Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 202216 Fjöldi erlendra skipa hefur heim- ild til veiða í íslenskri lögsögu ár hvert. Misjafnt er hvað þau bera mikið úr býtum en á nýliðnu ári var afli þeirra tæp 130 þúsund tonn. Alls voru 89 erlend skip að veiðum hér í lengri eða skemmri tíma. Færeysk skip veiddu mest. Þau erlendu skip sem sóttu Íslandsmið á síðasta ári eru frá Noregi, Færeyjum og Grænlandi. Aflinn er aðallega uppsjávar- fiskur; loðna, norsk-íslensk síld og kolmunni. Af þessum þremur tegundum veiddust alls 122 þúsund tonn. Um 6 þúsund tonn veiddust af botnfiski. Heimildir af tvennum toga Aflaheimildir erlendra skipa hér við land eru af tvennum toga. Í fyrsta lagi mega þau veiða af eigin kvóta í deilistofnum, þ.e. kvóta sem skipin fá frá heimalandinu, aðallega loðnu og norsk-íslenskri síld en einnig kolmunna. Í öðru lagi veiða þau af kvóta sem íslensk stjórnvöld láta þeim í té í tengslum við fisk- veiðisamninga viðkomandi ríkja og Íslands. Megnið af því sem erlendar þjóð- ir veiða hér er af eigin kvóta þeirra í uppsjávartegundum. Alls veiddu þær rúm 116,5 þúsund tonn af eigin kvóta á síðasta ári en um 12,5 tonn af kvóta frá Íslandi, þar af var helm- ingur loðna sem Færeyingar veiddu. Sjá meðfylgjandi töflu. Færeyingar veiddu mest Erlend skip veiddu hér nánar til- tekið 129.022 tonn, miðað við tölur sem unnar eru upp úr gögnum á vef Fiskistofu. Til samanburðar má geta þess að heildarafli íslenskra skipa var tæpar 1,2 milljónir tonna á árinu 2021, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Færeyingar veiddu hér mest, eða um 75 þúsund tonn, þar af var upp- sjávarfiskur tæp 70 þúsund tonn. Norðmenn komu þar á eftir með um 44 þúsund tonn, nær allt uppsjávar- fiskur. Grænland rekur svo lestina með rúm 10 þúsund tonn. 60 þúsund tonn af loðnu Loðna er sú tegund sem erlend skip veiddu mest af, eða samtals tæp 60 þúsund tonn. Þar voru Norðmenn einna drýgstir og veiddu rúm 43 þúsund tonn. Norsk-íslensk síld kemur fast á eftir með rúm 57 þúsund tonn. Þar voru Færeyingar á ferðinni. Síðustu árin hefur færst í vöxt að færeysk skip veiði töluvert af síldarkvóta sínum í íslenskri landhelgi. Árið 2020 veiddu þau til dæmis um 77 þúsund tonn. Af botnfiski veiddist mest af þorski, eða 2.325 tonn. Tæp 1.700 tonn af ýsu voru veidd, rúm þús- und tonn af löngu og um 730 tonn af keilu. Færeyingar eru atkvæða- mestir í botnfiskinum eins og nánar verður vikið að. Hér á eftir verður farið yfir veiði- heimildir Norðmanna, Færeyinga og Grænlendinga hér við land, byggt á upplýsingum sem aflað var hjá Kristjáni Frey Helgasyni, sérfræð- ingi í ráðuneyti sjávarútvegs. Þrenns konar heimildir Norð­ manna til loðnuveiða Norðmenn eru 5% hluthafar í íslenska loðnustofninum og þeir hafa réttindi til að veiða þessa loðnu í íslenskri lögsögu. Með Smugusamningnum frá 1999 fá Norðmenn auk þess loðnu frá Íslandi og mega veiða hana í lögsögunni. Magn loðnu er háð því hve mikið Íslendingar fá að veiða af þorski í norsku lögsögunni. Loks má nefna varðandi loðnu að samkvæmt ákvæðum í tvíhliða bókun Íslands og Noregs í gildandi loðnusamningi þá veitir Ísland aðgang til veiða á þeirri loðnu sem Norðmenn fá frá ESB, þ.e. loðna sem ESB hefur áður keypt af Grænlandi. Varðandi botnfisk fá Norðmenn með Smugusamningi frá 1999 að veiða allt að 500 tonn af keilu, löngu og blálöngu og veiða hana á línu og er þetta hluti af gagngjaldinu vegna samningsins. Færeyjar fá botnfisk og loðnu frá Íslandi Færeyingar hafa heimild til að veiða botnfisk hér og loðnu sem Íslendingar láta þeim í té. Þeir hafa einnig fullan aðgang að Íslandsmiðum til veiða á norsk-íslenskri síld og kolmunna af eigin kvóta. Færeysk skip fá hjá Íslendingum allt að 5.600 lestir af botnfiski sem veiddur er á línu og handfæri. Þorskur skal ekki vera meira en 2.400 lestir og keiluafli ekki meiri en 400 lestir. Heimildir færeyskra nótaskipa í loðnu, sem Íslendingar láta þeim í té, reiknast þannig að þau fá allt að 30 þúsund tonnum af hlut Íslands í heildarloðnukvótanum enda verði leyfilegur heildarafli að minnsta kosti 500 þúsund tonn. Verði leyfi- legur heildarafli minni en 500 þúsund tonn nemur hlutdeild færeyskra skipa 5% af heildinni. Heimildir Grænlands Grænlendingar eru 15% hluthafar í loðnustofninum og hafa rétt til að veiða alla þá loðnu, sem úthlutað er til grænlenskra skipa, við Ísland, að því er fram kemur í upplýsingum frá Kristjáni Frey Helgasyni. 