Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 202222 UTAN ÚR HEIMI CNH Industrial besta alþjóðlega starfandi fyrirtækið í Austurríki annað árið í röð Leiðandi fyrirtæki í Austurríki hafa valið dráttarvéla fram­ leiðandann CNH Industrial Austria, móðurfélag Case IH og STEYR, sem besta alþjóðlega starfa ndi fyrirtækið 2021. CNH Industrial vann verðlaunin líka árið 2020 og er þetta sagt undirstrika stöðu Case í landinu undir kjörorðunum „Austurrísk gæðaframleiðsla“, eða „Quality made in Austria“. IH og STEYR dráttarvélar eru fram leidd ar í St. Valentin í Nieder­ öster reich, „Neðra Austur ríki“, sem er í norðausturhluta lands ins. Keppnin er viðurkennd sem mikilvægasta viðskiptakeppni landsins og er skipulögð af Pricewater house Coopers (PwC), austurríska dagblaðinu „Die Presse“ og fjármálagagnaveitunni KSV1870. Með áherslu á útflutning „Alþjóðlegi“ keppnisflokkurinn er opinn fyrirtækjum með alþjóðlega uppbyggingu, viðskiptamódel og virðiskeðju/viðskiptavinaskipulag. Þeir verða að framleiða vörur eða þjónustu sem skipta máli á heims­ markaði, þar sem útflutningur er umtalsverður hluti framleiðslunnar, og hafa erlend útibú. Verksmiðjan í St. Valentin framleiðir Case IH og STEYR dráttarvélar fyrir viðskiptavini í Evrópu, Afríku, Mið­Austur lönd­ um, Asíu og í kringum Kyrra hafið. Í St. Valentin er löng saga og hefð fyrir nýstárlegri landbúnaðartækni, sem og metnaðarfullri og háþróaðri framleiðslutækni. CNH Industrial byggir á sérfræðiþekkingu og ástríðu 750 starfsmanna sinna, en hátt hlutfall þeirra eru bændur sem eru í hlutastarfi í verksmiðjunni. Síðan verksmiðjan var opnuð árið 1947 hafa verið í framleiðslu margar mismunandi vörulínur og dráttarvélagerðir, þar á meðal Case IH Optum CVXDrive, Puma Series, Maxxum Series og Luxxum dráttarvélar, ásamt STEYR Absolut CVT, Terrus CVT, Impuls CVT, Profi Series og Multi models. Regnhlíf margra tegunda CNH Industrial er regn­ hlífar fyrirtæki yfir fjölda þekkra merkja í landbún­ aðartækjum, vinnuvélum, og atvinnubílum. Þar má nefna dráttarvélategundir­ nar New Holland, Case IH, Case Construction og Steyr, bifreiða­ framleiðslufyrirtækin IVECO, Iveco Astra, Iveco Bus, Iveco defence vehicles, Heuliez Bus, Magirus slökkvibíla og vélafram­ leiðslufyrirtækið FPT. /HKr Stór hluti af 750 starfsmönnum í verksmiðju CNH Industrial í St. Valentin í Austurríki eru bændur sem þar starfa í hlutastarfi. Mikil saga, hefð og þekking er á bak við vélaframleiðslu í bænum St. Valentin í norðausturhluta Austurríkis. Heimsmet var sett í mars á þessu ári þegar stórri Deutze-Fahr dráttarvél var lagt á stúta á 12 glerflöskum á 1 mínútu og 22 sekúndum. Í mars 2021 var sett heims met með stórri fagurgrænni DEUTZE­ FAHR TTV Warrior tölvustýrðri dráttarvél. Á aðeins 1 mínútu og 22 sekúndum settu Stefan Petke og sonur hans Fabian frá Mallersdorf­ Pfaffenberg í Neðra­Bæjaralandi heimsmet með því að leggja 7 tonna dráttarvél frá Lauingen verksmiðjunum ofan á stúta á tólf glerflöskum. Ef íslenskir bændur vilja reyna að slá þetta met, er sennilega örugg­ ara að byrja á því að kynna sér hvernig feðgarnir fóru að þessu á vefslóðinni; https://www.deutz-fahr. com/en-eu/deutz-fahr-world/news- events/10773-a-series-6-ttv-tractor- parked-on-glass-bottles. /HKr. DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin Franski vinnuvéla fram leið­ andinn Gaussin afhjúpaði í nóvember síðastliðnum H2 keppnis trukk, sem er fyrsta vetnisknúna farartæki heims sem hannað er til að keppa í Dakar­ rallinu í Sádi­Arabíu árið 2022. Þetta er