Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 202250 Til þess að hámarka afkastagetu kúa þarf eðlilega að fullnýta meltingarfæri þeirra og þó svo að þau séu bæði flókin og viðkvæm þá tekst mörgum að nýta þau einstaklega vel. Bændur um allan heim sem það gera eru oftast einkar slungnir í því að greina skít, enda gefur hann einstakar vísbendingar um flæði- hraða fóðurs í gegnum meltingar- veginn og samsetningu þess og þá hvernig til tekst almennt með fóðr- un. Með öðrum orðum má nota skít- inn, þ.e. áferð hans og samsetningu, til þess að meta bústjórn búsins! Einfalt í framkvæmd Að meta skít frá kúm er tiltölulega einfalt í framkvæmd, alls ekki tíma- frekt og því ætti þetta að vera hluti af reglulegum verkum í fjósi allra bænda. Skíturinn er þá metinn bæði út frá lögun dellunnar, þykkt/seigju og svo þarf að skoða innihaldið. Ég mæli alltaf með því að þetta sé gert mánaðarlega í hið minnsta en dag- lega þarf að fylgjast með útliti og áferð skíts, enda ein besta aðferðin sem til er til að fá upplýsingar um fóðrun og hirðingu. Áferð og lögun Til þess að meta skít rétt þarf að nota staðlaðan kvarða og algeng- ast er að nota kvarðann sem er frá 1-5. Lýsingar á hverju stigi eru eftir Berglindi Ósk Óðinsdóttur, fóður- ráðgjafa hjá Bústólpa: Skítastig 1: Mjög vökvakenndur skítur, eins og baunasúpa, sýnir enga hringi eða misfellur, stundum eru í honum loftbólur. Þessar loftbólur eru vísbending um súra vömb og of mikla gerjun í víðgirni. Þetta getur verið vegna þess að það sé of mikið prótein í fóðrinu og/eða sterkja. Hugsanlega of mikið af ákveðnum steinefnum eða einfaldlega of lítið af tréni (NDF). Þessi áferð gefur vísbendingu um að fóðurnýting sé ekki góð, fóðrið fer óþarflega hratt í gegnum meltingarfærin og upptaka næringarefna því ekki eins góð og hún annars gæti verið. Þetta hefur einnig áhrif á heilsufar gripanna og efnainnihald mjólkurinnar, því í þessu ástandi líður kúnum ekki vel og vömbin virkar ekki eins og hún á að gera. Kýr í þessu ástandi virka „latar“ og þær koma síður sjálfar til mjalta. Skítastig 2: Skíturinn staflast ekki þegar hann lendir heldur slettist vel út og er slepjulegur, minna en 2,5 cm á þykkt en það sést móta fyrir hringjum. Þetta gefur líka til kynna of mikið af próteini og/eða sterkju, steinefnamagni og lítið af tréni (NDF). Þetta er í raun sama vandamál og við stig 1, bara ekki eins alvarlegt og á þessu stigi halda kýrnar miklu frekar heilsu. Það breytir því þó ekki að fóðurnýtingin er ekki eins góð og hún gæti best verið svo það fæst ávinningur af því að breyta fóðruninni aðeins ef það er mögulegt. Það er algengt að sjá svona skít hjá kúm á beit. Skítastig 3: Skíturinn hefur smá þéttleika, nær um 3,5 cm þykkt og það er hægt að greina 4-6 hringi. Þegar ýtt er við skítnum með stíg- vélinu virkar hann frekar þunnur, klístrast við stígvélið og það kemur yfirleitt á óvart hversu þunnur hann í raun er. Þetta sýnir vel samsetta fóðrun og gott flæði. Fóðrið fær nægan tíma í meltingarfærunum til þess að góð nýting náist á nær- ingarefnum, en stoppar þó ekki svo lengi að það hafi hamlandi áhrif á át eða