðrir en ég getað gert þetta, en svona vinna er samt mjög sérhæfð.“ Vinna á jarðýtum skapaði dýrmætan þekkingargrunn Hjalti hefur þó ekki eingöngu verið í fræðagrúski á sínum starfsferli því hann vann í samtals fjórtán sumur á jarðýtum. „Á mínum skólaárum vann ég fyrir mér í mörg á jarðýtu hjá Búnaðarsambandi Skagafjarðar í vinnu hjá bændum og síðan í vegavinnu. Það var Caterpillar D4 jarðýta sem ég var fyrst með hjá Búnaðarsambandinu, en síðan var ég með stærri vélar í vegagerð. En síðustu árin litla snyrtingavél sem ég átti sjálfur ásamt öðrum, Caterpillar D3 árgerð 1974, hina fyrstu á landinu þeirrar tegundar. Þegar ég var hjá Búnaðar­ sambandinu kom ég á mjög margar jarðir og kynntist þar fjölda fólks. Ég lærði þar að þekkja hverja einustu jörð í Skagafirði og fólkið mjög víða. Þetta var góður grunnur fyrir ritun byggðasögunnar. Menn hafa svo verið að skensa mig með það að á ferli mínum á jarðýtunni í vinnu fyrir bændur hafi ég eyðilagt svo og svo mikið af fornminjum. Ég hef nú bara svarað mönnum þannig að ég hafi þar verið framsýnn, því þá væri minna sem ég þyrfti að snuðra eftir síðar,“ segir Hjalti og hlær. Hafði engar sambærilegar fyrirmyndir – Þú hefur þá fljótlega kom- ist að raun um að það þyrfti að kafa ítarlegar í söguna en upphaflega var lagt upp með? „Ég hafði svo sem enga fyrirmynd þegar ég var að móta þetta í upphafi, því það voru engin sambærileg verk til á Íslandi. Það voru helst Sveitir og jarðir í Múlaþingi sem komust næst því, en ég ákvað að hafa þetta mun ítar­ legra. Ég hafði strax í huga að þetta yrði yfirlits­ og uppflettirit um allar bújarðir í Skagafirði frá 1781 og ábúendur þeirra. Þær reyndust vera nálægt 676 talsins, auk þess meira en 400 fornbýli frá eldri tíð og um 90 húsmannsbýli og tómthús þar sem fólk hafðist við um lengri eða skemmri tíma.“ Upphafið miðað við 1781 – Hvenær er upphafstíminn á því sem þú ert að fjalla um í þessu verki? „Þetta er byggt á gömlu jarða­ og ábúendatali í Skagafjarðarsýslu sem var gefið út á árunum 1949­1958. Þar voru teknir allir ábúendur jarðanna frá 1781 til þess dags sem hvert hefti kom út. Þetta nýja verk byggir ofan á þær upplýsingar. Í þessu gamla voru afar litlar upplýsingar um jarð­ irnar sem fólkið bjó á. Sögufélag Skagfirðinga hefur á síðustu áratug­ um gefið úr 18 bækur af skagfirskum æviskrám ábúenda og fólks sem hélt heimili í Skagafirði á árunum 1850 til 1950. Ábúendatal Byggðasögunnar spannar hins vegar 240 ár, tímabil­ ið frá 1781 til 2021. Segja má að Byggðasaga Skagafjarðar sé eins konar æviskrár bújarðanna. Verkið er byggt upp í stórum dráttum þannig að gefin er lýsing á hverri einstakri bújörð, hvar hver bær er í sveit settur, getið bygginga og birt tafla yfir fólk og áhöfn á tímabilinu 1703 til útgáfuárs hverr­ ar bókar. Þá er yfirlit um eignarhald og talsverð söguleg umfjöllun eftir því sem efni og heim­ ildir gefa tilefni til, allt frá því jörðin kemur fyrst við sögu. Lýst er öllum fornbýlum og selj­ um sem tengjast einstökum jörðum og gefið upp GPS­ stöðuhnit þeirra. Samfellt ábúenda­ tal fylgir hverri jörð frá 1781 til útgáfuárs hverrar bókar. Þá bæti ég inn í þetta alls LÍF&STARF Byggðasöguritarinn Hjalti Pálsson í vettvangsferð á Hagarétt í Hjaltadal. Byggðasöguritari á Dalsáreyrum haustið 1973. Jarðýtan er International TD 25. Í ýtuvinnu fyrir Búnaðarsambandið á Caterpillar D4 lærði hann að þekkja hverja einustu jörð í Skagafirði og fólkið mjög víða. Það reyndist góður grunnur fyrir ritun byggðasögunnar. Hjalti á Caterpillar D3 nýju ýtunni sinni sumarið 1974 að gera vegarslóða Í Víðnesdal. Gamli Rauður. Toyota Hilux árgerð 1996. Þessi bíll hefur þjónað byggðasöguritara frá árinu 2000. Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Byggðasaga Skagafjarðar, eitt viðamesta verk af sínum toga á Íslandi, er komin út í tíu bindum: Tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár – Hjalti Pálsson, aðalhöfundur, er þakklátur hvatamönnum verkefnisins fyrir að treysta sér fyrir að hanna þetta eftir eigin höfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.