Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 52
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 202252 Í kortunum eru yfirvofandi aðfanga hækkanir sem bændur þurfa að mæta á komandi fram leiðsluári. Nýr ráðherra land búnaðar mála hefur boðað stuðning upp á 700 milljónir til að milda höggið vegna verðhækkana á tilbúnum áburði. Síðan 2017, þegar ég hóf búskap, hafa verið greiddar 1.620 milljónir til bænda umfram búvörusamning. Árið 2017 fengu sauðfjárbændur 650 milljóna króna stuðning vegna hruns á afurðaverði og árið 2021 studdi ríkið við bændur með 970 milljónum króna vegna Covid en sá stuðningur skiptist niður á viðbótar­ greiðslu á gæðastýringu kindakjöts, viðbótargreiðslu á ull og viðbótar­ greiðslu á ungnautakjöt 2020. Ég vil ekki gera lítið úr þessum viðbótargreiðslum sem bændur hafa fengið en velti fyrir mér hverju þær breyta? Vissulega kemur þetta aukafjármagn sér vel í rekstri búanna en það breytir ekki hinu raunverulega vandamáli sem hefur verið viðvarandi undanfarin ár og er afurðaverð til sauðfjárbænda. Þessar 700 milljónir sem eiga að koma til bænda á þessu ári munu nýtast framleiðsluárið 2022 en hvað varðar framhaldið eru litlar líkur til þess að áburðaverð lækki aftur í fyrra horf. Miðað við hvernig rekstrarumhverfi sauðfjárbænda hefur verið upp á síðkastið tel ég nokkuð ljóst að flestir sauðfjárbændur hafi nú þegar hagrætt í áburðarkaupum eins og þeir hafa tök á og því lítið svigrúm til að minnka kaupin enn frekar. Sauðfjárbændur halda í vonina að afurðaverð nái fyrri hæðum en því miður gerist það afar hægt og verðið ekki komið í sömu krónutölu og það var í fyrir verðfall, árið 2015. Afurðaverð til sauðfjárbænda Eftir að hafa skoðað heimasíðu norsku bændasamtakanna velti ég fyrir mér hvort eitthvað af því sem þar er gert gæti virkað fyrir sauðfjárbændur á Íslandi. Norsk stjórnvöld hafa fyrir nokkru síðan gefið út að þau munu auka stuðning við norska bændur vegna hækkunar áburðarverðs. Norðmenn búa við landbúnaðarkerfi sem er ansi frábrugðið okkar, þar er opinber verðlagning á afurðaverði til bænda og jafnframt kerfi sem stýrir jafnvægi á markaði. Árlega gera norskir bændur samning við stjórnvöld sem byggja á nokkurs konar rekstrargrunni og hægt að leggja til breytingar á stuðningi út frá rekstrarlegum forsendum. Til dæmis er tekið mið af vöxtum á fjármagni á hverjum tíma, verð á fóðri, innfluttum vélum og ekki síst almennri launaþróun í landinu. Samkvæmt skýrslu Lbhí frá 2021, sem ber heitið Afkoma sauð­ fjárbænda á Íslandi og leiðir til að bæta hana, kemur fram að beinn framleiðslukostnaður (án afskrifta og fjármagnsliða) dilkakjöts var 1.133 kr/kg árið 2019 en á sama tíma var meðalverð afurðastöðva fyrir dilkakjöt 444 kr/kg. Í þessari skýrslu kemur einnig fram að framleiðslukostnaður kindakjöts er hærri hér á landi en í flestum helstu sauðfjárræktarlöndum heims­ ins. Upplýsingar um vinnuþáttinn á íslenskum sauðfjárbúum eru takmarkaðar, sérstaklega upplýs­ ingar um samspil sauðfjárræktar­ innar við aðra tekjuöflun bænda. Mikilvægt er að þetta samspil sé rannsakað frekar til að við fáum sem raunsæjasta mynd af eiginleg­ um rekstrarkostnaði. Við viljum að kerfið okkar byggi á rökum og raunverulegum gögnum. Áhugavert væri að gera vinnustundamælingar á sauð­ fjárbúum í þeim tilgangi að meta hvað eitt ársverk er hjá sauðfjárbónda og ætla laun sem eru í takt við launakjör í landinu. Árið 2021 voru meðallaun ríkisstarfsmanna 911 þúsund á mánuði fyrir skatt sem gerir tæpar 11 milljónir í árslaun. Algeng ársvelta á 600 kinda búi eru um 18 milljónir, afurðatekjur og