Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 2022 45 BETRA START Ráðgjafar Olís veita allar nánari upplýsingar í síma 515 1100 eða pontun@olis.is. MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Áreiðanlegir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir dráttarvéla. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. Hefur þú brennandi áhuga á vélum og vilt vinna í lifandi og skemmtilegu umhverfi? Vélfang leitar að öflugum og ábyrgum viðgerðamanni í sumarstarf á vélaverkstæðið okkar. Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur í síma 8400 820 Umsóknir sendist á eyjolfur@velfang.is Vélfang ehf. er sölu- og þjónustuaði l i á sviði v innu- og landbúnaðarvéla. Vélfang ehf. var val ið Framúrskarandi fyr i rtæki 2015, 2016 og 2017 Hjá Vélfangi starfar hópur fólks sem hefur það að markmiði að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu. Hæfniskröfur: • Reynsla af viðgerðum er kostur en ekki skilyrði. • Menntun við hæfi kostur. • Rík þjónustulund, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Gott með að vinna í teymi. -VERKIN TALA Sumarstarf á vélaverkstæði Möguleiki er á námssamningi í bifvéla- og eða vélvirkjun Áframhaldandi starf með námi og eftir nám er möguleiki Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 • velfang.is Óseyri 8 • 603 Akureyri • velfang@velfang.is Gólfhitakerfi Ekkert brot ekkert flot • Þægilegur hiti góð hitadreifing • Hitasveiflur / Stuttur svörunartími • Aðeins 12mm þykkar hitadreifiplötur • Fljótlegt að leggja • Ekkert brot ekkert flot • Dreifiplötur límdar beint á gólfið • Gólfefni lagt beint á dreifiplötur (flísar, parket) • Hentar vel í eldra húsnæði jafnt sem ný hús og sumarhús • Flooré gólfhitakerfi er einfalt, fljótlegt og þægilegt Skemmuvegur 10 (blá gata) 200 Kópavogur Sími 567 1330 Fax 567 1345 www.hringas.is AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA Fram undan í félagsstarfi Bændasamtaka Íslands Nýhafið ár er fyrsta heila starfsár Bændasamtaka Íslands í núverandi mynd. Líkt og flestum er kunnugt sameinuðust Bændasamtök Íslands og flest búgreinafélögin sem áttu áður aðild að samtökunum í ný, heilsteypt og sterkari samtök bænda síðastliðið sumar. Óhætt er að segja að fyrstu mánuðir nýrra samtaka hafi verið annasamir enda mikil vinna að byggja nýtt félagskerfi á grunni þess gamla. Þrátt fyrir að þeirri vinnu hafi miðað vel eru enn þónokkur verkefni sem snúa að félagskerfinu fram undan. Kosning formanns Kosningu til formanns Bænda­ samtakanna var breytt við sameiningu og verður nú framkvæmd með nýju sniði í fyrsta skipti. Nú er kosið með rafrænum hætti þar sem allir félagsmenn eiga kosningarétt í stað einungis fulltrúar á Búnaðarþingi áður. Kosningin fer fram dagana 11.–15. febrúar en frestur til að gefa kost á sér rennur út þann 30. janúar næstkomandi. Kosningin verður, eins og áður sagði, rafræn og þarf rafræn skilríki til að geta greitt atkvæði. Búgreinaþing Við samruna búgreinafélaganna og Bændasamtakanna urðu til búgreinadeildir innan samtakanna, en hver deild heldur sinn aðalfund sem kallast Búgreinaþing. Þar hlutast hver grein til um sín málefni, mótar sér stefnu og kýs sér stjórn. Má þannig segja að búgreinaþingin séu ígildi aðalfunda gömlu félaganna eins og þeir voru haldnir áður. Búgreinaþingin verða haldin dagana 3. og 4. mars næstkomandi og verða nánar auglýst síðar. Á næstu vikum er stefnt að því að fulltrúar búgreinadeildanna fundi með bændum um land allt. Markmið fundanna er að eiga samtal við sína félagsmenn en einnig til að kynna starfsemi nýrra Bændasamtaka og kjósa fulltrúa greinanna inn á Búgreinaþing. Hver búgreinadeild hefur mótað sér sínar eigin reglur hvernig þessir fulltrúar skulu kosnir. Kosningu þessara fulltrúa þarf að vera lokið fyrir 17. febrúar til þess að þeir séu löglegir fulltrúar inn á Búnaðarþing. Einnig þurfa mál sem taka á fyrir á Búgreinaþingi að koma fram fyrir 17. febrúar næstkomandi. Þessi fundaferð er auðvitað skipulögð með fyrirvara um þróun og útbreiðslu Covid­19 veirunnar og hvernig gildandi samkomutakmarkanir verða á hverjum tíma. Þá óvissu þekkja vitanlega allir, en ef ekki reynist gerlegt vegna sóttvarnarreglna að halda staðarfundi verða haldnir fjarfundir, líkt og reglur Bændasamtakanna kveða á um að sé heimilt. Unnið er að skipulagi beggja kosta og verður fyrirkomulagið kynnt nánar þegar nær dregur og ljósar verður með það hvaða takmarkanir gilda. Búnaðarþing Á Búgreinaþingi kýs hver deild sér sína fulltrúa til setu á Búnaðarþingi, sem fram fer dagana 31. mars–1. apríl. Alls eiga 63 fulltrúar sæti á Búnaðarþingi en þar af skipa búgreinar 54 fulltrúa en Búnaðarsambönd og önnur aðildarfélög Bændasamtakanna (Beint frá býli, Ungir bændur og Vor) hina 9. Fjöldi fulltrúa hverrar greinar á Búnaðarþingi ræðst af stöðu félagsgjaldaveltu og fjölda skráðra félagsmanna hverrar greinar eins og hún var um áramót. Á Búnaðarþingi er stjórn Bændasamtakanna kjörin auk þess sem stefnan er sett fyrir samtökin að vinna eftir. Það er því mikið um að vera í félagsstarfinu á næstu misserum. Undirbúningur er í fullum gangi og verður öllum upplýsingum miðlað bæði hér í Bændablaðinu sem og á síðu Bændasamtakanna bondi.is. Framboð má senda á kjorstjorn@ bondi.is Mikilvægar dagsetningar: 30. janúar – Framboðsfrestur til formanns rennur út 17. febrúar – Kosningar til fulltrúa á Búgreinaþingi lokið 17. febrúar – Mál sem leggja á fram til Búgreinaþings 3. mars ­ Búgreinaþing hefst 31. mars Búnaðarþing hefst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.