Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 202242 Hverjum hefði dottið það í hug fyrir einhverjum árum að það væri hægt að fara með hundinn sinn á bókasafn og láta lesa fyrir hann? Hvort sem lesendur blaðsins trúa þessu eða ekki þá er þetta staðreynd og skemmtilegt verkefni, sem hefur tekist mjög vel. Það eru samtökin „Vigdís, vinir gæludýra á Íslandi“ sem eiga heiðurinn af verkefninu en þar er Margrét Sigurðardóttir formaður. Bandarísk fyrirmynd Félagasamtökin „Vigdís – vinir gæludýra á Íslandi“ voru stofnuð árið 2013 í þeim megintilgangi að stuðla að útbreiðslu lestrar­ verkefnisins „Lesið fyrir hund“ (e. R.E.A.D.) á Íslandi. Um er að ræða lestrarverkefni að bandarískri fyrirmynd sem nefnist R.E.A.D. (Reading Education Assistance Dogs). Félagasamtökin Vigdís eru samstarfsaðili R.E.A.D. og hafa aflað sér leyfis og umboðs til að hafa umsjón með R.E.A.D. verkefninu á Íslandi. „Áhugi á að stofna félag með áherslur á lestrarþjálfun með hundum kviknaði eftir að ég, Brynja Tomer og Sóley Ragnarsdóttir höfðum, ásamt hópi af áhugasömu fólki, skipulagt á vorönn 2013 tilraun félagsmiðstöðvar og skóla með verkefnið „Lesið fyrir hund á Íslandi“. R.E.A.D. verkefnið er starfrækt í 25 löndum samkvæmt heimasíðu Intermountain Therapy Animals, auk þess sem verkefnið er víða um Bandaríkin. Það var heilmikill undirbúningur að gerast samstarfsaðili bandarísku móðursamtakanna. Við þurftum að fara á námskeið bæði hérlendis og erlendis með leiðbeinendum R.E.A.D­samtakanna og taka próf varðandi aðferðafræði verkefnisins og velferð hunda. Síðan þurfti að stofna félagið okkar, „Vigdís – vinir gæludýra á Íslandi“, til þess að halda utan um „Lesið fyrir hund“ verkefnið á Íslandi,“ segir Margrét. Hvatning til lesturs Margrét segir að tilgangur verkefnisins sé að hvetja börn til lesturs, auka lesskilning og ánægju af lestri. Í verkefninu „Lesið fyrir hund“ lesa börn fyrir hund og lestrarliða, sem eru hundaeigendur. Í lestrarstundinni er hundurinn í aðalhlutverki og lestrarliðinn í hlutverki vinar. „Áhersla er lögð á að barn lesi sér til skilnings en ekki að texti sé lesinn lýtalaust. Í lok lestrarstundar gefst tækifæri til að ganga úr skugga um lesskilning með því að nýta hundinn, enda gengið út frá því að hundurinn sé í aðalhlutverki sem hlustandi og að barnið sé í hlutverki leiðbeinanda hundsins. Verkefnið hefur farið einstaklega vel af stað og er eftirsótt að fá verkefnið til sín,“ segir Margrét. Sex bókasöfn taka þátt Í dag eru reglulegar lestrarstundir fyrir börn á sex bókasöfnum, á Bókasafni Kópavogs, Garða­ bæjar, Seltjarnarness, Hveragerðis, Mosfellsbæjar og á Sólheimabóka­ safni Reykjavíkur. Lestrarstundir eru einu sinni í mánuði á hverju safni og eru þær á laugardögum. Bókasöfnin auglýsa skráningu og foreldrar skrá börnin í lestrarstundirnar gegnum bókasöfnin. Margrét segir að fleiri bókasöfn séu að óska eftir að fá ver­ kefnið til sín en til að geta sinnt kall­ inu þurfi að fjölga hundaeigendum. Áhuginn eykst hjá börnum Þegar Margrét er spurð um áhuga og viðbrögð barna við verkefninu kemur í ljós að hún gerði rannsókn á verkefninu í sínu mastersnámi og niðurstöður sýna fram á að áhugi á því að lesa eykst hjá börnum og viðhorf til lestrar verður jákvæðara. „Já, þeim þykir eftirsóknarvert að lesa fyrir hund og þau sýna aukinn áhuga á að lesa í lestrarstundum með hundum,“ segir Margrét og bætir við: „Við erum með allar tegundir af hundum. Það sem skiptir mestu máli er upplag, geðslag og uppeldi hundsins og samband hundaeiganda (lestrarliða) við hund. Allir hundar fara í gegnum hundamat hjá hunda­ matsmönnum Vigdísarsamtakanna áður en þeir verða lestrarhundar. Ein af aðaláherslum verkefnisins er að passa upp á vellíðan hundanna og að ofgera þeim ekki. Við teljum það vera góða vís­ bendingu um vellíðan hundanna þegar þeir sjá lestrarstaðinn sinn að þeir taka blátt strik að honum með dillandi skott.