Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 2022 29 konar sögum sem tengjast jörðunum, sem hafa skipt sköpum um vinsældir þessa verks. Það eru þjóðsögur, sögur um drauga og huldufólk, álagabletti, frásagnir af fólki og atburðum, vísur og allt mögulegt. Þannig eru inn- skotsgreinar um flestallar jarðir og stundum margar um sumar þeirra. Ég reyndi að finna álagabletti og staðsetti alla þá sem ég fann með GPS punkti. Fólk getur því geng- ið beint að þeim. Þá er rík áhersla lögð á myndefni og meginhluti þess prentaður í litum, litmynd af hverri jörð eins og hún lítur út um þessar mundir, myndir af núverandi ábúend- um, auk nýrra mynda og gamalla er sýna atvinnuhætti, örnefni eða gaml- ar byggingar, svo sem gömlu bæina.“ Hefur leitt til óvæntra funda á fjölda fornra bústaða – Er samt ekki margt sem hefur komið þér á óvart við þessa gagnaöflun? „Jú, mikil ósköp. Maður hefur sannarlega vaxið af þekkingu um byggðasöguna í Skagafirði og má segja að vissu leyti orðinn sérfróður um gamla tímann. Það getur verið alveg aftur að því er jörðum er fyrst lýst í heimildum. Þá reyni ég að rekja eignarhald þeirra og í seinni hluta þessa verks er það miklu betur gert en var í fyrstu tveimur bókunum. Það er líka margt sem komið hefur á óvart upp úr jörðinni í allri þessari vinnu. Ég var lengi í samstarfi við fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga. Þar var Guðný Zoëga fornleifafræðingur sem starfaði mikið og vel með mér. Við skoðuðum á annað hundrað fornbýli, þ.e. býli sem voru í ábúð einhvern tíma fyrir 1780, eða eldri en býli sem fjallað er sérstaklega um í bókunum. Víða var grafið og einnig farið með sýnatökubor í tóftir. Þannig fundum við t.d. fyrir tilviljun og þrákelkni kirkjugarð í Kolbeinsdal sem engar heimildir voru til um. Það voru um tveir metrar niður á þennan kirkjugarð þar sem manna- bein komu í ljós. Bjarnastaðir voru stærsta jörðin í Kolbeinsdal og okkur fannst að þar hlyti að hafa verið kirkjugarður þó hans væri hvergi getið. Á kaþólskum tíma á fyrstu öldum kristni á Íslandi voru byggðar kirkjur svo víða. Þannig voru þær á annað hundrað í Skagafirði sem einhverjar heimildir eru til um. Við leituðum því að kirkjum og kirkjustöðum og ýmsum fornbýlum. Ég hef lagt mig sérstaklega fram um að finna fornbýli. Þau eru um 400 í Skagafirði sem hafa verið í ábúð á einhverju tímabili frá landnámsöld til 1780. Flest voru þau þekkt en sum fundust fyrir algjöra tilviljun í minni yfirferð, höfðu ekkert nafn og engar sagnir til um þá staði. Áreiðanlega eru enn tugir fornbæja sem ég hef ekki uppgötvað og enn liggja gleymdir og grafnir. Svo voru staðir þar sem mann grunaði að væru tóftir, en gat ekki staðfest það fyrr en ég fékk fornleifa- fræðinginn til að skoða málið með sýnabor. Þannig fundust mörg býli sem var hægt að staðfesta aldur á út frá öskulögum í jarðvegi, en misdjúpt var niður á þessar minjar, allt frá 20-30 sentímetrum og síðan dýpra. Í Austurdal og Vesturdal hefur t.d. verið ótrúlega mikil byggð. Ég taldi þar yfir 20 búsetustaði í hvorum dal fyrir sig. Við höfum öskulög frá 1104 og 1300 sem eru auðþekkjanleg svo hægt er að tímasetja þessa bústaði út frá því. Heiti landnámsbæja í Fljótum rakin til Noregs Í Fljótum fundum við landnámsbæ á Stóra-Grindli við Miklavatn sem líklega hefur verið upphaflegi bærinn Grindill, bær Nafar-Helga Nafars. Samkvæmt Landnámu voru þeir samskipa til landsins, hann og Þórður knappur, sem nam land innar í Fljótum, eða á Knappsstöðum í Stíflu. Svo er ég svolítið montinn yfir því að hafa grafið upp meira um þetta undarlega bæjarnafn Grindil sem menn hafa komið með alls konar tilgátur um. Í kjölfar vís- bendinga sem ég fékk þá lá fyrir að Íslendingar sem fluttu til Ameríku nefndu bæi sína eftir bæjum sem þeir komu frá. Því þótti mér lík- legt að landnámsmenn hefðu gert hið sama. Með því að nýta tæknina og Google komst ég að því að um miðjan Sognfjörð í Noregi við smá- bæinn Leikanger er bær sem heitir Grinde og á sem heitir Grindelv er fellur eftir dalnum Grindedal. Í Landnámu er sagt frá því að Þórður knappur hafi verið sonur Bjarnar á Haugi. Fáeina kílómetra frá Grinde er bærinn Haugur. Það er því líklegt að Nafar-Helgi og Þórður knappur hafi þekkst sem nágrannar í Noregi og því farið saman á skipi til Íslands. Til að