Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 2022 41 tegundina. Vegna þessa eru mörg gömul grasasöfn mikilvæg ef upp kemur ágreiningur um greiningu tegunda. Plöntusöfn víða um heim Sem betur fer eru enn til myndarleg grasasöfn. Stærst slíkra er safnið í náttúrugripasafninu í París og telur það um 9,5 milljón eintök, í safni Kew grasagarðsins í London eru um sjö milljón eintök. Stærstu söfnin í Bandaríkjum Norður-Ameríku er að finna í grasa- garðinum í Bronx í New York, um 7,2 milljón eintök, og í grasasafni Missuouri háskóla, 6,2 milljónir, og síðan safn Harvard háskóla, sem telur ríflega fimm milljón sýnishorn af þurrkuðum plöntum. Auk þess eru til stór söfn í Afríku, Suður-Ameríku, Asíu og ýmsum löndum sem sérhæfa sig í söfnun plantna frá ákveðunum svæðum. Í flestum plöntusöfnum er tegundum raðað saman og síðan eftir ættkvíslum til að auðvelda aðgang að þeim. Mörg þessara safna ásamt upplýs- ingum um hverja plöntu fyrir sig eru aðgengileg til skoðunar á netinu. Söfn Náttúrufræðistofnunar Íslands Samkvæmt upplýsingum á heima- síðu Náttúrufræðistofnunar Íslands eru varðveitt um 200 þúsund ein- tök af há- og lágplöntum, mosum, fléttum, þörungum og sveppum, í plöntusöfnum stofnunarinnar og þar af eru rúmlega 150 þúsund skráð í gagnagrunna. Söfnunum er skipt eftir lífveru- hópum í safn æðplantna, mosa, fléttna, sveppa og þörunga. Safneintök eru varðveitt þurrkuð og innihalda söfn- in stóran hluta íslenskra tegunda. Tilgangur safnanna er að varðveita eintök allra íslenskra plöntu- og sveppategunda til að sýna breytileika þeirra og útbreiðslu. Söfnin eru eink- um nýtt við rannsóknir í flokkunar- fræði, líflandafræði og þróunarsögu. Plöntu- og sveppasöfn Náttúru- fræðistofnunar eru skráð í gagnagrunn samkvæmt alþjóðlegum Darwin Core-staðli sem er notaður til að deila upplýsingum tengdum líffræðilegum fjölbreytileika. Hægt er að nálgast hluta af gögnunum, þar á meðal lýs- ingu á tegundum og útbreiðslu þeirra, á staðreyndasíðum í flokkunarkerfi lífríkis og á vefnum Flóra Íslands. Þeim er einnig miðlað á erlendum vefjum eins og Global Biodiversity Information Facility og Encyclopedia of Life. Hvað á að geyma og hvernig? Til þess að plöntur í plöntusafni nýtist sem best er mikilvægt að allir hlutar hennar, rót, stöngull, blöð, blóm, aldin og fræ, fylgi með. Þetta er vel mögu- legt þegar um minni plöntur er að ræða en hvað varðar stórar plöntur og tré verður stundum að láta sér nægja hluta þeirra og þá helst sýnishorn af sem flestum hlutum. Þegar plöntur eru teknar til varð- veislu í þurrkuð plöntusöfn er gott, ef hægt er, að greina viðkomandi plöntu fyrst. Best er safna í þurru veðri á þeim tíma sem plantan er með fulla safaspennu svo hún haldi lögun sinni sem best. Eftir að planta er tekin upp er hún lögð á pappír, helst þerripapp- ír, þannig að lögun hennar sjáist vel. Því næst er annar pappír settur ofan á og samlokan sett í plöntupressu eða undir farg, milli tréplatna, og nauðsynlegt er að skipta um pappír að minnsta kosti einu sinni á sólar- hring fyrst um sinn. Að lokum, eftir að planta er orðin þurr, er hún fest á þokkalega stífan pappír af stærðinni A3 eða A4 með pappírsræmu með lími á endunum sem lögð er þéttingsfast yfir ólíka plöntuhluta. Einnig er hægt að sauma þykka plöntuhluta við pappírinn með góðum þræði. Upplýsingar með heiti plöntunnar, fundarstað, dagsetningu fundarins, nafni finnanda og annað sem safn- andinn vill að komi fram, er síðan skráð á merki- eða flórumiða sem límdir eru á örkina með