Bændablaðið - 13.01.2022, Qupperneq 39

Bændablaðið - 13.01.2022, Qupperneq 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 2022 39 Hluti af verknámi við búnaðar­ skólana var að halda dagbók. Í hana skyldi færa orð um það sem gert var á hverjum degi, auk veðurlýsingar. Lýsa skyldi helstu verkum, gjarnan með því að setja þau í búfræðilegt samhengi. Krafan um dagbókar­ færslu var fyrst og fremst tengd verklegu námi. Þess vegna er færsla dagbókar t.d. hluti af verklega bún­ aðarnáminu á Hvanneyri enn í dag. Dagbækur búfræðinema frá fyrri tíð hafa allnokkrar varðveist, bæði í fórum afkomenda þeirra og í skjalasöfnum. Ófáar þeirra hafa meðal annars borist aftur að Hvanneyri. Þær elstu eru frá fyrsta tug síðustu aldar. Margar bókanna eru hinar ágætustu heimildir um líf og starf í skólanum. Í fæstum tilvikum er þó fjallað um einkahagi skrifaranna, hvað þá hugs- anir þeirra eða tilfinningar, enda ekki til þess ætlast. Gaman er að lesa dagbækur skólafélaga og að sjá hvernig sama viðfangsefnið var séð mismunandi augum. Hver lýsir því eins og það kom honum fyrir sjónir: Einum verð- ur það stóratburður sem annar getur um í framhjáhlaupi eða sleppir alveg. Sumar dagbókanna eru listilega vel skrifaðar. Það sama á við stílinn sem hjá sumum, þó ungum að árum, er skýr og þéttur. Vitað er að krafan um færslu dag- bókar í búnaðarnáminu varð til þess að ýmsir nemendur kusu að halda dagbókarskrifunum áfram að námi loknu. Þannig hafa jafnvel orðið til áratuga langar frásagnir einstak- linga af ævum þeirra, leikjum og störfum. Fæstar þeirra hafa komið fyrir almenningssjónir, enda ekki hugsun skrifaranna að svo yrði. Í gömlum dagbókum liggur víða mikil saga. Á síðari árum hefur kviknað áhugi á að rannsaka þennan þátt íslenskrar menningar. Má þar nefna merkilegt fræðastarf Sigurðar Gylfa Magnússonar prófessors, frumkvöð- uls í rannsóknum á sviði einsögu, sem svo er nefnd, en í þeim rannsóknum eru dagbækur einstaklinga, gjarnan alþýðufólks, mikilvægt hráefni. Með pistli þessum vildi ég vekja athygli á tilvist og gildi dagbók- arskrifa búfræðinema fyrri tíðar og hvetja þá, sem slík gögn hafa undir höndum, að sjá til þess að þau komist í verðuga varðveislu – á skjalasafni byggðarlagsins/landsins eða í skjalasafni Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Bjarni Guðmundsson KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is ALLAR STÆRÐIR AF AJ RAFSTÖÐVUM Stöðvar í gám Gerðu kröfur - hafðu samband við Karl í síma 590 5125 og kynntu þér þína möguleika. Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA VÍKURVAGNAR EHF. RAFMAGNSBÚNAÐUR BREMSUR BEISLI DEKK LJÓS LED LJÓS SAGA&MENNING Sögubrot um búfræðslu 1: Að halda dagbók Forsíða dagbókar Guðjóns F. Davíðssonar frá Álfadal á Ingjaldssandi. Úr dagbók Níelsar Hallgrímssonar frá Grímsstöðum í Mýrasýslu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.