Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 202224 Nú þegar nýárið hefur gengið í garð og við Íslendingar lítum björtum augum fram á við eins og vera ber er við hæfi að róta aðeins í þeim siðum og venjum er hafa fylgt okkur gegnum aldirnar. Áttundi dagur jóla, eða nýársdagur eins og við þekkjum hann í dag. var hér áður nefndur átti- eða áttadagur, eðlilega, sá áttundi talinn þannig frá jólum. Rétt er þó að geta þess að eitthvað hafði upphaf nýs árs verið á reiki yfir aldirnar en hjá sumum þjóðum var árið talið frá 1. mars og þá má líta á talningu mánaðanna eins og t.d. október sem væri við það tilefni áttundi (latneska talan octo) mánuður ársins. Einhvern tíma fyrir siðaskiptin fóru Íslendingar eftir hefðum ensku biskupakirkjunnar sem taldi 25. mars fyrsta dag nýs árs en um árið 1540 var ákveðið að 1. janúar skyldi marka nýtt íslenskt almanaksár. Nýtt ár og lok þess gamla voru haldin hátíðleg og haldið fast í siði og venjur þær er þóttu eiga við. Álfar og huldufólk komu við sögu, neyttu gjarnan matar er var á boðstólum fyrir þá, ljós var látið lifa alla nóttina þeim til hugnaðar (og ef til vill þeim er áttu von á að reka þá augum). Konuefni á krossgötum Einhverjir töldu happadrjúgt að sitja á krossgötum er nýja árið gekk í garð og upplifa þá bæði hvernig vatn yrði að víni, kirkjugarðar risu og dýr töluðu. Einnig samkvæmt gamalli trú vildu einhverjir meina að hægt væri að sjá manns- eða konuefni sitt, þá helst með því að horfa í spegil í niðamyrkri. Ef til vill hafa yfir þulu og þá ættu að birtast myndir er hægt væri að taka til sín. Aðrir töldu betra að liggja í krossgöngum, til dæmis þar sem baðstofa og gangur mættust og þá ætti að bera við sú manneskja sem manni væri ætluð. Á nýárskvöld var matast vel og allt það borið fram er til var í búri. Ekki fóru niðursetningar eða aðrir þurfalingar varhluta af enda þótti það vera ávísun á slæmt ár fram undan að skilja nokkurn mann út undan, hvort sem þetta ölmusufólk fékk almennilega að borða aðra daga. Draumnóttin mikla, eins og hún var kölluð, þrettándanótt, var svo í kjölfar þess dags sem ætlaður var til að „rota jólin“ eins og fram kemur í bók Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili, Íslenskir þjóðhættir. Þetta orðatiltæki var komið af þeirri hefð er höfð var á, að skammta vel og ríflega af mat. Má þá nærri geta að eftir mikið át hafi draumfarir manna orðið með líflegra móti. Draumar þrettándanætur voru annars taldir bæði þýðingarmiklir og hvað merkastir drauma ársins og náðu töfrar næturinnar allvíða. Líkt og á nýársnóttinni töldu sumir að dýrin fengju mál og jafnvel væru álfar á sveimi en talið var að þeir færðu sig um set um þessar mundir. Þrettánda- eða álfabrennur Brennur, líkt og á nýársnótt, voru allvíða, enda líðandi ár jafnan kvatt á þann máta. Þó kemur fram samkvæmt greinaskrifum í dagblaðinu Vísi 6. janúar árið 1932 að „... Hér í Reykjavík hefir þessi góða þjóðlega skemtun verið lögð á hilluna á síðari árum. En þó munu flestir gamlir Reykvíkingar minnast með fögnuði álfadans þess,sem latínuskólapiltar héldu hér i Reykjavik kringum 1870-'80 við góðan orðstír, er Jón Ólafsson orti þetta alkunna kvæði: „Máninn hátt á himni skín“, sem allir Íslendingar kannast við ...