Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 20228 FRÉTTIR Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða Ísland hefur tilnefnt fimm íslensk náttúruverndarsvæði sem hluta af neti verndarsvæða Bernarsamningsins, um vernd villtra plantna, dýra og búsvæða, sem kallast Emerald Network. Svæðin eru Guðlaugstungur, Vatnajökulsþjóðgarður, Verndar­ svæði Mývatns og Laxár, Vestmannsvatn og Þjórsárver. Á vef umhverfis- og auðlinda- ráðuneytisins er fjallað um tilnefn- ingarnar og þar segir að svæðin hafi verið valin vegna þess að þau uppfylli kröfur, að hluta eða öllu leyti, um lagalega stöðu verndunar, umsjón- ar, vöktunar og áætlana um hvernig vernd og stjórnun sé háttað. Aðili að Bernarsamningnum frá 1993 Ísland hefur verið aðili að Bernar- samningnum um vernd villtra plantna, dýra og lífsvæða þeirra í Evrópu frá árinu 1993. Til að fylgja eftir markmiðum samningsins er lagt til að ríki geri tillögu að svæðum sem verði hluti af Emerald Network. Markmiðið er að mynda net verndarsvæða í Evrópu. Ríki geta lagt inn tillögur að fjölda svæða í einu eða í smærri skrefum. „Í samvinnu við Ísland verða til- lögur Íslands metnar af sérfræðingum samningsins m.t.t. þeirra gagna sem skilað var inn til samningsins. Ekki liggur því enn fyrir hvort svæðin verði samþykkt sem hluti af Emerald Network, en niðurstöðu er að vænta á næsta ári,“ segir á vef ráðuneytisins. /smh Heyskapur í Mývatnssveit. Mynd / Bbl Greint var frá því í Bændablaðinu fyrir jól að áform væru um að reisa áburðarverksmiðju í Reyðarfirði í tengslum við verk­ efnið Orku garður Austurlands. Ef áætl anir ganga eftir gæti slík verk smiðja orðið að veruleika eftir fimm til sex ár. Áburðarframleiðslan er hugsuð sem eins konar hliðarstarfsemi af grunnframleiðslu orkugarðsins, sem verður vetnisframleiðsla sem grunn- ur fyrir framleiðslu á umhverfis- vænu eldsneyti. Gert er ráð fyrir að sú eldsneytisframleiðsla gæti staðið undir fyrirhuguðum orkuskiptum í samgöngum á Íslandi. „Aðrar hliðarafurðir af þessu verkefni eru til dæmis súrefni og varmi – og hugmyndin er að nýta þær líka á svæðinu,“ segir Magnús Bjarnason hjá MAR Advisor, sem er tengiliður danska fjárfestingafé- lagsins Copenhagen Infrasturucture Partners (CIP), og hefur leitt hag- kvæmnisathugun á verkefninu í samvinnu við Landsvirkjun og Fjarðabyggð. Umhverfisvænni raforku umbreytt í vetni „Grunnhugmyndin með orku- garðinum er að umbreyta um- hverfis vænni raforku í vetni. Síðan verður umbreyting á vetn- inu í aðrar tegundir rafeldsneytis með rafgreiningu, eins og til dæmis ammoníak. Möguleiki er bæði að nýta vetnið beint sem orkugjafa en það er umbreytingarferlið yfir í ammoníak sem kannski helst er verið að horfa til. Það er enda mikil eftirspurn eftir vistvænu ammon- íaki í heiminum og fyrirtæki líta í vaxandi mæli á tækifærin til að framleiða inn á þann markað. Við framleiðsluna verður til varmi og súrefni sem hægt verð- ur að nýta til annarrar framleiðslu. Ammoníakið verður þá nýtt bæði sem eldsneyti og við áburðarfram- leiðslu. Súrefnið mætti nota til ýmiss konar iðnaðarframleiðslu og fiskeldi, sem nyti líka góðs af varmanum. Hann mætti líka nota til ylræktar og garðyrkju. Tækifærin eru mörg og svo er það spurningin hvernig þau verða gripin,“ útskýrir Magnús. „Þannig að hugsunin á bak við orkugarðinn er í raun að horfa á tækifærin á Austurlandi. En jafn- vel þó að vetnisframleiðslan verði í Fjarðabyggð þá eru menn ekki að einskorða sig við tækifæri þar, heldur um allt Austurland og jafn- vel víðar. En eðlilegt er að horfa til þeirra tækifæra sem eru næst fram- leiðslunni. Þannig gæti varminn og súrefnið nýst vel í fiskeldi á landi sem liggur nálægt orkugarðinum,“ bætir hann við. Fiskeldi, áburðarframleiðsla og fiskiskip Að sögn Magnúsar eru hliðar- afurðirnar af grunn starfseminni í raun hugsaðar sem tækifæri fyrir frumkvöðla og fyrirtæki að nýta sér – en sé ekki meginviðfangsefni CIP, Landsvirkjunar og Fjarðabyggðar. Hins vegar hafi fyrirtæki komið inn í verkefnið nýverið sem tengjast mögulegri nýtingu þeirra. „Laxar og Fiskeldi Austfjarða mun skoða tækifærin sem blasa við þeim. Við erum að skoða áburðarframleiðsl- una með Atmonia og hugsanlega munu einhverjir aðrir aðilar bætast þar við. Síldarvinnslan er einnig hluti af samstarfsverkefninu En þetta eru allt hugmyndir sem þurfa tíma og súrefni til að þroskast.