Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 202226 Skvetta berjakóla er nýtt náttúru- gos sem inniheldur íslensk aðal- bláber, handristuð og möluð krydd ásamt smá skvettu af hand- verkskaffi frá Kvörn. Engin aukaefni eða hvítur sykur eru í Skvettu berjakóla, heldur aðeins smotterí af lífrænni þyrni- lilju. Drykkurinn er fáanlegur í Melabúðinni, verslunum Hagkaups og á Kaffi Laugalæk, í dósum og á krana. Björn Arnar Hauksson, eigandi Skvettu, segir að drykkurinn sé fjörugur og hollur drykkur en hann þróaði drykkinn í samvinnu við Völu Stefánsdóttur kaffibarþjóni. „Útkoman er holl bragðbomba eins og kóla var í gamla daga. Við erum mjög stolt af drykknum enda lengi búið að vera draumur hjá mér að gera gott íslenskt náttúrugos. Við Vala erum bæði í veitingageiranum og höfðum því lítið að gera í Covid og vildum nýta tímann í eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt. Matvælasjóður Íslands studdi okkur í því að þróa drykk úr íslensku hráefni,“ segir Björn. /VH HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf FRÉTTIR Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, hefur ákveðið að hætta í sveitarstjórnarmálum og því býður hún sig ekki fram í kosningunum í vor. En hver er ástæðan? „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það er gott að vera ekki of lengi í einu í þessu verkefni, gott að taka pásu, stíga frá og hleypa fleirum að. Já, ég segi pásu því ég get ekki lofað því að ég sé hætt til framtíðar. Það verður líka að segjast að það hefur töluverð áhrif á ákvörðunina hjá mér hvernig umræða er hjá fólki um málefnin og um þá sem eru í stjórnunarstörfum fyrir sveitarfélagið. Gagnrýni og uppbyggilegar samræður um þau málefni sem liggja fyrir eru nauðsynlegar og af hinu góða. Það er nauðsynlegt að geta rætt mismunandi skoðanir en sú umræða er oft ekki málefnaleg og sum hver fólki alls ekki til sóma. Til dæmis það að fá skilaboð á gamlárskvöld, þegar þú ert heima að njóta með fjölskyldunni, með hótunum varðandi málefni tengd sveitarfélaginu, hefur áhrif. Margir myndu kannski segja að þeir sem ákveða að bjóða sig fram í þetta starf verði bara að hafa breitt bak og taka svona áreiti, ég er hins vegar á því að það sé ekki í boði. Það þarf að hafa ákveðin mörk í þessu starfi eins og öllum störfum. Þó þetta sé mjög lítill hluti af starfinu sem fer í svona leiðinlega hluti þá safnast það saman yfir árin og því taldi ég gott að taka pásu frá því. Það er óhætt að segja að sú ákvörðun um að hætta var ekki tekin á einum degi. Skemmtilegu hlutirnir í þessu starfi eru svo þúsund sinnum fleiri heldur en þeir erfiðu,“ segir Halldóra. /MHH Halldóra, oddviti Hrunamannahrepps, segist vera búin að fá nóg og hættir í vor: Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps. Mynd / Aðsend Skútustaðahreppur hefur keypt jörðina Kálfaströnd, 1 og 2 af Elínu Einarsdóttur. Auk þess fasteignir sem jörðinni fylgja, en kaupverðið er 140 milljónir. Stærð jarðarinnar er um 1.500 hektarar. Mynd / Skútustaðahreppur/Loftmyndir Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfaströnd 1 og Kálfaströnd 2) við eiganda hennar, Elínu Einarsdóttur. Skútustaðahreppur kaupir jörðina og fasteignir sem henni fylgja á 140 milljónir. Stærð jarðarinnar er um 1.500 hektarar og er hún meðal stærstu veiðiréttarhafa í Mývatni. Kálfaströnd á land að Höfða, sem er í eigu Skútustaðahrepps og er vinsælt útivistarsvæði Mývatnssveitar. Viðræður um kaupin hafa staðið yfir frá vordögum 2021, með hléum. Það er sameiginleg framtíðarsýn kaupanda og seljanda að sveitarfélagið Skútustaðahreppur muni um ókomna tíð stuðla að vernd náttúru Kálfastrandar, að því er fram kemur í frétt á vef Skútustaðahrepps. „Sameiginleg framtíðarsýn felur jafnframt í sér að almenningur eigi þess kost að njóta náttúru jarðarinnar á grundvelli skipulags. Skútustaðahreppur mun vinna að þróun skipulags og innviðauppbyggingar á Kálfaströnd í samræmi við þessa framtíðarsýn,“ segir enn fremur. Aukið aðgengi að náttúruperlum Fram kemur að með kaupunum opnast sveitarfélaginu möguleikar til að gefa íbúum og gestum aukið aðgengi að náttúruperlunni Mývatni á grundvelli langtíma skipulags og byggja upp stefnumiðað samstarf við menntastofnanir, stofnanir ríkisins, sjóði á sviði náttúruverndar og innviðauppbyggingar og aðra sem láta sig einstaka náttúru Mývatnssveitar varða. Kaupin gefa sveitarfélaginu jafnframt aðgang að húsakosti sem nýst getur áhaldahúsi og stutt við byggðaþróun sveitarfélagsins. /MÞÞ Smáauglýsingar 56-30-300 Dósir af berjakóla. Skvetta berjakóla er nýtt íslenskt náttúrugos Ara Edwald sagt upp vegna ásakana um ósæmilegt kynferðislegt háttalag Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, dótturfélags Auðhumlu, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi. Í tölvupósti Íseyjar sem sendur var til félagsmanna samvinnufélagsins Auðhumlu segir: „Í síðustu viku birtist í fjölmiðlum umfjöllun þar sem framkvæmdastjóri ÍSEYJAR útflutnings, auk þriggja annarra nafngreindra aðila, er ásakaður um þátttöku í ósæmilegri kynferðislegri háttsemi gagnvart ungri konu í lok árs 2020,“ segir í tölvupóstinum. Auðhumla á 80% hlut í Mjólkursamsölunni Í tölvupóstinum segir enn fremur: „Ónákvæmar upplýsingar um fram- angreint bárust stjórn í lok október 2021. Málið var strax tekið alvarlega vegna þess möguleika að upplýs- ingarnar væru réttar, og hefur stjórn félagsins fundað oft um málið, bæði með framkvæmdastjóra og án hans. Málið var enn til meðferðar í stjórn í síðustu viku þegar vatnaskil- in urðu. Eins og allir gera sér grein fyrir eru mál af þessum toga bæði alvarleg og erfið. “Þær ásakanir sem nú eru komnar fram á hendur fram- kvæmdastjóra eru með þeim hætti að stjórn félagsins taldi sér skylt, að vel athuguðu máli, að segja upp ráðningarsamningnum við hann, með áskilnaði til riftunar síðar ef tilefni gefst til, með hliðsjón af hagsmunum félagsins, starfsfólks og viðskiptamönnum þess, og ekki síður meintum þolanda.“ /VH Ari Edwald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.