opinberar greiðslur. Þeir sem þekkja til á slíku búi gera sér grein fyrir því að svo stórt sauðfjárbú þarf meira vinnuframlag á ársgrundvelli en frá einum einstaklingi. Að lokum Ég held að allir geti verið sammála um það að sauðfjárbændur á Íslandi fái of lágt verð fyrir sínar afurðir. Einskiptisaðgerðir til aðstoðar bændum koma sér vissulega vel en taka samt ekki á hinu raunverulega vandamáli. Viðvarandi verkefni deildar sauðfjárbænda innan BÍ og stjórnar BÍ hverju sinni er að bæta kjör sauðfjárbænda og vil ég brýna það góða fólk til að leita lausna á hinu raunverulega vandamáli sauðfjárbænda. Við höfum fyrirmyndir frá öðrum löndum og íslenskir kúabændur hafa búið við opinbera verðlagningu í lengri tíma, ég myndi vilja sjá rekstrarform sauðfjárbús mátað inn í slíkt form. Birgir Þór Haraldsson Kornsá Stórátak í riðuarfgerðagreiningum Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu misserum í málum tengdum rannsóknum á riðuveiki. RML, Keldur, Karólína í Hvammshlíð og hópur ótrúlega áhugasamra erlendra vísindamanna hafa komið að verkefnum sem m.a. miða að því að leita í stofninum að verndandi arfgerðum. Öll þessi vinna miðar að því að hafa fleiri verkfæri í baráttunni við riðuveiki með það að markmiði að útrýma henni. Nýverið hlaut RML styrk úr Þróunarsjóði sauðfjárræktarinnar til þess að standa fyrir stórátaki í arfgerðagreiningum. Um er að ræða svo kallaðar riðu­ arfgerðargreiningar þar sem arfgerð príonpróteinsins er skoðuð í kindum. Fagráð í sauðfjárrækt hvetur mjög til þess að rannsóknir tengdar riðuveiki séu efldar og hvernig rækta megi stofna/hjarðir með þolnari arfgerð gagnvart henni. Styrkurinn mun að stærstum hluta nýtast til niðurgreiðslu á kostnaði við greiningu á sýnum, þannig að greina megi sem flesta gripi. Markmið verkefnisins er tvíþætt. Annars vegar að hvetja bændur í gang af enn meira afli en áður, í að rækta skipulega upp stofna/hjarðir með þolnari arfgerðir gegn riðuveiki. Hins vegar er verið að setja aukinn kraft í að leita að verndandi arfgerðum og í raun öllum arfgerðum príonpróteinsins sem geta haft áhrif á næmi kinda gegn riðuveiki. Verkefnið er skipulagt í samstarfi við þá aðila sem koma að tengdum rannsóknarverkefnum sem eru þegar í gangi. Hvaða sæti á að skoða? Í hefðbundinni arfgerðagreiningu, t.d. þjónustugreiningum Matís eins og þær hafa verið framkvæmdar, þá er leitað í tveim sætum á príon­ geninu. Það eru sæti 136 og 154. Stökkbreytingar sem geta fundist í þessum sætum gefa til kynna hvort við teljum gripinn vera með hlutlausa/miðlungsnæma arfgerð, áhættu arfgerð eða lítið næma arf­ gerð (áður kölluð verndandi hér á landi). Í þessu verkefni verður hins vegar leitað í 6 sætum á geninu. Það eru sæti 136, 137, 138, 151, 154 og 171. Í öllum þessum sætum nema einu hefur fundist breytileiki sem virðist hafa áhrif á mótstöðu gegn riðuveiki. Í sæti 171 hefur því miður ekkert fundist nema Q hér á landi, en í erlendum kynjum hefur þetta sæti að geyma þann verndandi breytileika (R) sem alþjóðlega er grunnur að útrým­ ingu riðu með mjög góðum árangri (­> arfgerðin ARR). Í sæti 137 er ljóst að breytileiki finnst en er mjög sjaldgæfur; til þessa hafa fundist þrjár ær á Sveinsstöðum í Austur­Húnavatnssýslu og ein ær á Straumi í Hróarstungu sem er ferhyrnd og óskyld hinum. Miklar vonir eru bundnar við að sá breytileiki (T í 137) virki vernd­ andi en rannsóknir á Ítalíu hafa gefið það til kynna. Nánar má lesa um mismunandi arfgerðir og hvaða breytileiki hefur fundist í hinum mismunandi sætum í Hrútaskránni 2020–2021 og greinum Karólínu sem birtar hafa verið hér í