“ Orkugarður í nágrenni Mjóeyrarhafnar Verkefnið er að sögn Magnúsar ekki komið á það stig að búið sé að skilgreina umfang starfseminnar eða teikna hana nákvæmlega upp. Þannig að enn er um formlega hag- kvæmnisathugun að ræða. Hann segir að orkuþörf hafi ekki verið nákvæmlega áætluð fyrir verkefnið – og ekki heldur framleiðslugeta – þótt reiknað hafi verið fram og til baka miðað við ýmsar forsendur. Þó er gert ráð fyrir staðsetningu garðsins í nágrenni Mjóeyrarhafnar í Reyðarfirði, á um 20-30 hekt- urum. Hann útskýrir valið á staðsetn- ingunni þannig að skoðun hafi leitt í ljós ýmsa augljósa kosti við Reyðarfjörð. „Höfnin er þar mjög góð og aðstaðan, mikil iðnaðarþekk- ing er á Reyðarfirði, Fjarðabyggð er eitt af fáum sveitar félögum á Íslandi sem er að hluta til án hitaveitu, fisk- eldi er þar og svo er öflugur sjávar- útvegur og útgerð – svo ég nefni nú nokkur atriði. Svo var verkefninu vel tekið af sveitarfélaginu og það var tilbúið til samstarfs.“ Flest sem bendir til hagkvæmni framleiðslunnar „Það er flest sem bendir til þess að það sé hagkvæmt að standa fyrir slíkri framleiðslu á Íslandi – og ekki bara hagkvæmt heldur er líka einfaldlega þörf fyrir hana. Við Íslendingar stöndum frammi fyrir þeirri spurningu hvort við ætlum að flytja inn þetta framtíðar sjálfbæra eldsneyti eða framleiða það sjálfir. Það liggur fyrir að við erum á leið í þessi orkuskipti – og um það er fólk sammála, þvert á stjórnmálaflokka og starfsstéttir,“ segir Magnús. Hann bætir því við að hug- myndin í grunninn sé sú að þetta verkefni geti þjónað mikilvægu hlutverki í fyrirhuguðum orku- skiptum á Íslandi. Ef áætlanir gangi eftir ætti verkefni eins og þetta að geta séð Íslandi að fullu fyrir tilbúnum áburði. Sambærilegt verkefni í þróun á sex stöðum Spurður um upphaflegu hug- myndina að orkugarðinum, segir Magnús að danska fjárfestingafé- lagið CIP sé með sambærileg ver- kefni í þróun á sex stöðum í heim- inum í dag. „Þeir hafa verið að leita fyrir sér á stöðum þar sem þeir telja að aðstæður séu heppilegar. Ísland er einn af þeim stöðum sem eru í skoðun hjá þeim. CIP settu sig í samband við Landsvirkjun og síðan í framhaldinu á því var farið að skoða heppilegar stað- setningar fyrir svona á Íslandi. Í kjölfarið bætist Fjarðabyggð við og síðan er þessum snjóbolta ýtt hægt og rólega á undan sér sem síðan hefur stækkað jafnt og þétt,“ segir Magnús. MAR Advisor sérhæfir sig að sögn Magnúsar í að aðstoða erlenda aðila við fjárfestingar á Íslandi. „CIP réði okkur svo sem sína ráðgjafa hér á Íslandi. Þeir fjármagna verkefnið að fullu og ekki er í raun gert ráð fyrir að aðrir fjárfestar þurfi að koma að því. Það er gríðarlega vel fjármagnað félag með um 16 milljarða evra í stýringu. Sjóðurinn innan CIP sem vinnur að þessu verkefni er með um tvo til þrjá milljarða evra. Markmið hans er að reka um tíu slík verkefni víðs vegar um heiminn, sem nú er í undirbúningi hér. Flest þeirra eru lengra komin í þróun en það íslenska. Eitt er í Esbjerg í Danmörku, eitt á Spáni, eitt í Noregi og eitt er í Ástralíu svo ein- hver lönd séu nefnd. Niðurstöður úr þessari hagkvæmnisathugun hér á Íslandi ættu að vera að fullu ljósar eftir fáeina mánuði.“ Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. Orkugarðurinn er fyrirhugaður á um 20-30 hektara svæði í nálægð við höfnina. Magnús Bjarnason hjá MAR Advisor, sem er tengiliður við fjárfestingafélagið Copenhagen Infrasturucture Partners, sem stendur á bak við hugmyndina um Orkugarð Austurlands. Mynd / smh Framleiðsluferlið við rafeldsneyti Orkugarðs Austurlands. Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.