plöntunni. Arkirnar eru best geymdar í öskjum og ekki of margar ofan á hver annarri. Í eina tíð áttu margir plöntusafnarar sína persónulegu og sérprentuðu flór- umiða sem merktir voru með nafni. Plöntusafn garðyrkjunema Nemendum Garðyrkjuskólans á Reykjum er gert að skila litlu plöntusafni með 40 tegundum af villtum íslenskum plöntum, 20 tegundum af trjám og runnum og 20 tegundum af garðblómum, 10 af sumarblómum og 10 af fjölærum jurtum, sem hluta af áfanga sem kallast Flóra Íslands. Ólíkt því sem gert var fyrr á tímum, þegar menn voru að kynnast flóru landsins og söfnuðu sem flestum tegundum, þá er söfnunin sérhæfðari í dag og tengist oft ákveðnum verkefnum. Unnið er að því að taka myndir af öllum plöntunum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands og koma þeim á netið. Dr. Starri Heiðmarsson, fléttufræðingur og starfs- maður Náttúrufræðistofnunar Íslands, er einn af umsjónarmönnum plöntusafna Náttúrufræðistofnunar. „Mín aðkoma er mest að fléttuhluta safnsins en aðrir sem gæta sveppanna og æðplantnanna og er hluti safns- ins varðveittur á höfuðborgarsvæðinu en hluti þess á Akureyri.“ Söfnun í dag yfirleitt tengd verkefnum „Ég gæti trúað að um hundrað ný eintök að meðaltali bættust við safnið á ári en fjöldinn tengist því hvort verið er að vinna verkefni sem krefjast þess að tekin séu eintök til varðveislu. Undanfarin ár höfum við fengið styrk til að ráða námsmenn í sumarvinnu til að vinna í safninu og það hefur flýtt vinnunni við frágang safnanna mikið. Þá er einnig búið að taka myndir af nánast öllum æðplöntu- sýnum sem geymd eru á Akureyri og þær verða gerðar aðgengi- legar á netinu fyrr en seinna. Frumkvæði að myndun æðplöntusýn- anna á umsjónar maður æðplöntu safnsins, Pawel Wasowicz. Eins og uppsetningu safn- anna er háttað í dag þá er tegundum raðað saman eftir landshlut- um til að auðvelda aðgengi að einstaka tegundum.“ Starri segir að ólíkt því sem gert var fyrr á tímum, þegar menn voru að kynnast flóru landsins og söfnuðu sem flestum tegundum, þá sé söfnunin sérhæfðari í dag. „Sem dæmi um söfnunar- verkefni sem var í gangi fyrir tveimur árum, þá var farið víða um land og safnað birkisýnum til erfða- fræðilegrar raðgreiningar vegna rannsóknar á tengslum milli stofna birkis í ólíkum landshlutum en niðurstöð- urnar nýtast einnig við rannsóknir á landnámi birkis á Skeiðarársandi.“ Söfnin notuð við flokkun „Að mínu mati er ástand safnanna í lagi og þau geymd við viðunandi aðstæður og þess gætt að raka- og hita- stig sé í lagi og safnið syðra er geymt í sérstakri og þartilgerðri geymslu.“ Starri segir að nokkuð sé um að fræðimenn komi til að skoða eintök í söfnunum, auk þess sem talsvert er um að eintök séu send erlendis til láns vegna rannsókna. „Þeir sem hafa mestan áhuga á grasasöfnum eru flokkunarfræðingar sem eru að skoða tengsl milli tegunda og hvernig á að afmarka tegundir. Vinna við flokkun plantna er oft unnin í frekar hægum takti og það kemur fyrir að við fáum til baka eintök sem hafa verið í útláni í tíu til fimmtán ár. Sem dæmi þá sendum við einu sinni öll eintökin okkar af maríustökkum til Svíþjóðar til láns vegna vinnu við norrænu flóruna.