89 erlend skip Alls stunduðu 89 skip frá Noregi, Grænlandi og Færeyjum veiðar í ís- lenskri landhelgi á síðasta ári, þar af 77 á uppsjávarveiðum, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Þetta er nokkur fjöldi skipa þegar haft er í huga að íslenski uppsjávarflotinn telur rétt rúm 20 skip eða þar um bil. Frá Noregi voru 58 skip, þar af tvö línuskip á botnfiskveiðum. Frá Færeyjum voru 29 skip, þar af 9 línuskip og eitt á handfærum. Tvö grænlensk uppsjávarskip voru hér á loðnuvertíðinni á síðasta ári og lönduðu afla. Veiðum erlendu loðnuskipanna eru settar nokkrar skorður, sérstak- lega norsku skipunum. Ekki mega vera fleiri en 30 norsk skip á sama tíma í lögsögunni, veiðar eru bundnar við nót og takmarkað svæði. Þá máttu þau aðeins veiða frá 15. janúar til 22. febrúar. Rýmri reglur gilda um veiðar grænlenskra og færeyskra skipa, sér- staklega þeirra grænlensku. Hluta landað á Íslandi Hluta af afla erlendu skipanna var landað í íslenskum höfnum til vinnslu. Þau lönduðu um 18 þúsund tonnum af loðnu hér á landi á síð- asta ári. Norðmenn lönduðu hér tæpum 12.500 tonnum, aðallega til mann- eldisvinnslu. Grænlensk skip lönduðu hér tæpum 5.700 tonnum til vinnslu. Hluti af afla grænlensku skipanna var sjófrystur en einnig lönduðu þau um 2.500 tonnum í Færeyjum. Þess má geta að eignatengsl eru á milli útgerða grænlensku skipanna og íslenskra aðila. Færeysku skipin lönduðu öllum sínum loðnuafla í Færeyjum. Hvað fáum við í staðinn? Íslendingar fá ýmislegt í staðinn fyrir þær veiðiheimildir sem þeir veita Færeyingum og Norðmönnum, samkvæmt gagnkvæmum fiskveiði- s amningum. Fyrir það fyrsta fá Íslend- ingar aðgang að færeysku fisk- veiðilögsögunni til að veiða af íslenska kvótanum í kolmunna. Þetta ákvæði er mikilvægt því megnið af kolmunnaafla íslenskra skipa er veitt utan íslensku lögsögunnar. Einnig geta íslensk skip veitt norsk-íslenska síld af eigin kvóta í færeyskri lögsögu. Þá má nefna að við megum veiða 1.300 tonn af mak- ríl á ári við Færeyjar. Smugusamningurinn við Norðmenn gaf okkur heimild til að veiða 3.200 tonn af þorski miðað við slægðan afla, auk hóflegs meðafla, í norsku lögsögunni í Barentshafi á árinu 2021. Í ár megum við veiða tæp 5.200 tonn. Heimildir okkar taka mið af ástandi þorsks í Barentshafi. Þess má geta að á árinu 2014 máttum við veiða þar 7.300 tonn af þorski. Hvernig verður árið 2022? Útlit er fyrir að afli erlendra skipa í íslenskri lögsögu á árinu 2022 verði enn þá meiri en á síðasta ári þar sem heildarloðnukvótinn er stærri en hann hefur verið í mjög langan tíma. Alls hafa erlend skip heimild til að veiða um 240 þúsund tonn af loðnu hér að öðru óbreyttu. Það fer svo að sjálfsögðu eftir því hvernig vertíðinni vindur fram hver loka- niðurstaðan verður. Færeyingar mega veiða hér 30 þúsund tonn af loðnu eins og getið er hér að framan. Norðmenn hafa heimild til að veiða hér rúm 145 þúsund tonn af loðnu, samkvæmt upplýsingum sem Bændablaðið fékk frá Norges Sildesalgslag, sölusamtökum upp- sjávarfisks í Noregi. Norsku fisk- veiðiheimildirnar skiptast þannig að rúm 45 þúsund tonn eru af eigin hlutdeild, tæp 31 þúsund tonn koma frá Íslandi og um 69.500 tonn eru fengin frá ESB (upprunalega frá Grænlandi). Heildarkvóti Grænlands er um 135 þúsund tonn, helming hans seldu þeir til ESB samkvæmt venju, eins og áður er getið, en hinn helm- inginn fá grænlensk skip að veiða hér við land. Ef Færeyingar halda upp teknum hætti að veiða norsk-íslenska síld í íslenskri lögsögu í miklum mæli þá gæti afli erlendra skipa stefnt hátt í um 300 þúsund tonn á árinu 2022. NYTJAR HAFSINS Kjartan Stefánsson kjartanst@simnet.is 130 þúsund tonn Norskur línubátur á Íslandsmiðum. Veiðar erlendra skipa á Íslandsmiðum 2021 í tonnum Tegund Noregur Færeyjar Grænland Samtals Þorskur 52 2.273 2.325 Ýsa 20 1.638 1.658 Ufsi 1 156 156 Gullkarfi 40 62 101 Langa 91 926 1.017 Keila 388 341 728 Norsk- íslensk síld 57.191 57.191 Loðna 43.121 6.405 10.263 59.790 Kolmunni 5.985 5.985 Annað 14 56 70 Samtals 43.726 75.033 10.263 129.022 Heimild: Unnið upp úr gögnum á vef Fiskistofu. Næsta blað kemur út 27. janúar Dreift í 32 þúsund eintökum á yfir 420 dreifingarstaði og lögbýli á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.