“ Skólar sýna verkefninu líka áhuga „Já, það eru bæði bókasöfn og skólar sem óska eftir að fá verkefnið til sín. Verkefnið skiptist í tvo hluta, annars vegar er það yndislestur, til dæmis á bókasöfnum (e. Animal ­ Assisted Activity) og hins vegar skólaverkefni (e. Animal ­ Assisted Therapy) þar sem lestrarstundir standa yfir ákveðið tímabil með barni og skráður er árangur þess og framvinda verkefnisins. Til að geta annað öllum þurfum við að fá fleiri sjálfboðaliða, þ.e.a.s. lestrar­ liða (hunda og hundaeigendur),“ segir Margrét aðspurð um áhuga á verkefninu. Þakkar sjálfboðaliðum Þegar Margrét var spurð hvort það væri eitthvað sérstakt, sem hún vildi koma á framfæri sagði hún; „Já, endilega, ég vil koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sjálfboðaliða sem starfa með Vigdísarsamtökunum, bæði til stjórnarmanna og ekki hvað síst hundaeigendanna (lestrarliða). Án þeirra væri verkefnið „Lesið fyrir hund“ ekkert. Lestrarliðarnir okkar eru lykillinn, þau fara á námskeið, læra aðferðafræði verkefnisins og skuldbinda sig og hundinn sinn til þess að vera virkir áreiðanlegir leið­ beinendur fyrir Vigdísarsamtökin. Við erum með heimasíðu, hundalestur.is og vil ég hvetja áhugasama að setja sig í sam­ band við okkur gegnum netfangið hundalestur@hundalestur.is.“ /MHH LÍF&STARF Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts við óskir um leikskólarými fyrir börn frá 12 mánaða aldri og nú hillir undir að það markmið sé að verða að veruleika. Undanfarin misseri hefur óskum eftir leikskóladvöl barna frá 12 mánaða aldri fjölgað umtalsvert og þá ekki bara í Skagafirði heldur um land allt. Ný leikskólabygging á Hofsósi „Umræða um skort á leikskóla­ rýmum hefur enda verið talsvert fyrirferðarmikil og ljóst að sveitar­ félög eru afar misvel í stakk búin til að mæta óskum foreldra í þessu efni. Með lengingu fæðingar­ og foreldraorlofs úr 9 mánuðum í 12 mánuði hefur umræðan m.a. beinst að því að mikilvægt sé að skapa samfellu í umönnun barna og áhersla lögð á að leikskólar standi öllum börnum til boða við 12 mánaða aldur,“ segir á vefsíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Ný leikskólabygging hefur verið tekin í notkun á Hofsósi og er hún sjálfstæð bygging í tengsl­ um við grunnskólann. Unnið er að hönnun nýs íþróttahúss sem einnig mun tengjast grunnskólanum. Með þessum framkvæmdum verður allt skólastarf á sama stað með tilheyrandi auknu hagræði og möguleikum til samþættingar og samvinnu. Ný deild í Varmahlíð Á Sauðárkróki er vinna við byggingu tveggja nýrra deilda hafin við Ársali, eldra stig. Ráðgert er að fyrri áfangi þeirrar byggingar verði tekinn í notkun í mars næst­ komandi. Með tilkomu þessarar byggingar verður hægt að anna eftirspurn eftir leikskólarými fyrir börn frá 12 mánaða aldri. Nú í upp­ hafi nýs árs 2022 verður ný deild tekin í notkun í Varmahlíð. Sú deild verður í sama húsi og yngstu barna deildin er nú, eða í gamla pósthúsinu eins og kallað er. Samhliða er unnið að framtíðaruppbyggingu leik­ og grunnskóla í Varmahlíð enda það húsnæði einungis hugsað til bráðabirgða. Með þessum framkvæmdum verður hægt að anna inntöku barna í leikskóla í Skagafirði við 12 mánaða aldur. „Fullyrða má að Sveitarfélagið Skagafjörður skapi sér sterkan sess meðal sveitarfélaga hvað þetta varðar og standi afar vel að vígi í þjónustu við barnafólk,“ segir á vefsíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. /MÞÞ Í viðbyggingunni verða fríhöfn, veitingastaður og aðstaða fyrir toll og lögreglu. Sveitarfélagið Skagafjörður: Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss Verkefni á vegum „Vigdís – vinir gæludýra á Íslandi“: Lesið fyrir hunda á sex bókasöfnum „Lesið með hundi“-verkefnið hefur heppnast einstaklega vel og alltaf sýna fleiri og fleiri bókasöfn verkefninu áhuga, auk skóla sem vilja komast inn í verkefnið. Myndir / Ragnheiður Elín Clausen Hundarnir eru ótrúlega slakir og rólegir í lestrarstundunum og koma oftast með dillandi skott inn á bókasafnið þegar þeir vita hvað á að fara að gera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.