“ Jón þessi var aðeins 21 árs að aldri er hann samdi kvæðið en hann þótti bæði ljóngáfaður og hagmæltur, bæði sem skáld auk þess sem hann átti oft eftir að láta að sér kveða, til dæmis á ritvöllum dagblaðanna. Einnig þótti hann afar fylginn sér en þó allnokkuð hvatvís. Þetta sama kvöld og skrifað var í dagblaðið Vísi, 6. janúar 1932 – klukkan hálfníu stundvíslega – hafði íþróttafélagið Valur svo ákveðið að endurvekja skemmtunina og efndi til mikillar gleði á íþróttavelli félagsins. Höfðu félagsmenn hlaðið tíu metra háan bálköst og fengið þekktan 40 manna dansflokk til að dansa vikivakadansa (tekið var fram að flokkur þessi væri afar rómaður „ekki síst eftir sýninguna á Alþingishátíðinni á Þingvöllum“ árið 1930.) Þeim til halds og trausts voru svo um tuttugu helstu söngmenn Reykjavíkur. Flugeldum var skotið á loft og blys og langeldar voru hringinn í kringum völlinn allan, til að verma gesti og veita birtu. Selt var inn á skemmtunina og mátti finna söludrengi með aðgöngumiða hvarvetna um bæinn. Skemmtun þessi tókst með miklum ágætum og hefur hefð þessi tíðkast allar götur síðan. Ekki eru þó allir á sama máli með ágæti nafnsins Álfabrenna enda ekki mikið um að sé verið að brenna álfa ... en mætti þá fremur kenna athöfnina við þrettándann og kalla þá þrettándabrennu. Óperusöngvari og álfakonungur Þrettándabrennan hélt velli alveg fram á okkar dag og hafa þær margar þótt afar glæsilegar. Samkvæmt Vísi árið 1936 kemur fram að haldin hafi verið brenna á þrettándanum er ekki átti sinn líka. Tilkomumikil og háreist er laðaði að sér múg manns. Iðnaðarmannakórinn skemmti með söng, lúðrasveitin Svanur með lúðrablæstri og Pétur Árnason óperusöngvari tók að sér hlutverk álfakonungs með miklum glæsibrag. Pétur þessi (1884-1956) var fyrstur Íslendinga til að syngja inn á plötur og átti afar farsælan söngferil í Þýskalandi. Vegna þess hvernig heimsmálin stóðu á þessum tíma fluttist hann þó heim mun fyrr en annars hefði orðið. Gaman er að geta þess að þó hann hafi ætíð fyrst og fremst verið óperusöngvari komu út með honum á sjötta tug platna og á einni þeirra má finna fyrsta dægurlagið flutt af íslenskum flytjanda – lagið „Sonny Boy“. /SP ÁHUGALEIKHÚS Á ÍSLANDI √ Þrátt fyrir óvissu vegna Covid-19, stefnir Þjóðleikhúsið á val á Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins næsta vor. Þjóðleikhúsið hefur verið í samstarfi við Bandalagið í tæpa þrjá áratugi með vali á leiksýningu úr smiðju áhugaleikfélaganna sem sérstaka athygli vekur. Í kjölfarið hefur viðkomandi félagi verið boðið að sýna í Þjóðleikhúsinu. Covid-19 hefur komið í veg fyrir valið síðastliðin tvö ár en að óbreyttu er stefnt á að velja sýningu á vori komanda. Að þessu sinni verður hægt að sækja um fyrir sýningar sem frumsýndar voru leikárin 2020-21 og 2021-22 fram til loka umsóknarfrests sem er 20. apríl 2022. Sótt er um á Leiklistarvefnum. Dómnefnd á vegum Þjóðleikhússins mun velja þá sýningu sem nefndin telur sérstaklega athyglinnar virði og verður valið samkvæmt venju tilkynnt á aðalfundi BÍL sem verður haldinn í byrjun maí. Umsóknarform fyrir Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins 2022 er tiltækt þegar félag skráir sig inn á vef bandalagsins, www.leiklist.is √ Lífsins leikur – Hlaðvarp um leiklistina í landinu Leikhópurinn Leikfjelagið, sem Arnfinnur Daníelsson og Halldóra Harðardóttir standa að, hefur hleypt af stokkunum hlaðvarpinu Lífsins leikur. Í fyrsta þætti ræddu þau við formann og framkvæmdastjóra BÍL, þau Guðfinnu Gunnarsdóttur og Hörð Sigurðarson, um þessi rúmlega 70 ára samtök áhugaleikfélaga á landinu. Á vef bandalagsins má finna link á hlaðvarpið en ætlun tvíeykisins er að halda áfram umfjöllun um leikfélögin í landinu og ástæða til að hvetja leiklistaráhugafólk að fylgjast með. Hvað er í gangi?! SAGA&MENNING Íslendingar á árum áður: Nýársvenjur & þrettándagleði Álfadans Máninn hátt á himni skín, hrímfölur og grár. Líf og tími líður og liðið er nú ár. Bregðum blysum á loft bleika lýsum grund. Glottir tungl og hrín við hrönn og hratt flýr stund. Kyndla vora hefjum hátt, horfið kveðjum ár. Dátt hér dansinn stígum, dunar ísinn grár. Komi hver sem koma vill komdu nýja ár. Dönsum dátt á svelli, dunar ísinn blár. Halldóra Harðardóttir og Arnfinnur Daníelsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.