Bændablaðið - 13.01.2022, Side 23

Bændablaðið - 13.01.2022, Side 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 2022 23 Metnaðarfullur er orð sem mikið er notað þegar kemur að mannvirkj- um í Dubai, en 5 milljarða dollara dvalarstaðurinn „Heimurinn“ gæti verið metnaðarfyllsta verkefnið í byggingu hingað til. Eða að minnsta kosti það djarfasta ef litið er til þess að vel þurfi að heppnast. Um það bil fjóra kílómetra út frá strönd Dubaiborgar liggur manngerður eyjaklasi, alls 300 talsins, sem mynda gróflega allan heiminn en segja má að verk þetta hafi verið í mótun í nú nær tuttugu ár og eigi þó nokkur eftir þar til að vinnsla sé fullgerð. Þótt víða séu eyjarnar auðar eða byggingar þeirra tómar – m.a. vegna samdráttar þegar kemur að fjárútlátum eigenda – mynda þó sex þeirra einingu þekkta undir nafninu Hjarta Evrópu. Þar bera hver og ein þeirra nafn borgar eða lands sem finna má í Evrópu og þá er upplifunin sú að gestum ætti að finnast þeir vera á staðnum. Má nefna Svíþjóð, Sviss, ítölsku borgina Portofino, frönsku borgina Côte d'Azur auk annarra. Einnig er í boði – svo sé nefnt örlítið brot – að upplifa sæludaga á „Honeymoon Island“, eða á eyju brúðkaupsferða, þar sem passað er upp á að bæði sólarupprás og sólsetur sé bæði stórfenglegt og á réttum tíma, nú eða gista í híbýlum hinna fljótandi sæhesta, „The Floating Seahorse Villas“, þar sem má njóta þeirra töfra sem finnast neðansjávar. Eins og með allt sem viðkemur verkefni af þessari stærðargráðu fylgir hönnun og smíði Seahorse einbýlishúsanna leiðbeiningum frá heimsþekktum Feng Shui meistara – Victor Li Dexiong – sem sér um að „gestir upplifi farsælt og hamingjusamt umhverfi“, ætluðu að höfða til kínverskra kaupenda. Auk mikilfenglegrar gistiaðstöðu á lúxushótelum eða einbýlishúsum þessara eyja má finna ótal staði þar sem hægt er að rækta líkama og sál. Heilsulindir, gufuböð, líkamsræktarstöðvar, töfrandi sædýrasöfn, böð í gullslegnum marmaraheitapottum, frumskóga, snjókomu (sérstaklega á sænsku eyjunni) … allt sem hugurinn girnist og má finna á þessum evrópsku dvalarstöðum er í boði fyrir þá er sækja eyjarnar heim. „Upplifun þeirra gesta sem hingað koma ætti að vera sú sama og ef þeir heimsæktu Evrópu,“ segir Josef Kleindienst, austurrískur stjórnarformaður Kleindienst samsteypunnar, sem stendur fyrir uppbyggingu eyjanna. Auðvelt er að fara á milli þeirra, flækjast frá Ítalíu til Frakklands og Spánar, borga með mismunandi gjaldeyri, tala og heyra mismunandi tungumál, upplifa dýralíf, náttúru… og njóta menningar og matargerðar hvers lands fyrir sig – auk þess sem tímabeltin draga mið af upprunalandinu. Leitast er eftir því að hafa sjálfbærni og umhverfissjónarmið að leiðarljósi auk nýtingar sólarorku – sem til dæmis heldur uppi bæði snjókomu á sænsku eyjunni auk þess að hita þar stóra sundlaug. Í miðju Evrópu, ef svo má segja, er staðsetning „Rainy Street“, umferðargötu sem er loftslagsstýrð (meðalhiti 27 °C) til að líkja eftir evrópsku sumarloftslagi þar sem skúrir falla samkvæmt eftirspurn og snjótorg veldur hálku. (Í landi sem nær aldrei nýtur náttúrulegrar úrkomu sem þessarar má nærri geta um vinsældir slíkra náttúruhamfara.) Og já, Hjarta Evrópu hefur þegar reynst vinsælt meðal innfæddra á svæðinu, enda segir Josef Kleindienst að æ fleiri fasteignafjárfestar eyjanna séu frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Áætlað er að bygging og uppsetn- ing þessarar ævintýralegu uppsetn- ingar ljúki fyrir árslok ársins 2023. Ráðgert er að í bland við borgirnar finnist í Hjarta Evrópu fljótandi lög- reglustöð og sirkus með heilmyndar- dýrum. (hologram). Hákarlar (sem ekki eru taldir hættulegir mönnum) eru á stefnuskránni en þeir munu á endanum dvelja í kringum eyjarnar sem hluti af stækkun vistkerfis sjávar og hjálpa til við að koma jafnvægi á neðansjávarumhverfið. En auðvitað hafa óvanalegar byggingaraðstæður verkefnisins Heart of Europe valdið áskorunum. Fyrir Kleindienst samsteypuna hefur þetta m.a. falið í sér nauðsyn þess að styrkja yfirborð eyja til að tryggja endingu þeirra og heildargæði auk þess sem uppfylla þarf skilyrði umhverfisvernd- ar sem er hluti af heildarmyndinni. Einnig þarf að gæta þess að er verk- efnið er fullgert er meiningin að þarna sé um að ræða glæsileg heimili til orlofsdvalar en ekki skemmtigarður opinn almenningi. Þarna eigi að vera hægt að víkka sjóndeildarhringinn og almenna víð- tæka upplifun án þess að leita langt yfir skammt, en þar sem heimsfar- aldurinn hefur áfram áhrif á hag- kerfi og alþjóðlega ferðaþjónustu segir Josef Kleindienst að hann telji að færri erlendir ferðamenn muni sækja eyjarnar heim enn um sinn – en síðar færist jafnvægi á, sem að lokum muni leiða til 50/50 blöndu þeirra auk heimamanna. Hann bend- ir einnig á að bygging og hönnun Hjarta Evrópu hafi verið miðuð við innanlandsumferð frá upphafi, þar sem hægt væri að komast burt „án þess að fara um borð í flugvél“. Enn frekar er hægt að lesa um verk efnið á vefsíðu cnn.com. /SP                                    ­€ ‚   €  ƒ„    ƒ„ …     †„  ‡  … „ …   ‡  „     ˆ †  UTAN ÚR HEIMI (Arabískt) Hjarta Evrópu Þarna glyttir í íburðarmikinn bústað „Sænsku eyjunnar“ en þakið er gullslegið víkingaskip á hvolfi.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.