framleiðslu gripanna. Kýrnar halda góðri heilsu og koma reglu- lega til mjalta. Skítastig 4: Skíturinn er frekar þykkur, festist ekki við skó og sýnir ekki hringi þegar hann lendir heldur staflast meira í klessu. Þetta gæti skýrst af próteinskorti, of miklu af trefjum (NDF) og/eða of litlu magni af sterkju. Fóðrið tekur of langan tíma í meltingarfærunum, sem hefur áhrif á upptöku næringarefna og átgetu. Eigi kýrnar að vera í mikilli framleiðslu og skíturinn er með þessa áferð er fóðurskammturinn að halda aftur af framleiðslugetunni. Það þarf að stilla fóðurskammtinn betur af til að fá betri afköst. Skítastig 5: Skíturinn er á formi stífra hnullunga og staflast um a.m.k. 5 cm. Þarna vantar vökva, svo vantar líklega prótein auk þess sem það er of mikið af tréni og of lítið af sterkju. Slíkur skítur á ekki að sjást nema hjá geldum kúm og jafnvel þá má skoða aðgengi að vatni. Aðferðin Þegar sá sem metur skítastigið er með flokkunina á tæru er einfalt mál að rölta um fjósið og gefa einkunn. Ekki er ástæða til þess að gera þetta með allar dellur heldur svona 10-15 í hverri lotu og fyrir hvern fóðrunarhóp. Það ætti að gefa góða mynd af stöðunni. Mat niðurstaðna Samkvæmt ráðleggingum fóður- fræðinga ætti 80-90% af skítnum í hjörðinni að fá „Skítastig 3“ en eðlilegt er að kýr sem eru komnar mjög langt inn í mjaltaskeiðið eða geldar kýr fái „Skítastig 4“ eða „Skítastig 5“ og nýbærur heldur lægri einkunn en 3. Séu frávikin vel frá þessu á búinu myndi ég ráð- Á FAGLEGUM NÓTUM Í skammdeginu þarf að huga séstaklega að vellíðan pottablómanna okkar, því það getur reynst þeim erfitt að komast í gegnum dimmustu vetrarmánuðina án sérstakrar umönnunar. Vökvun. Almenna reglan er að draga verulega úr vökvun frá hausti fram í byrjun mars. Alltaf er vökvað með volgu vatni, lítið eða ekkert á veturna. Grænar plöntur með þykk lauf þola að standa án vatns yfir dimmustu vetrarmánuðina. Hætt er við mygluvanda bæði á rótum og yfirvexti við ofvökvun og það gildir bæði sumar og vetur. Dökkir blettir á laufi myndast oft þegar vökvað er of mikið og sérstaklega ef vatnið er of kalt. Of mikil næring getur líka orsakað dauða blaðbletti. Súrefnisleysi við ræturnar vegna ofvökvunar að vetri er algengur dauðdagi pottaplantna. Hitastig. Margar tegundir þrífast ágætlega við venjulegan stofuhita á sumrin. Þegar birta minnkar með haustinu mætti færa plöntur á svalari stað. Veturinn er eðlilegur dvalartími ýmissa tegunda og þá fer betur um þær við lægra hitastig en við sjálf kjósum og þarf að fara bil beggja. Aldrei ætti þó að hafa plönturnar þar sem kalt loft leikur um þær. Ýmsar tegundir pottaplantna kjósa hreinlega að vera í köldum og þurrum dvala yfir veturinn. Svalt herbergi eða bílskúr þar sem hitastig helst rétt yfir 10 °C getur hentað ágætlega til yfirvetrunar á þeim. Svalur sólskáli hentar mörgum tegundum vel. Þá eru ótaldar plöntur sem mynda hnýði sem mega nánast þorna alveg við lágt hitastig og sölna alveg niður á veturna eins og fílseyra og lukkusmæra. Birta. Á veturna er yfirleitt of heitt fyrir plöntur sem fá litla birtu í híbýlum okkar og getur verið áskorun að halda