flutningabíll sem mun keppa í akstri yfir sandöldurnar til að sýna fram á getu vetnisknúins rafmagnsbíls sem er búinn efnarafal sem umbreytir vetni í raforku fyrir mótorana. H2 keppnisbíllinn er fyrsta gerðin í nýju línu vörubíla frá Gaussin sem er mengunarlaus og 100 prósent vetnisrafbíll. Hann á að koma á markað árið 2022. Hönnun bílsins var þróuð af hinu virta ítalska fyrirtæki Pininfarina. Vörubíllinn er tilbúinn til að þola allar erfiðar aðstæður sem eyðimörkin býður upp á. Búinn tveimur 402 hestafla mótorum H2 kappakstursbíllinn verður knúinn tveimur rafmótorum sem munu skila 402 hestöflum hvor (300 kW). Efnarafallinn sem umbreytir vetninu getur framleitt 510 hö (380 kW) og eru vetnistankar fyrir 80 af eldsneyti. Bíllinn verður einnig búinn 82 kWh rafhlöðu sem á að nýtast í eyðimerkurkappakstrinum. Þá verður aksturshraðinn takmark­ aður við 140 km á klukkustund til að uppfylla Dakar reglur. Vetniskerfi bílsins er hannað fyrir ofurléttan undirvagn og hægt verður að fylla á vetnistankana á innan við 20 mínútum. Þá á bíllinn að komast allt að 400 km á einni tankfyllingu. Gaussin­liðið þróaði kapp­ akstursbílinn á aðeins ári. Teymið tókst á við tæknilegar áskoranir vetnisknúins bíls. Var efnarafall prófaður við erfiðar aðstæður sem gengu lengra en staðlaðar kröfur framleiðenda gerir við hönnun vörubíla fyrir vegarekstur. Reynslan úr Dakar-rallinu nýtt við frekari þróun Frammistöðugögn, sem safnað er í Dakar rallinu á næsta ári, munu hjálpa til við þróun á vörubíl fyrirtækisins sem á að frumsýna nú á árinu 2022. Gaussin ætlar að setja á markað fjögur önnur afbrigði af mengunarlausa vörubílnum. Það er dráttarbíll, sjálfstýrður vörubíll, einn sendibíll og verktakabíll. Öll uppbygging og hönnun nýju ökutækjanna mun taka mið af tæknikröfum sem tengjast vetni og rafdrifnum bílum. /HKr. Gaussin vetnistrukkurinn verður búinn tveim 402 hestafla rafmótorum. Tractor of the Year verðlaunin á Ítalíu: John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022 John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evrópskra blaðamanna. Þá er John Deere 6120M AutoPowr dráttarvélin valin dráttarvél ársins hvað gagnsemi varðar. Dráttarvél ársins, Tractor of the Year (TotY), er alþjóðleg verðlaun sem hópur óháðra blaðamanna sem sérhæfa sig í landbúnaðartækjum veitir árlega besta traktornum á evrópskum markaði. Höfuðstöðvar þessarar keppni, eða verðlaunaúttektar, eru á Ítalíu. Alþjóðlega dómnefndin er skipuð 26 fulltrúum fjölbreyttra miðla sem koma út í pappírsútgáfu, sem tímarit og á vefnum, sem landbúnaðarsjónvarpsþættir, samfélagsmiðlar og svo fleira. Blaðamennirnir eiga það sammerkt að sérhæfa sig í umfjöllun um landbúnað og tæki tengd þeirri grein. Verðlaunin fyrir dráttarvél ársins voru fyrst veitt árið 1998 að frumkvæði ítalska tímaritsins Trattori. Strax í árdaga voru næstum öll helstu landbúnaðarblöðin í Evrópu sem tóku þátt í þessu verkefni. Ár eftir ár hefur dómnefndin verið að vaxa að því marki sem nú er, með fulltrúa frá 25 löndum. Dómnefndin og TotY verkefnin halda áfram viðleitni sinni við að leita að bestu tækninni og lausnun­ um sem til eru á markaðnum. Aðrir vinningshafar í keppninni um dráttarvél ársins 2022 voru Reform Metrac H75 Pro, sem hlaut verðlaun fyrir sérhæfð landbún­ aðartæki og New Holland T6.180 Methane Power, sem hlaut verðlaun sem sjálfbærasta dráttarvél ársins 2022. /HKr. Dráttarvél ársins 2022 er John Deere 7R 350. Reform Metrac H75 Pro. New Holland T6.180 Methane Power.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.