Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 2022 49 þó er víst að flestar þeirra, hvort sem þær eru alveg ótamdar eða frumtamdar, lendi í svokölluðu lærðu hjálparleysi („Learned helplessness“). (Lært hjálparleysi tilheyrir varnarviðbrögðum ósjálfráða taugakerfisins við álagi og hættu og er einnig kallað „play dead response“. Hin tvö viðbrögðin eru þekktari, en þau eru „flight or fight response“ sem er þýtt sem árás eða flótti, eða að hrökkva eða stökkva.) Hryssurnar gefast upp. Þessari hegðun má alls ekki taka sem vísbendingu um að þær venjist atganginum eða séu samþykkar aðförunum. Sú staðhæfing að hryssurnar aðlagist stressinu sem fylgir blóðtökunni eftir nokkur skipti er alröng og ber vott um þekkingarleysi á hegðun og atferli hrossa. Staðreyndin er sú að vilji hryssnanna er brotinn á bak aftur með valdi. Þær gefast upp og láta hið óhjákvæmilega yfir sig ganga. Þessar aðstæður brjóta gjörsamlega í bága við dýraverndunarlög. Reglur um blóðmerahald á Íslandi segja til um að dýralæknir skuli deyfa stungusvæði fyrir blóðtöku. Dýralæknir veit hins vegar að hryssurnar finna samt fyrir vissum sársauka við stunguna og eykur það enn á álag og varnarviðbrögð. Einnig ber að nefna að stungusvæðið virðist hvorki vera rakað né sótthreinsað. Þótt sýkingarhættan sé minni á Íslandi en í heitari löndum/á meginlandi Evrópu getur það varla talist til vandaðra vinnubragða af hálfu dýralæknis. Að binda höfuð hests upp og til hliðar auðveldar aðgang að æðinni sem stungið er á. Undir venjulegum kringumstæðum, við meðferð hjá dýralækni, sveigir aðstoðarmaður háls hestsins lítillega, án valdbeitingar. Við endurteknar stungur í hálsbláæð hrossa (Jugular vein) með nál sem er 5 mm í þvermál getur komið til ertingar í æðaveggnum og mar getur myndast. Særindin geta aukist enn við það að nálarnar eru endurnýttar og verða því bitlausar. Þetta allt getur leitt til sársaukafullrar bólgumyndunar og í einstaka tilfellum lokast æðin. Þegar nálarnar eru endurnýttar, virðist sótthreinsun ábótavant. Í annars háþróuðu landi sem er í takt við nútímann, hlýtur þetta að teljast óskiljanlegt athæfi og andstætt dýraverndarsjónarmiðum. Á a.m.k. einhverjum blóðmera­ búum á Íslandi virðast innviðir og aðstæður, svo sem girðingar og frumstæður byggingamáti töku­ bása, með þeim hætti að það verður að teljast ófullnægjandi með öllu og er slysahætta umtalsverð. Því hlýtur að vakna sú spurning hvers vegna engar athugasemdir koma frá þeim dýralæknum sem bera ábyrgð á framkvæmd blóðtök­ unnar, þrátt fyrir að MAST geri kröfu um að aðstæður við blóðtöku séu þannig að slysahætta sé sem minnst fyrir hryssur og folöld. Niðurstaða þessara skrifa er sú að meðferð á blóðmerum meðan á blóðtöku stendur og þær aðferðir sem beitt er á Íslandi séu með öllu óskiljanlegar og ósamboðnar siðmenntaðri þjóð. Magn blóðs sem tekið er úr hryssunum og tíminn sem líður á milli blóðtaka eru víðs fjarri viðurkenndum viðmiðum og algjörlega á skjön við alþjóðlega vísindalega staðla. Þótt fylgjendur blóðmera­ búskapar haldi því fram að íslenskar hryssur lifi ofangreinda meðferð af án teljandi skaða, geta það ekki talist haldbær rök með svo vafasömum rekstri. Umhverfi og aðstæður á Íslandi hafa mótað íslenska hestinn í yfir þúsund ár og hann hefur þróað með sér óvenjulegan styrk og einstök þolgæði sem gera honum kleift að standast áhlaup af ýmsu tagi. Unnendur íslenskra hesta elska þá og virða fyrir þennan aðdáunarverða eiginleika og er hann, meðal margra annarra kosta hestakynsins, ein af ástæðum þess að íslenski hesturinn nýtur þeirra vinsælda sem raun ber vitni um allan heim. Hjá blóðmerum birtist þessi harka og þol trúlega upp að vissu marki, en það getur með engu móti réttlætt misnotkunina á þeim til vinnslu á PMSG og að gengið sé mjög nærri þeim, jafnvel að ystu mörkum þess sem þolanlegt er, líkamlega og andlega. Sú staðhæfing að lifandi vera „lifi af“ aðra eins meðferð, getur ekki staðist sem réttlæting á slíkum gjörðum. Undirrituð senda þetta bréf í fullu trausti þess að Ísland reynist í þessu máli sem öðrum, sem upp­ lýst nútíma þjóðfélag sem helgar sig velferð dýra og einkennist af sterkri siðferðiskennd. Virðingarfyllst, Barla Barandun, Auas Sparsas í Sviss, 31.12.2021 Ewald Isenbügel, Greifensee í Sviss, 31.12.2021 Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is VEL BÚIN Í VETUR! Dynjandi býður upp á vinnu- og vetrarfatnað sem uppfyllir ströngustu kröfur markaðarins. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogi | S. 544 4656 | mhg.is VETRARBÚNAÐUR Salt- og sanddreifarar. Amerísk gæðatæki sem endast. Kemur næst út 27. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.