Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 2022 25 Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is Vefuppboð nr. 584 ÚR SAFNI BÆNDASAMTAKANNA Vefuppboði á uppbod.is lýkur 19. janúar Kristín Jónsdóttir Kjartan Guðjónsson Forsýning verka í Gallerí Fold SNJÓKEÐJUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna! isfell.is • sími 5200 500 Þekking og þjónusta Þótt víða um heiminn megi finna yfirdrifna kampavínsdrykkju, kossa og sprengingar er nýtt ár gengur í garð eru þó þeir til sem telja aðra siði ofar. Ef litið er á heimsvísu má gjarnan finna aðrar hefðir og ætlum við að telja upp nokkrar hér að neðan. Á Spáni til að mynda, Portúgal og víða um Suður-Ameríku eru borðaðar tólf rúsínur eða vínber er klukkan slær miðnætti þessa merku nótt. Ítalir fylgja svipaðri venju, en fá sér tólf skeiðar af linsubaunum í staðinn. Frakkar gæða sér á tólf pönnukökum, Þjóðverjar á marsípangrísum sér til happa og Hollendingar á kleinuhringjum eða öðru hringlaga æti. Rússar hins vegar kjósa tólf sekúndna þögn, þakka fyrir árið innra með sér og hugsa með sér hvað þeir vilja fá fram á því nýja. Á Spáni og Ítalíu þykir að auki rétt að klæðast rauðum nærfötum í lok árs, helst nýju, og er sagt að Ítalar séu gjarnir á að kasta þeim gömlu út um gluggann með ósk um farsæla og ríka byrjun nýs árs. Grikkir telja granatepli færa sér gæfu á nýju ári í formi frjósemi og velmegunar en áður en hátíðahöld hefjast hengja þeir gjarnan slíka ávexti á útidyrnar. Rétt fyrir miðnætti eru öll ljós slökkt og heimilisfólk gengur út fyrir dyrnar, en fær manneskju sem talin er heppin til þess að stíga svo inn fyrir þröskuldinn, hægri fót fyrst og mun það færa heimilinu heppni. Þegar því er lokið tekur önnur manneskja svo granateplið og lemur því í dyrnar til þess að sjá hve mikla heppni ávöxturinn færir ... þá með tilliti til þess hve mikið af kjöti og fræjum leka út. Svisslendingar að sama skapi sletta reyndar ekki ávöxtum í kringum sig heldur svolitlu af þeyttum rjóma sem talinn er færa heppni, velmegun og frið. Nú, til viðbótar við marsípan- grísaát eru Þjóðverjar gjarnir á að hita lítinn blýbút eða tin sem þeir kæla svo í vatni til þess að myndist eitthvert form og spá þannig fyrir nýju ári – til dæmis ef kúla myndast er það talið færa mikla gæfu. Þar sem má finna þýskumælandi þjóðir, svo sem eins og í Finnlandi, Búlgaríu, Tékklandi og í Tyrklandi, er þessi venja gjarnan viðhöfð. Íbúar Katalóníu á norðurhluta Spánar eiga í þjóðtrú sinni sérstaka veru sem birtist á síðasta degi ársins, kallaðan „L’home dels nassos“ eða maður hinna mörgu nefja – sem uppfyllir óskir. Segir svo frá að nef þessa manns séu jafnmörg og dagarnir sem eftir eru í árinu og þykir börnum afar spennandi að litast um eftir honum. Þó verður að taka fram að slík leit er afar erfið og þó ekki allir átti sig á því þá hefur nefmargi maðurinn aðeins eitt nef þennan dag, enda síðasti dagur ársins. Írar eiga þónokkra gamlárssiði, svo sem að berja híbýli sín utan með brauði til að varna ógæfu og óheillavænlegum öndum inngöngu, en þekktasti siður þeirra er þó sá að leggja á borð fyrir þá ástvini sem látist hafa á árinu. Skotar, frændur þeirra, halda þriggja daga hátíð frá desemberlokum til janúarbyrjunar sem þeir kalla Hogmanay og þar eru ýmsir siðir viðhafðir. Til dæmis leiða kyndlaberar skrúðgöngu þar sem sekkjapípuleikarar og trommarar gleðja nærstadda með tónlistarleik. Táknrænar gjafir eru gefnar eins og kol, smákökur og viskí, ávaxtakökur og þykir jákvætt að vera sá fyrsti er stígur yfir þröskuld á heimili nágranna, vina eða ættingja, koma færandi hendi og þiggja veitingar. Talið er að sá er veitir hvað mesta gæfu við slíkar athafnir sé hávaxinn, dökkhærður karlmaður og eru þeir oft valdir til að taka fyrstu skrefin inn á heimilin eftir miðnættið. Brenndar eru greinar einiberjatrjáa þar til fólk fer að hnerra eða hósta og í kjölfarið eru hurðir og gluggar opnaðir til að hleypa inn fersku lofti nýs árs. Viskí er hellt í glös morgunverðar nýja ársins og hátíðinni lýkur svo með sundi í köldu vatni fjarðarins „Firth of Forth“ sem liggur utan við ós árinnar Forth í Skotlandi þar sem áin rennur í Norðursjó. Einhverjar rangfærslur geta auðvitað verið í ofantöldu en þó er gaman að velta fyrir sér hvaða venjur fólk telur veita sér gæfu eða uppfyllingu óska sinna á nýárinu. Rétt er að ljúka greininni með því að segja frá þeim sið Dana að hoppa inn í nýja árið – en þeir klifra rallhálfir upp á stól rétt fyrir miðnættið og stökkva svo niður á gólf er klukkan slær síðasta höggið. Og eiga þá von á afar gæfuríku ári. /SP Erlendar hefðir áramótanna: Rjómaslettur til lukku ... Danir telja stökk líkleg til gæfu ef stokkið er t.d. af stól er klukkan slær síðasta höggið á miðnætti. SAGA& MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.