Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 2022 27 Tímabókanir í síma 568 6880 VANTAR ÞIG HEYRNARTÆKI? Glæsibæ | Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Heyrnartaekni.is | 568 6880 Nýju MORE heyrnartækin eru þjálfuð til að þekkja hljóð. Innbyggt djúptauganet skilar einstaklega nákvæmri hljóðvinnslu og skýrum hljómgæðum. Í janúar bjóðum við upp á heyrnarmælingar og ráðgjöf á: Akureyri, Egilsstöðum,Húsavík, Reykjanesbæ Sauðárkróki, Selfossi og Vestmannaeyjum Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 | Netfang: sala@limtrevirnet.is Söluskrifstofur: Lynghálsi 2, 110 Reykjavík | Borgarbraut 74, 310 Borgarnes Áratugareynsla við íslenskar aðstæður Stuttur afgreiðslutími og fjölbreytt úrval Uppsetning í boði á hurðum og viðbótarbúnaði Margir litir og fylgihlutir í boði Traustar bílskúrs- og iðnaðarhurðir frá Lindab og Krispol limtrevirnet.is FALLEGAR HURÐIR SEM ÞÚ GETUR TREYST skoðaðu úrvalið limtrevirnet.is Kemur næst út 27. janúar Fyrir jól var greint frá því að veiruskita í nautgripum hafi geisað í Eyjafirði og svo virtist vera sem hún væri að færast til austurs, í Þingeyjarsýslur og á Hérað. Talið var að hún hefði fikrað sig alla leið í Hornafjörð, nálægt Höfn, en nýlegar sýnatökur sýna að svo er ekki, samkvæmt upplýsingum frá Sigurbjörgu Ólöfu Bergsdóttur, sérgreinadýralækni nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun. „Veiruskitan virðist mikið gengin yfir á Eyjafjarðarsvæðinu. Þann 29. desember fengum við staðfestingu á því að hún væri búin að fikra sig austur á bóginn í Þingeyjarsýslum. Hennar hafði þá orðið vart í Fnjóskadal, Ljósavatnsskarði og norður eftir Kinn. Ég hef ekki nýrri upplýsingar af þeim slóðum, en hennar hafði orðið vart á Héraði fyrir jól,“ segir Sigurbjörg. Ekki tilkynningaskyldur sjúkdómur Matvælastofnun hefur brýnt fyrir kúabændum á þessum svæðum að huga vel að sóttvörnum til að forðast að veiruskitan breiðist frekar út, enda geti afleiðingar sjúkdómsins verið alvarlegar og langvarandi. Sjúkdómurinn veikir ónæmiskerfi kúnna þannig að þær verða viðkvæmari fyrir öðrum sjúkdómum, meðal annars júgurbólgu og öðrum bakteríusýkingum. Þá eykur sýking hættu á doða hjá kúm sem komnar eru nálægt burði þegar þær veikjast. Engar upplýsingar um skaðann Sigurbjörg segist ekki vera með upplýsingar um hversu miklum skaða veiruskitan hafi valdið. „Veiruskita tilheyrir ekki flokki tilkynningaskyldra sjúkdóma, en við reynum að fylgjast með eftir bestu getu. Héraðsdýralæknar í hverju umdæmi fylgjast með hjá sér og láta mig vita,“ segir hún. Í umfjöllun Matvælastofnunar um málið kemur fram að um bráðsmitandi sjúkdóm sé að ræða í nautgripum, en ekki hafi tekist að greina orsök sjúkdómsins, sem svipi mjög til sjúkdóms sem kallist á ensku „winter dysentery“. Talið er að orsök þess sjúkdóms sé nautgripakórónuveira, sem hefur þó ekki verið staðfest. Smitast með saur og slími frá nösum Sjúkdómurinn smitast með saur og slími frá nösum og berst mjög auð- veldlega með fólki, dýrum og ýmsum hlutum, svo sem múlum, fatnaði, tækjum, bifreiðum og fleiru. „Oftast smitast allir næmir gripir á búinu á nokkrum dögum og sjúkdómurinn gengur yfir á einni til tveimur vikum. Sjúkdómurinn