Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 202240 Þegar talað er um þurrkuð plöntusöfn getur verið um að ræða plöntu hluta eða heilar plöntur sem hefur verið safnað, þær þurrkaðar og oftast settar upp á pappír til varðveislu og rannsókna. Í öðrum tilfellum eru varðveitt eintök geymd í umslögum eða kössum og á það oft við um söfn af mosum og sveppum. Við fyrstu sýn kunna þurrkaðar plöntur sem festar eru á blað ekki virst mikið fyrir augað, hvað þá að þær kunni að geyma mikilvægar vísindalegar upplýsingar. Raunin er reyndar sú að í fallega uppsettu plöntusafni sameinast listir og vísindi og það er eitthvað róman- tískt við það. Sjálfur man ég, sem nemi við grasagarðinn í Kew, að mér var rétt sýni, sem við nánari skoðun kom í ljós að var hluti að safni Charles Darwin, sem hann þurrkaði og setti upp í ferð sinni með Beagle til Galapagoseyja árið 1835. Fyrir mér var þetta eins og að vera með málverk eftir Van Gogh milli handanna. Upphaflega var heitið herbarium notað yfir bækur um lækningamátt plantna en í kringum aldamótin 1700 notaði franski grasafræðingurinn Joseph Pittin de Tournefort það til að lýsa þurrkuðum plöntusöfnum og er heitið notað á mörgum tungumálum. Heitið xylarium er notað yfir söfn viðartegunda, fungarium yfir sveppasöfn og hortorium yfir plöntusöfn sem tengjast garðyrkju og ræktun. Horti sicci Þurrkuð plöntusöfn eiga sér langa sögu en upphaf þeirra er rakið til Ítalíu og þess sem var kallað Horti sicci sem þýðir þurr garður. Safn ítalska læknisins og grasafræðingsins Luca Ghin (1490 til 1556) frá 1544 er elsta plöntusafn sem til eru um heimildir en því miður er safnið glatað. Aftur á móti er safn Gheranrdo Cibo (1512 til 1600), nemanda Ghin, enn til og varðveitt í Róm. Framan af voru uppsettar plöntur á pappír bundnar saman í bækur en Svíinn Carl von Linné (1707 til 1778) mun hafa verið með þeim fyrstu til að geyma blöðin í lausu í rekkum eða skúffum til að hægara væri að skoða hverja plöntu. Gildi plöntusafna Vinsældir grasafræði hafa farið dalandi undanfarna áratugi og víða í háskólum um heim hefur deildum sem sinna fræðigreininni verið lokað og fjárskortur leitt til þess að merkileg plöntusöfn liggja undir skemmdum eða hefur verið fargað. Á sama tíma hefur verðmæti góðra plöntusafna aukist. Gríðarleg vinna liggur að baki góðu vísindalegu plöntusafni, söfnun, greining, þurrkun og uppsetning, auk þess sem geymsla á stórum söfnum er plássfrek og þarfnast sérstaks húsnæðis ef vel á að vera. Eftirspurn eftir þurrkuðum plöntum og þá sérstaklega eldri söfnum er að aukast víða um heim. Þar sem fáir eru að safna plöntum vantar víða tegundir inn í stór söfn og verð á þeim hefur verið að hækka og dæmi um að plöntusafn hafi selst fyrir gott íbúðarverð hér á landi. Gildi þurrkaðra plöntusafna er gríðarlegt og ekki síst nú á tímum þegar líffræðileg fjölbreytni flórunnar er á undanhaldi, en dæmi eru um að sýnishorn af plöntum sem hafa dáið út séu varðveitt í plöntusöfnum. Þurrkaðar plöntur hafa því ótvírætt vísindalegt gildi þar sem þær varðveita útlit og lögun plantnanna og ekki síst erfðaefni þeirra. Auk þess sem herbarium-söfn eru notuð til að greina tegundir, rannsóknir á erfðaefni, kanna útbreiðslu plantna og þegar ákvarðanir um verndun svæða eru teknar og við kennslu. Þurrkuð plöntusöfn og upp- lýsingar nar sem þeim fylgja, að lágmarki fundarstaður og dagsetning fundar, geta veitt mikilvægar upplýsingar um breytingar á gróðurfari og flóru vegna loftslagsbreytinga og annarra breytinga á vistkerfinu. Gildi safnanna er ekki síst mikið ef það inniheldur það sem er kallað „type species“, eða nafneintak, sem notað hefur verið til að greina Herbarium Islandicum Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is JURTIR&JURTASÖFN Einföld plöntupressa. Hrafnafífa og ilmbjörk. Myndir / VH Plantae islandicae Jóns Rögnvalds- sonar. Mynd / ÁHB Herbarium Islandicum Stefáns Stefánssonar. Mynd / ÁHB Hluti af grasasafni Kew grasagarðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.