Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 2022 7 „Tjónið hefur ekki verið metið að fullu og það er heldur ekki komið í ljós hvort við fáum það bætt, þetta tekur allt sinn tíma. María Svanþrúður hjá RML er að vinna í þessu með okkur og hefur verið okkur ómetanlegur stuðningur,“ segir Nanna Höskuldsdóttir, sem býr ásamt Steinþóri Friðrikssyni á bænum Höfða austan við Raufarhöfn. Þau töpuðu allt að 300 heyrúllum í aftakaveðri sem gekk yfir landið í byrjun árs. Tjónið sem varð í óveðrinu nemur milljónum en auk þess að missa rúllurnar skemmdist eitt og annað heima við bæinn. Nanna og Steinþór eru með tæplega 400 fjár á fóðrum og eru einnig með hross. Steinþór sér að mestu um búið en Nanna starfar sem verkefnastjóri atvinnu- og samfélagsþróunar hjá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og Norðurþingi. Veðrið skall á 3. janúar síðastliðinn þegar djúp lægð gekk yfir landið og olli miklu hvassviðri og ölduhæð um norðan- og austanvert landið. Stórstreymt var og ölduhæðin var óvenju mikil við þessar aðstæður, að sögn Nönnu, sem varð til þess að brot gekk á land við bæina Hól og Höfða. Þessar jarðir eru austan við Raufarhöfn og þjóðvegurinn gengur í gegnum þær. Endurpakkað í tæplega 170 rúllur Nanna segir að allt hafi gerst mjög hratt og lítið sem ekki neitt hægt að bregðast við í gríðar- miklum sjógangi sem gekk yfir. Nú þegar allt er yfirstaðið sé ljóst að alls 199 heyrúllur fóru á haf út, 14 rúllur urðu rennblautar og algjörlega ónothæfar nema til uppgræðslu og þá var hægt að endurpakka alls 168 rúllum, en hún segir óvíst hvert ástand þeirra sé. „Við erum bjartsýn og vonumst til að geta notað í það minnsta 50% af þeim, en staðan er þá sú að í allt eru 297 rúllur ýmist horfnar eða ónothæfar.“ Plast úti um allt Nanna segir að tjón hafi einnig orðið á girðingum, gjafahringir skemmdust eða hurfu á haf út, þá hafi sauðburðargarðar sem not- aðir eru úti að vorlagi brotnað í spón, tjón varð á hlöðu þegar flæddi þar inn. „Nú taka hreinsunarstörfin við, það er langtímaverkefni, en gríðarlegt magn af plasti er úti um allt og mikið verk fyrir höndum að safna því saman,“ segir hún. Fimm rúllur frá hverjum bæ „Við munum leysa þetta mál,“ segir Sigurður Þór Guðmundsson, formaður Búnaðarsambands Norður-Þingeyinga, en í sýslunni stendur yfir söfnun á heyrúllum fyrir bændur á Höfða sem misstu um þriðjung heyfengs síns á haf út og tæpur þriðjungur er líkast til skemmdur. Sigurður Þór segir að upp hafi komið sú hugmynd að hver bær á svæðinu frá Langanesi að Jökulsá myndi gefa 5 rúllur hver, en með því móti næðist að safna saman því magni sem Höfðabændur töpuðu. „Það myndu þá allir gefa eitthvað en enginn mikið,“ segir hann. Varnarlína liggur um Jökulsá og því geta bændur í Kelduhverfi ekki sent hey af sínu svæði yfir að Höfða. Sigurður segir að þegar sé búið að taka saman á fyrsta vagninn, en það var gert í byrjun vikunnar. Staðan í norðursýslunni hvað heyfeng varðar er ekkert sérstök að sögn Sigurðar, „Það er frekar lítið hey til hér um slóðir,“ segir hann og var ekki bjartsýnn á stöðuna í ljósi mikillar hækkunar á áburðarverði um nýliðin áramót. „Fyrningar verða örugglega mjög verðmætar hér í vor,“ segir hann. /MÞÞ LÍF&STARF Þ ann 21. desember síðastliðinn lést einn ástsælasti hagyrðingur sinnar samtíðar, Óskar Sigurfinnsson í Meðalheimi á Ásum. Þó að margar af snjöllum vísum Óskars hafi fengið inni í þessum þáttum, þá verður þessi fyrsti vísnaskammtur ársins helgaður minningu þessa góðvinar. Á útfarardegi Óskars orti mágur hans, Ólafur Þórarinsson, búsettur í Grindavík, þessa fallegu minningu: Lýsir kynnum löngum frá, ljúft er flest að geyma. Margs er þá að minnast á mótum tveggja heima. Óskar sat ótal hagyrðingasamkomur á sinni ævi. Jafnan kynnti hann sig til leiks