er ekki hættulegur fólki og hefur ekki áhrif á neyslu- hæfni afurða,“ segir í umfjöllun Matvælastofnunar. Matvælastofnun og Tilraunastöð HÍ að Keldum óska eftir samstarfi við bændur um töku sýna til rann- sókna. Bændur sem áhuga hafa að taka þátt eru vinsamlega beðnir að hafa samband við sinn dýralækni um sýnatökur en Matvælastofnun hefur sent dýralæknum leiðbeiningar um hvernig sýni skuli taka. /smh Veiruskitu varð vart í Fnjóskadal, Ljósavatnsskarði og norður eftir Kinn. Mynd / smh Veiruskita á Norðaustur- landi og á Héraði FRÉTTIR Helstu upplýsingar 1. Fyrir fiskeldi: Sjálfrennandi ísaldarvatn, rannsóknir liggja fyrir. (mjög steinefnaríkt). 2. Um 60m2 þriggja herbergja starfsmannaíbúð með öllu, tengd fiskeldinu. 3. Nýlega búið að bora fyrir vatni við hliðina á fiskeldisstöðinni til þess að tryggja fullkomið hitastig til ræktunar. 4. Bleikju og seiðaeldisstöð, stærð 450m2 öll tölvustýrð og ein sú fullkomnasta og öruggasta á landinu. Fjörtíu ára starfsreynsla, stöðin getur annað 1,2 milljón af bleikju- eða laxaseiða á ári. Mögulegt að fá allt að 300 tonna framleiðsluleyfi, sýklalyf hafa aldrei verið notuð í stöðinni, vottorð til staðar frá dýralækni. 5. Núverandi útiker geta framleitt 30 tonn á ári. Stækkun var fyrirhuguð. Teikningar og samþykki sveitarfélagssins liggur fyrir. 6. Skólastofa 89m2 og er útbúin eins og íbúðarhús. 7. Flokkunarbúnaður er til staðar fyrir seiði. 8. Tölvustýrt fóðurkerfi með innbyggðu viðvörunarkerfi og súrefnismælingu og kerfið byggt er fyrir u.þ.b. helmings stækkun. 9. Stöðin var meira og minna öll endurnýjuð árið 2006. 10. Frekari uppbygging vel möguleg. Miklir framtíðarmöguleikar. Veiðiréttur til stangveiði Hæðarlæk og Tunguvatni er til staðar, lax, sjóbirtingur, bleikja og urriði. Til sölu eða leigu Til sölu lögbýlið Tunga í Skaftárhreppi ásamt tilheyrandi lóðar og sameignarréttindum. Landstærð Tungu er 71 hektarar og er jörðin staðsett örstutt frá Kirkjubæjarklaustri þar sem hefur verið rekin fisk- eldisstöð. Einnig kemur til greina að leigja fiskeldisstöðina eða að fara í samstarf um rekstur hennar. Nánari upplýsingar gefa Magnús Leópoldsson í síma 892 6000, magnus@fasteignamidstodin.is og Þórarinn Kristinsson í síma 893 3087, tungulax@internet.is Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi s. 550 3000 er með til sölu jörðina Goddastaði í Laxárdal Dalabyggð. Húsakostur m.a. myndarlegt steinsteypt íbúðarhús byggt árið 1976. Húsið er á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr stærð samtals 299,1 fm. Tvær íbúðir eru í húsinu. Á efri hæð er ndyri og eldhús, þvottahús baðherb rgi og fjögur svefnherbergi og stofa. Á neðri hæð er andyri, tvö svefnherbergi, stofa, eldhús og þvottahús. Einnig eru fjárhús, hlöður og geymslur allt eldri hús. Kalt vatn frá samveitu. Landstærð er talin vera um 320 hektarar. Jörðin er aðili að Veiðifélagi Laxár og eru v iðitekjur töluverðar. Á Goddastöðum var búið með sauðfé. Gæti hentað vel m.a. í skógrækt og eða ferðaþjónustu. Áhugaverð jörð á söguslóðum Laxdælu. Nánari upplýsingar í síma 550 3000 eða á netfangið magnus@fasteignamidstodin.is Goddastaðir í Laxárdal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.