Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 202210 Skrifað hefur verið undir samkomu- lag milli Svalbarðsstrandarhrepps og Vegagerðarinnar vegna upp- byggingar göngu- og hjólastígs frá Vaðlaheiðargöngum og að Skógarböðum sem verið er að reisa í landi Ytri-Varðgjár í Eyjafjarðarsveit, handan Akureyrar. Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar sveitarfélagsins við stígagerðina en áætlaður kostnaður við 30% hlut Svalbarðsstrandarhrepps er um 200 milljónir króna. „Þessi styrkur frá Vegagerðinni hefur gríðarlega þýðingu fyrir lítið sveitarfélag í svo stóru og metnaðarfullu verkefni og mun hann tryggja að stígurinn verði fullkláraður með áningastöðum og lýsingu sem tryggir öryggi þeirra sem um stíginn fara,“ segir Þórunn Sif Harðardóttir, verkefnastjóri hjá Svalbarðsstrandarhreppi. Undirbúningur að lagningu göngu- og hjólastígs um sveitarfé- lagið hefur staðið yfir nokkur undan- farin ár, en skriður komst á þegar landeigendur Ytri-Varðgjár ákváðu að byggja upp Skógarböð, baðstað í landi þeirra, og nýta heita vatnið sem rennur óbeislað í Eyjafjörðinn. Þórunn segir verkefnið metnaðar- fullt og með lagningu stígsins verði umferðaröryggi hjólandi og gang- andi vegfarenda stórlega aukið á hættulegri leið. Áningastaðir verða á leiðinni með bekkjum, upplýsinga- skiltum og aðstöðu fyrir notendur til að stoppa og njóta. Malbikað í haust Norðurorka sér um lagningu á leiðsl um og flutningi vatns frá Vaðlaheiðargöngum og að bað- staðnum. Jafnframt verða lagðar lagnir sem munu flytja kalt vatn frá Vaðlaheiðargöngum til Akureyrar. Þórunn segir að lokið hafi verið við að grafa lagnaskurð í gegnum Vaðlareitinn fyrir vatnslagnir og nú um miðjan janúar verður klárað að sjóða saman lagnir í skurðinn. Gert er ráð fyrir að stígurinn verði malbikaður haustið 2022. /MÞÞ FRÉTTIR Feðgarnir Bradley og Barney Walsh voru meðal þeirra fjöl- mörgu sem heimsóttu Laugalands- skóg á aðventunni til að höggva sitt eigið jólatré. Athöfnin var tekin upp og sýnd í þættinum Bradley and Barney: Breaking Dad at Christmas á sjón- varps stöðinni ITV í Bretlandi á sjálft aðfangadagskvöld. Gert er ráð fyrir að um 20 milljón manns hafi fylgst með gjörningnum. „Þeir feðgar ásamt fylgdarliði, um 40 manns, voru afar viðkunnan- legir og viðræðugóðir, sungu jóla- lögin og þáðu að sjálfsögðu rjúkandi ketilkaffi og popp þegar draumatréð var fundið,“ segir á Facebook-síðu Skógræktarfélags Eyfirðinga. „Þessi knáa eyfirska stafafura hefur sem sagt lagt heiminn að fótum sér.“ /MÞÞ Feðgarnir Bradley og Barney Walsh tóku upp hluta af vinsælum þætti sínum í Laugalandskógi þar sem þeir sóttu sér jólatré. Myndir / Skógræktarfélag Eyfirðinga Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, splæsti í mynd af sér með feðgunum. Lokið hefur verið við að grafa lagnaskurð í gegnum Vaðlareit og áætlað að lagnir verði komnar í skurðinn nú um miðjan janúar. Stefnt er að því að malbika stíginn á komandi hausti. Mynd /Svalbarðsstrandahreppur Góður gangur við gerð nýs stígs um Vaðlareit: Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar – Þýðingarmikið fyrir lítið sveitarfélag í metnaðarfullu verkefni sp ör e hf . — Wales – í landi rauða drekans — 24. - 30. júní | Sumar 7 Fararstjóri: Árni Snæbjörnsson Stórfenglegt landslag og keltnesk menning eru aðaleinkenni áfangastaðar okkar, Wales. Ferðast verður um Norður-Wales, áhugaverðir staðir skoðaðir og komið í fallega bæi og borgir, svo sem fornu borgina Chester, fagra strandbæinn Llandudno og til Conwy þar sem við lítum á minnsta hús Bretlands. Einnig verður farið um Snowdonia þjóðgarðinn og til borgar Bítlanna, Liverpool. Ferðinni lýkur í Manchester þar sem gaman er að skoða mannlífið og borgina. Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvótum á land- búnaðar afurðum frá Bretlandi fyrir tímabilið janúar til desem- ber 2022. KFC fær allan kjötkvótann sem í boði var, eða 18.000 kíló, á meðalverðinu 599 krónur á kílóið. Fyrirtækið fær auk þess stærstan hluta af osti og ystingi, 14.750 kíló á meðalverðinu 585 krónur á kílóið. Um þrjá vöruliði var að ræða sem útboðið náði til; ostar og ystingar (vöruliður nr. 0406) , ostar og ystingar (vöruliður nr. ex 0406), sem skráðir eru samkvæmt vernd landfræðilegra merkinga og uppruna landbúnaðarafurða, og matvæli og annað kjöt, unnið eða varið skemmd- um (vöruliður nr.1602). Sex tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings úr þessum vöru- liði, en tilboði var einungis tekið frá KFC, sem áður segir, um innflutn- ing á 18.000 kílóum á meðalverðinu 599 krónur á kílóið. Stærstan hluta af ostum og ystingi úr vöruliðnum ex 0406 fékk Krónan, eða alls 3.300 kíló, en úthlutað var með hlutkesti samkvæmt reglugerð. Mjólkursamsalan fékk næstmest, 2.750 kíló. /smh Heildargreiðslumark mjólkur fyrir næsta ár verður aukið um ríflega eitt prósent, samkvæmt breytingu á reglugerð um stuðning við nautgriparækt sem Svandís Svavarsdóttir land- búnaðarráðherra hefur undir- ritað. Framkvæmdanefnd búvöru- samn inga hefur fjallað um málið og lagði til við ráðherra að heildargreiðslumark næsta árs yrði 146,5 milljón lítrar. Á þessu ári var heildargreiðslumark 145 milljón lítrar af mjólk, en þetta var þriðja árið í röð þar sem það hélst óbreytt. Forsendur nefndarinnar eru, samkvæmt tilkynningu úr ráðu- neytinu, áætlun neyslu á innlendum mjólkurvörum sem gerir ráð fyrir svipaðri sölu og 2021. „Hins vegar hafa stuðlar um samsetningu mjólkur tekið breytingum til hækkunar. Fitu- og próteininnihald mjólkur tekur sífellt náttúrulegum breytingum og nú hefur það þau áhrif að fleiri lítra mjólkur þarf til þess að framleiða sama magn mjólkurvara,“ segir í tilkynningunni. Beingreiðslurnar miðast við heildargreiðslumark mjólkur Heildargreiðslumark mjólkur er það magn mjólkur sem beingreiðslur rík- issjóðs miðast við og er ákveðið fyrir upphaf hvers verðlagsárs. Við ákvörðun nefndarinnar skal byggt á neyslu innlendra mjólkurvara sem farið hafa um afurðastöðvar á árinu og áætlun ráðherra fyrir komandi verðlagsár, að teknu tilliti til birgða. Við mat á neyslu og birgðum skal miða við gildandi stuðla um samsetningu mjólkurafurða. Þá skal ráðherra byggja áætlun fyrir komandi verðlagsár á upplýsingum frá afurðastöðvum. /smh Enskur cheddar-ostur. Mynd / Unsplash Tollkvótar fyrir landbúnaðarafurðir frá Bretlandi: KFC fékk mest úthlutað Mjólkurkvótinn aukinn um ríf- lega eitt prósent á næsta ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.