kóróna þetta, þá heitir næsti bær við Grindil í Fljótum, Hamar. Einstakar myndir úr Drangey sem birtar eru í tíundu og síðustu bókinni af Byggðasögu Skagafjarðar. Myndirnar voru teknar af Arthur Cook árið 1919. Vinstri myndin er tekin af sjó af bátum og athafnasvæði „Fjörubúa¨ í Drangey og hægra megin er mjög sérstök mynd sem tekin er yfir sömu fjöru af bjargbrúninni í Drangey. Myndir / Í eigi Minjasafnsinsins á Akureyri Guðný Zoëga og Kári Gunnarsson við rannsókn í tóftum Garðhúss í Hjaltadal. Á Grófarstekk 2010. Guðmundur Sigurðarson og Hjalti Pálsson. Unnið við fornleifakönnun á Sandgili í Fögruhlíð í Austurdal. Sæmundur Jónsson bjó í Neðra-Haganesi í 15 ár, frá 1935-1950. Hann var stórfatlaður maður, afleiðingar þess að hann sem unglingur féll ofan af þilfari niður í lest á hákarlaskipinu Siglnesingi inni á Haganesvík og lenti á bakinu niðri í grjótbarlest skipsins. Hann mun hafa mjaðmargrindarbrotnað og þetta kostaði sjúkrahúsvist. Sæmundur leið eftir þetta miklar kvalir, fékk herðakistil og gekk krepptur æ síðan. Hann gat því lítt unnið erfiðisvinnu en sinnti fyrst og fremst smíðum, bæði á tré og járn. Guðmundur Sæmundsson segir frá: „Túnið gaf um eitt og hálft kýrfóður en við vorum með tvær kýr yfirleitt en enga kind, nema rétt fyrst sem ég man eftir. Við höfðum tvo hesta líka. Við áttum hins vegar kindur á bæjum frammi í Flókadal, í Neskoti man ég var og á Sjöundastöðum, líka í Saurbæ hjá Jóni. Fyrir fóður þeirra greiddi pabbi með smíðavinnu, smíðaði skeifur og fleira. Túnið var allt kargaþýft. Pabbi gat slegið í þýfi, en ekki á sléttu, þoldi það ekki. Hann hafði alltaf slægjur í Dæli hjá Magnúsi og Lovísu. Hann fékk líka slægjur hjá Skarphéðni á Sjöundastöðum. Ég held hann hafi fengið Borgargerðistúnið. Ég man að við fórum þangað að sækja hey snjóavorið 1949. 14. maí fórum við með hest og sleða að sækja hey. Þá var orðið heylaust handa kúnum heima. Þá var umbrotafæri af snjó á túninu í Neðra-Haganesi, sé ég í dagbók frá þeim tíma. Það var einhver tregða á því hjá pabba að ég fengi að fara í skóla. Ég hafði lært eitthvað heima og tekið próf með hörmulegum árangri. Þeir höfðu komið til pabba, séra Guðmundur á Barði og skólastjórinn í Sólgörðum í þeim tilgangi að fá mig í skólann, en það gekk ekki. Hann sagðist ekki mega missa mig, bauð þeim ekki inn en sótti stílabókina mína til að sýna þeim að ég kynni að skrifa en það var lakara með reikninginn. Ég stóð úti meðan þessi rannsókn fór fram og ég man að Guðmundur rétti mér stílabókina og sagði ,,Æ, jæ, jæ, jæja.“ Það þurfti að stíga smiðjuna og svo var vatnsburðurinn úr brunninum. Ég varð að reyna að hjálpa mömmu við vatnið. Það var oft tveggja tíma vinna að koma vatninu heim á hverjum degi yfir veturinn í kýrnar og fyrir heimilið. Pabbi bjó til lítinn sleða sem ég hafði kvartil á og fyllti af vatni. Svo varð ég oft að sækja mömmu að hjálpa til að draga sleðann. Ég orkaði þá ekki að draga hann einn. Svo kemur Páll Sigurðsson frá Ólafsfirði, kennari og skólastjóri, í Sólgarða og kona hans Vilborg Sigurðardóttir sem var mikil vinkona mömmu frá Ólafsfirði. Þá gekk mamma í það að ég færi í skólann fyrst að Vilborg væri þar. Ég var því bara einn vetur í skólanum á Sólgörðum áður en ég færi í Ólafsfjörð. Þar var bæði eldri deild og yngri deild og ég varð að vera í þeim báðum því mig vantaði undirstöðu í reikningi. Þegar fór að líða að vori segir pabbi við mig, að ef ég verði í meðalröð eða þar fyrir ofan skuli hann gefa mér bók sem ég var búinn að skoða mikið suður í kaupfélagi. Það var Sjómannasaga eftir Vilhjálm Þ. Gíslason og kostaði 125 krónur. Ég var 3. eða 4. ofan frá um vorið og fékk 8.60 í einkunn. Dóttir Sveins í Brautarholti fékk hins vegar bara 8.17 og það var einhver metnaður milli þeirra pabba, því Sveinn hafði sagt eitthvað niðrandi í minn garð. Ég vissi þetta ekki fyrr en á eftir. Pabbi sagði svona við mig. Veistu hvað hún fékk hún Lóa í Sveinshúsum? Ég sagði honum það og þá sá ég að hýrnaði yfir þeim gamla og þá dró hann upp bókina og rétti mér hana.“ (Guðmundur Sæmundsson. Viðtal.) Brauðstrit og barátta – Kafli úr 10. bindi Byggðasögu Skagafjarðar Sæmundur Jónsson rokka- og söðlasmiður að störfum á verkstæði sínu á Ólafsfirði. – Framhald á næstu síðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.