Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 202234 Samningur um smíði á 1.100 fer­ metra viðbyggingu við Flug stöðina á Akureyri var undir ritaður skömmu fyrir áramót. Samnings­ upphæðin er 810,5 milljónir króna og verður verk inu skipt upp í þrjá áfanga, nýja byggingu norðan við núver andi húsnæði og endurbætur á eldra húsnæði. Sigrún Björk Jakobsdóttir, f ramkvæmdast jór i Isavia Innanlandsflugvalla, og Örn Jóhanns son, þáverandi framkvæmda­ stjóri Hyrnu á Akureyri, skrifuðu undir samninginn. „Það er afar ánægjulegt að taka þetta næsta og mikilvæga skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar,“ segir Sigrún Björk. Framkvæmdir við bygginguna hefjast í mars á þessu ári og gert er ráð fyrir að þeim verði lokið í byrj­ un ágúst árið 2023. Heildarstærð flugstöðvarinnar að verki loknu verður um 2.700 fermetrar. Fyrsti áfangi verksins er smíði nýrrar við­ byggingar norðan við núverandi flugstöð. Hinir áfangarnir tveir tengjast endurbyggingu eldra húsnæðis, m.a. verður innritunarsvæði flutt til innan byggingarinnar og eins verður byggt töskubílaskýli. Í þriðja og síðasta áfanganum verður núverandi innritunarsvæði endurbyggt sem og skrifstofuhluti þeirrar byggingar. Framfaraspor Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir að þessi framkvæmd verði meiri háttar framfaraspor fyrir Akureyri, Norðurland og lands­ byggðina alla og því kærkomið að hafist verði handa innan tíðar. Sigrún Björk segir að um stórt verkefni sé að ræða, en viðbyggingin muni bæta mjög aðstöðu fyrir lög­ reglu, tollinn, fríhöfnina og veitinga­ stað á flugvellinum. „Þjónustan við farþega og flugfélög batnar til muna og við hlökkum til að taka þessa breyttu og bættu flugstöð í gagnið síðsumars 2023.“ Tvö tilboð bárust í verkið, hið lægra frá Hyrnu en hitt var frá félaginu Húsheild. Frá því tilboð voru opnuð síðasta haust hafa þau tíðindi orðið að Húsheild sem starfar í Mývatnssveit hefur keypt byggingafélagið Hyrnu og tekur því við verkefninu. /MÞÞ LÍF&STARF MEÐ PUTTANN Á ÞJÓÐARPÚLSINUM NÝ SENDING VÆNTANLEG Í BÚÐIR S Æ M U N D U R UPPSELD Í viðbyggingunni verða fríhöfn, veitingastaður og aðstaða fyrir toll og lögreglu. Framkvæmdir við 1.100 fermetra flugstöðvarbyggingu hefjast í mars: Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar – segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla, og Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Hyrnu á Akureyri, undirrituðu samning um smíði 1.100 fermetra viðbyggingar við flugstöðina á Akureyri. Fyrsta skóflustunga að byggingunni var tekin í fyrrasumar, það gerði Sigurður Ingi Jóhannsson, þá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Með honum eru þær Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli, og Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla. Iðunn Garðarsdóttir og Kári Gautason, aðstoðarmenn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Nýr ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála: Iðunn Garðarsdóttir og Kári Gautason aðstoða ráðherra Kári Gautason og Iðunn Garðarsdóttir hafa verið ráðin sem aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðherra. Kári hefur störf þann 10. janúar næstkomandi en Iðunn hefur þegar hafið störf og fylgdi ráðherra úr heilbrigðisráðuneytinu. Kári Gautason er fæddur á Akureyri árið 1989 og ólst upp á Grænalæk í Vopnafirði. Hann er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og lauk BS prófi í búvísindum frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri árið 2013 og meistaragráðu í búvísindum með áherslu á erfðafræði frá Árósarháskóla árið 2017. Kári starfaði sem bóndi árin 2013­2015, ráðunautur í loðdýrarækt í hlutastarfi 2013­ 2017 og var framkvæmdastjóri þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs 2018­2020. Seinast starfaði Kári sem sérfræðingur og staðgengill f ramkvæmdast jóra h já Bændasamtökum Íslands og sem stjórnarmaður í stjórn Byggðastofnunar. Hann lætur nú af þeim störfum til að gerast aðstoðarmaður sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðherra. Í kjölfar kosninganna 2021 hlaut Kári sæti sem annar varaþingmaður VG í Norðausturkjördæmi. Maki Kára er Gró Einarsdóttir, doktor í félagssálfræði, og saman eiga þau eina dóttur. Iðunn Garðarsdóttir hefur starfað sem aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra frá árinu 2017 og er nú aðstoðar maður sjávarútvegs­ og landbún aðar­ ráðherra. Iðunn er fædd í Reykjavík árið 1989. Stúdent frá Mennta­ skólanum við Hamrahlið, lauk BA prófi í íslensku frá Háskóla Íslands árið 2013, BA prófi í lögfræði frá sama skóla árið 2015 og meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands vorið 2017. Iðunn starfaði sem lögfræðingur hjá lögmannsstofunni Juris áður en hún hóf störf í heilbrigðisráðuneytinu. Iðunn var virk í starfi Röskvu innan Háskóla Íslands, var formaður félagsins árin 2012­2013 og sat í Stúdentaráði og Háskóla­ ráði fyrir hönd fylkingarinnar. Hún situr í málnefnd Háskóla Íslands. Iðunn er í sambandi með Skúla Arnlaugssyni og saman eiga þau eina dóttur. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.