“ Á þröskuldi nýrra tíma Starri telur að við stöndum á þröskuldi nýrra tíma hvað varðar vísindaleg plöntusöfn. „Söfnin eru ekki síður mikilvæg í dag en fyrir hundrað árum þegar kemur að greiningu tegunda og nauðsynlegt að það sé alltaf nafn- eða frumsýni til staðar í alvöru safni til að hægt sé að bera saman eintök. Gallinn við erfðafræðilegar greiningar, einkum á umhverfissýnum, er að þeir sem sjá um greininguna eru oft sérhæfðir sameindafræðingar, en til að hægt sé að sannreyna hvaða tegund kjarnsýruröðin tilheyrir þá er nauðsynlegt að kennisýni séu til staðar. Oft eru tegundirnar sem kjarnsýruraðirnar eru taldar tilheyra ákvarðaðar með hjálp alþjóðlegra gagnagrunna yfir sameindafræðileg gögn án þess að vera tengdar kenni- sýni sem varðveitt er í vísindalegu safni og hægt er að sannreyna.“ Elstu plöntusýnin varðveitt í Kaupmannahöfn Áhugi á flóru Íslands á sér talsvert langa sögu og ef- laust hafa bæði enskir og danskir náttúrufræðingar sem heimsóttu landið safnað hér eintökum af plöntum til greiningar og geymslu. Íslenskir náttúrufræðingar hafa síðan fylgt í kjölfarið. Elsta sýni sem varðveitt er í plöntusafni Náttúrufræðistofnunar er baunagras sem Þorvaldur Thoroddsen safnaði árið 1872 í Hrappsey á Breiðafirði. Þegar söfnin eru skoðuð nánar sést að finna má 7.225 sýni sem safnað var á 19. öld, tæplega 60 þúsund sýnum var safnað á 20. öld, meðan tæplega 1.900 sýnum hefur verið safnað það sem af er 21. öldinni. Afkastamestu safnarar æðplantna eru þeir Ingólfur Davíðsson, Helgi Jónasson og Helgi Hallgrímsson, en alls eru varðveitt tæplega 7.600 sýni sem Ingólfur safn- aði meðan eftir Helga Jónasson liggja tæplega 7.000 sýni og nafna hans Hallgrímsson tæplega 6.000 sýni. Líkt og áður kom fram hafa æðplöntusýnin á Akureyri verið mynduð og elsta sýnið sem varðveitt er þar er af slíðrastör, safnað af Stefáni Stefánssyni og sést hér á mynd. Reyndar er það svo að mest af elstu sýnunum sem til eru af flóru Íslands eru varðveitt úti í Kaupmannahöfn og sem dæmi er stór hluti af safni Ólafs Davíðssonar varðveitt þar. Stærsta plöntusafn í einkaeigu á Íslandi Áhugasamir einstaklingar og fræðimenn á sviði grasafræðinnar hafa verið drjúgir við að safna og þurrka plöntur og oftar en ekki eru slík einkasöfn undirstaða opinberra safna. Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur á að líkindum stærsta einkasafn hérlendis af þurrkuðum háplöntum og mosum. „Ég er langt kominn með að skrá safnið en þó ekki allt og svo á ég eftir að setja upp plönturnar sem ég safnaði síðastliðið sumar.“ Í safni Ágústs eru að hans sögn nokkur þúsund háplöntur, auk þess sem hann á líka stórt safn af mosum. „Ég á líklega 99,9% af öllum villtum háplöntum sem finnast á landinu, eftir því hvernig maður flokkar í tegundir, auk þess sem ég hef safnað slæðingum og einni og einni garðplöntu en þær eru ekki margar.“ Ágúst segir að gildi grasasafna sé gífurlega mikið. „Í fyrsta lagi má nota þurrkaðar plöntur til samanburðar þar sem söfnin geta geymst í margar aldir. Söfnin geta einnig sagt til um hvaða breytingar hafa átt sér stað á flóru ákveðinna svæða og svo gerir erfðatæknin það að verkum að hægt er að greina tegundir nákvæmar en áður.“ Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur. Mynd / VH Flórumiðar úr safni Ágústs H. Bjarnasonar grasafræðings. Mynd / ÁHB Elsta sýni sem varðveitt er á Akureyri er af slíðrastör úr safni Stefáns Stefánssonar. Myndir / Náttúrufræðistofnun. Vísindin á tímamótum hvað varðar plöntusöfn Dr. Starri Heiðmarsson, fléttufræðingur og starfs­ maður Náttúru fræði ­ stofnunar Íslands. Hluti af sveppasafni Kew grasa­ garðsins. Xylarium viðarsafn. Nafneintak úr plöntusafni Kew grasagarðsins. Charles Darwin þurrkaði og setti plöntuna upp í ferð sinni til Galapagoseyja árið 1835. Leiðbeiningar um plöntu­söfnun eftir Ágúst H. Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.