með þessari hógværu vísu: Lítinn hef ég ljóðaforðann, líka á þessum stað. Ég heiti Óskar og er að norðan, -ekki meir um það. Seinna, á annarri hagyrðingasamkomu, var kynningarvísan svona: Ennþá læt ég á mér níðast inni á þessum stað. Ég heiti Óskar eins og síðast; -ekki meira um það. Og nokkrum árum síðar er kynningarvísa Óskars orðin svona: Enn ég svara ef einhver spyr ýmsu þótt ég gleymi, ég er ennþá eins og fyr Óskar í Meðalheimi. Á jólakort til Sigríðar Sigfúsdóttur í Forsæludal reit Óskar þessa vísu: Áhyggjur ég engar hef, enn er tíminn nægur. Enginn veit sitt endaskref eða lokadægur. Óskar var barn náttúrunnar og sótti margar unaðsstundir inn til Auðkúluheiðar: Man ég hýra milda daga, mynd er skýr af fjallasýn. Andinn flýr þar inn á haga í ævintýralöndin mín. Við jarðarför Jónasar Sigfússonar í Forsæludal árið 1971, orti Óskar þessa saknaðarkveðju: Drýpur hljóðlát dögg af hlyn, dropar af greinum hrapa. Garðurinn er að gráta vin genginn fyrir stapa. Um ónefndan mann orti Óskar: Lífið enginn leikur er, lán og styrk hann þáði, því hann átti undir sér ekki neitt að ráði. Óskar fór ekki margar utanlandsferðir á sinni ævi, en fór þó með Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps eina slíka. Upp- lifunina setti Óskar í stöku, sem vel gæti átt við í dag: Áhættu á smiti skal útiloka í utanlandsferðum hér. Í flughöfn setur þú fötin í poka og ferð svo heim til þín ber. Hjónaband Óskars og Guðnýjar Þórarins­ dóttur var afar farsælt og náið. Guðný lést aðeins 22 dögum fyrir andlát Óskars. Til hennar orti Óskar eitthvert sinnið: Þolinmæði þarf að sýna; það er útaf fyrir sig kosturinn við konu mína hvað hún hefur þolað mig. Á efri árum orti svo Óskar þessa vísu: Þorið er bilað og þrótturinn fer, við þessu er ekkert að segja. Það skiptir víst litlu hver orsökin er, úr einhverju verð ég að deyja. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 289MÆLT AF MUNNI FRAM Nýir starfsmenn hjá Bændasamtökunum Þrír nýir starfsmenn hafa verið ráðnir til Bændasamtakanna, Guðrún Björg Egilsdóttir, sérfræðingur á sviði búgreina­ deildar og Ásgeir Helgi Jóhanns son lögfræðingur en þau hafa hafið störf ásamt Val Klemenssyni, sérfræðingi í umhverfismálum, sem hefur störf í febrúar. Guðrún Björg Egilsdóttir mun sinna nautgriparæktinni á sviði búgreinadeildar. Guðrún Björg lauk nýverið meistaranámi í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands en áður bakkalárgráðu í líffræði við Háskóla Íslands. Hún er fædd og uppalin á Daufá í Skagafirði en þar er stundaður kúabúskapur, þekkir hún því búgreinina vel. Valur Klemensson kemur inn sem nýr sérfræðingur í umhverfismálum. Hann er með B.Sc. gráðu frá Landbúnaðarháskóla Íslands í Umhverfisskipulagi og mastersgráðu frá Tækniháskólanum í München í sjálfbærri auðlindanýtingu. Ásgeir Helgi Jóhannsson er lögfræðingur með embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands og réttindi sem héraðsdómslögmaður. Undanfarin ár hefur hann starfað sem lögmaður og eigandi Afls lögmanna ehf. og Fosuc lögmanna - GJP partners ehf. /ehg Ásgeir Helgi Jóhannsson lögfræðingur. Guðrún Björg Egilsdóttir, sérfræðingur á sviði búgreinadeildar. Valur Klemensson, sérfræðingur í umhverfis­ málum. Nanna og Steinþór á Höfða útbjuggu fyrir skemmstu nýtt malarplan fyrir heyrúllur austan við ána og fjárhúsin. Um 80 metrar eru frá neðsta hluta plansins og niður að sjávarmölinni. Í flóðinu gekk sjór, rekaviður, grjót og fleira yfir þjóðveginn. Myndir / Nanna Höskuldsdóttir Mikið tjón á Höfða við Raufarhöfn í ársbyrjun: Um 300 heyrúllur skoluðust á haf út eða eyðilögðust – Tjón ekki að fullu metið né heldur hvort það fáist bætt Um 200 heyrúllur hurfu á haf út, nokkrar urðu rennblautar og eru ónothæfar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.