hinu fullkomna jafnvægi. Komið plöntum fyrir á björtum en svölum stað að vetrinum ef mögulegt er. Athugið samt að í gluggakistum getur myndast kuldatrekkur þar sem gluggar eru opnir öðru hvoru. Plöntur sem þrífast í skugga frá vori til hausts gæti þurft að færa úr sínu dimma skoti á veturna. Athugið þó að beint sólarljós er yfirleitt ekki æskilegt, nema þá yfir háveturinn. Náttúruleg inngeislun að vetri er með allra minnsta móti og margar pottaplöntur láta aðeins á sjá vegna þess. Rétt hlutfall birtu og hitastigs. Hátt hitastig samfara lítilli birtu veldur óeðlilegum lengdarvexti. Langar og teygðar, ljósar greinar og lauf geta myndast þegar fer að dimma á haustin og fram eftir vetri. Þessar greinar eru viðkvæmar og líklegar til að veslast upp. Ástæðan er að þær eru að reyna að teygja sig í átt að þeirri takmörkuðu birtu sem í boði er og þær ná ekki að þroskast eðlilega. Færið þá plöntuna nær ljósgjafanum og lækkið hitastigið um leið. Klippið þunnan og væskilslegan vöxt burt ef hann hefur náð að myndast. Sumar tegundir eins og kólusa og ástareld getur þurft að klippa vel síðla vetrar til að þær nái þéttum og fallegum vexti á ný þegar vorar. Amaryllis-laukar eru látnir vaxa áfram að lokinni blómgun þar til laufin eru farin að sölna. Þá má geyma þá á þurrum og köldum stað. Fíkusar eru dyntóttir og eiga til að missa dálítið af laufi að vetrinum en bæta við laufi og greinum þegar vorar. Öll óregla í umhverfi fíkusa getur líka valdið tímabundnu blaðfalli. Áburðargjöf. Á veturna þegar lífsstarfsemi plantnanna er í lágmarki gefum við plöntunum ekki áburð. Frekar ætti að leggja áherslu á að byggja upp næringarríkar, vel haldnar plöntur að sumri sem eiga meiri líkur á að lifa af hina hörðu, dimmu vetrarmánuði. Ef vökvað er með áburðarvatni er hætt við að næringarsölt safnist upp í jarðveginum og valdi rótarsviðnun. Grænar plöntur eru hafðar á svalari stað að vetri en sumri og þurfa nær enga vökvun en sem mesta birtu. Ástæðulaust er að fárast yfir nokkrum sölnuðum laufblöðum, þau má einfaldlega fjarlægja. Ef blaðendar sviðna má fjarlægja dauða vefinn en ekki klippa þannig að sár myndist. Þegar líður fram á útmánuði og vöxtur fer að taka við sér á ný er gott að setja plönturnar í gott steypibað eða strjúka af þeim með rökum bómullarklút. Umpottun er látin bíða þangað til í mars. Blómstrandi plöntur . Blómstrandi pottablóm eru ekki mikið notuð yfir háveturinn en þau lífga upp á heimilið á vorin og sumrin. Á haustin geta þau verið til prýði en yfir háveturinn fækkar þeim tegundum sem blómstra ríkulega. Ingólfur Guðnason, brautarstjóri garðyrkju- framleiðslu Garðyrkjuskóla LbhÍ Reykjum, Ölfusi. GARÐYRKJUSKÓLINN Á REYKJUM Vetrarumhirða pottaplantnanna Grænar plöntur með þykk lauf þola að standa án vatns yfir dimmustu vetrarmánuðina. Mynd / Guðríður Helgadóttir. Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Skítur gefur einstakar vísbendingar um flæðihraða fóðurs í gegnum meltingarveginn og samsetningu þess og þá hvernig til tekst almennt með fóðrun. Mynd / HKr. Skítur er ekki bara skítur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.