Bændablaðinu. Um útfærslu verkefnisins – „Átaksverkefni – riðuarfgerðagreiningar 2022“ • Það munu allir sauðfjárbænd­ ur geta sótt um þátttöku. • Bændur munu greiða hluta kostnaðar við hverja grein­ ingu. Einingaverð liggur ekki fyrir á þessari stundu en markmið að það verði innan við 1.000 kr/án VSK á hvert sýni. • Fjöldi greininga á niðursettu verði gætu orðið í kringum 15.000. • Ef eftirspurn verður umfram þann fjölda sýna sem hægt er að styrkja, verður væntanlega hægt að bjóða mönnum að nýta afsláttarkjörin sem fást í gegnum átakið. • Bændur munu sjálfir geta annast sýnatöku en RML mun einnig bjóða upp á þjón­ ustu við sýnatöku samkvæmt tímagjaldi. • RML mun sjá um alla umsýslu á sýnum, bændum að kostnaðarlausu. • Bændur munu geta sótt um þátttöku inn á heimasíðu RML. Stefnt er að því að opna fyrir pantanir eigi síðar en 20. janúar. • Sækja þarf um í síðasta lagi 1. febrúar. • Í kjölfarið tekur við afgreiðsla umsókna. Það ræðst síðan af þátttöku hvað verður hægt að úthluta hverjum og einum margar greiningar á niður­ settu verði. Gæti það hlutfall orðið eitthvað misjafnt milli búa en tekið verður þá tillit til hagsmuna rannsóknarinn­ ar og ræktunarstarfsins ef nauðsyn krefur að forgangs­ raða. Bændur geta að sjálf­ sögðu sent fleiri sýni ef þeir óska eftir og greiða þá fullt verð fyrir þau sýni. • Reiknað er með að búið sé að taka öll sýni vegna verkefnisins 1. maí 2022; sýnatakan byrjar sem fyrst eftir afgreiðslu umsókna líkur og getur hún farið fram í tveimur áföngum þannig að í seinni áfanga byggi val gripa á niðurstöðum úr fyrri áfanga. • Upplýsingar um nánari útfærslu á verkefninu verður að finna á heimasíðu RML þegar líður að því að hægt verði að opna fyrir umsóknir, þar verða settar fram upplýsingar varðandi kostnað, skilyrði varðandi þátttöku, um framkvæmd sýnatökunnar, val á gripum o.fl. Spennandi upplýsingar sem nýtast fyrir ræktunarstarfið Hér er um að ræða gríðarlega gott tækifæri til að fá yfirgripsmiklar upplýsingar um tíðni mismunandi arfgerða príonpróteinsins í stofninum. Þetta er jafnframt geysilega gott tækifæri fyrir þá sem hafa hug á að rækta upp þolnari fjárstofn að hafa hér hugsanlega möguleika til að láta skoða stóran hluta af hjörð sinni á hagkvæman hátt. Eftirspurn eftir gripum með lítið næma eða verndandi arfgerðir mun að öllum líkindum færast mjög í aukana á næstu árum og því mikilvægt að allir leggi hönd á plóg að framleiða slíka gripi. Vissulega höfum við enn ekki í höndunum viðurkennda verndandi arfgerð, en það eru sterkar líkur á að „ítalska útgáfan“ (T137) virki sem slík. Síðan er það ekki útilokað að hin klassíska verndandi arfgerð finnist hér (R171 eða ARR). En meðan málin skýrast með hinar verndandi arfgerðir og hversu mikilvægir breytileikar í öðrum sætum eru, er brýnt að tapa ekki úr stofninum fágætum arfgerðum. Þá er alltaf til mikils unnið að auka tíðni lítið næmu arfgerðarinnar (H í sæti 154) og útrýma áhættuarfgerðinni (V í sæti 136) í hjörðum þar sem riða getur hugsanlega skotið upp kollinum. Nánar verður fjallað um þetta í næsta Bændablaði og á vef RML. Eyþór Einarsson ráðunautur búfjárræktar- og þjónustusviðs ee@rml.is Dalur 17-870 frá Ásgarði var einn af þeim hrútum sæðingastöðvanna sl. vetur sem skartaði lítið næmri arfgerð gagnvart riðusmiti. Vonandi mun þetta átaksverkefni skila því að á sæðingastöðvunum verði gott úrval hrúta næsta haust með lítið næma arfgerð eða jafnvel verndandi. LESENDARÝNI Aðgerðir til hjálpar bændum Birgir Þór Haraldsson og sonurinn Ágúst Ingi ásamt nýfæddu lambi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.