Bændablaðið - 13.01.2022, Side 34

Bændablaðið - 13.01.2022, Side 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 202234 Samningur um smíði á 1.100 fer­ metra viðbyggingu við Flug stöðina á Akureyri var undir ritaður skömmu fyrir áramót. Samnings­ upphæðin er 810,5 milljónir króna og verður verk inu skipt upp í þrjá áfanga, nýja byggingu norðan við núver andi húsnæði og endurbætur á eldra húsnæði. Sigrún Björk Jakobsdóttir, f ramkvæmdast jór i Isavia Innanlandsflugvalla, og Örn Jóhanns son, þáverandi framkvæmda­ stjóri Hyrnu á Akureyri, skrifuðu undir samninginn. „Það er afar ánægjulegt að taka þetta næsta og mikilvæga skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar,“ segir Sigrún Björk. Framkvæmdir við bygginguna hefjast í mars á þessu ári og gert er ráð fyrir að þeim verði lokið í byrj­ un ágúst árið 2023. Heildarstærð flugstöðvarinnar að verki loknu verður um 2.700 fermetrar. Fyrsti áfangi verksins er smíði nýrrar við­ byggingar norðan við núverandi flugstöð. Hinir áfangarnir tveir tengjast endurbyggingu eldra húsnæðis, m.a. verður innritunarsvæði flutt til innan byggingarinnar og eins verður byggt töskubílaskýli. Í þriðja og síðasta áfanganum verður núverandi innritunarsvæði endurbyggt sem og skrifstofuhluti þeirrar byggingar. Framfaraspor Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir að þessi framkvæmd verði meiri háttar framfaraspor fyrir Akureyri, Norðurland og lands­ byggðina alla og því kærkomið að hafist verði handa innan tíðar. Sigrún Björk segir að um stórt verkefni sé að ræða, en viðbyggingin muni bæta mjög aðstöðu fyrir lög­ reglu, tollinn, fríhöfnina og veitinga­ stað á flugvellinum. „Þjónustan við farþega og flugfélög batnar til muna og við hlökkum til að taka þessa breyttu og bættu flugstöð í gagnið síðsumars 2023.“ Tvö tilboð bárust í verkið, hið lægra frá Hyrnu en hitt var frá félaginu Húsheild. Frá því tilboð voru opnuð síðasta haust hafa þau tíðindi orðið að Húsheild sem starfar í Mývatnssveit hefur keypt byggingafélagið Hyrnu og tekur því við verkefninu. /MÞÞ LÍF&STARF MEÐ PUTTANN Á ÞJÓÐARPÚLSINUM NÝ SENDING VÆNTANLEG Í BÚÐIR S Æ M U N D U R UPPSELD Í viðbyggingunni verða fríhöfn, veitingastaður og aðstaða fyrir toll og lögreglu. Framkvæmdir við 1.100 fermetra flugstöðvarbyggingu hefjast í mars: Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar – segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla, og Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Hyrnu á Akureyri, undirrituðu samning um smíði 1.100 fermetra viðbyggingar við flugstöðina á Akureyri. Fyrsta skóflustunga að byggingunni var tekin í fyrrasumar, það gerði Sigurður Ingi Jóhannsson, þá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Með honum eru þær Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli, og Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla. Iðunn Garðarsdóttir og Kári Gautason, aðstoðarmenn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Nýr ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála: Iðunn Garðarsdóttir og Kári Gautason aðstoða ráðherra Kári Gautason og Iðunn Garðarsdóttir hafa verið ráðin sem aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðherra. Kári hefur störf þann 10. janúar næstkomandi en Iðunn hefur þegar hafið störf og fylgdi ráðherra úr heilbrigðisráðuneytinu. Kári Gautason er fæddur á Akureyri árið 1989 og ólst upp á Grænalæk í Vopnafirði. Hann er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og lauk BS prófi í búvísindum frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri árið 2013 og meistaragráðu í búvísindum með áherslu á erfðafræði frá Árósarháskóla árið 2017. Kári starfaði sem bóndi árin 2013­2015, ráðunautur í loðdýrarækt í hlutastarfi 2013­ 2017 og var framkvæmdastjóri þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs 2018­2020. Seinast starfaði Kári sem sérfræðingur og staðgengill f ramkvæmdast jóra h já Bændasamtökum Íslands og sem stjórnarmaður í stjórn Byggðastofnunar. Hann lætur nú af þeim störfum til að gerast aðstoðarmaður sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðherra. Í kjölfar kosninganna 2021 hlaut Kári sæti sem annar varaþingmaður VG í Norðausturkjördæmi. Maki Kára er Gró Einarsdóttir, doktor í félagssálfræði, og saman eiga þau eina dóttur. Iðunn Garðarsdóttir hefur starfað sem aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra frá árinu 2017 og er nú aðstoðar maður sjávarútvegs­ og landbún aðar­ ráðherra. Iðunn er fædd í Reykjavík árið 1989. Stúdent frá Mennta­ skólanum við Hamrahlið, lauk BA prófi í íslensku frá Háskóla Íslands árið 2013, BA prófi í lögfræði frá sama skóla árið 2015 og meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands vorið 2017. Iðunn starfaði sem lögfræðingur hjá lögmannsstofunni Juris áður en hún hóf störf í heilbrigðisráðuneytinu. Iðunn var virk í starfi Röskvu innan Háskóla Íslands, var formaður félagsins árin 2012­2013 og sat í Stúdentaráði og Háskóla­ ráði fyrir hönd fylkingarinnar. Hún situr í málnefnd Háskóla Íslands. Iðunn er í sambandi með Skúla Arnlaugssyni og saman eiga þau eina dóttur. /VH

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.