Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 55

Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 55
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 2022 55 Í byrjun árs hafa Íslendingar almennt verið bjartsýnir og jákvæðir fyrir komandi ári, bjartsýni, gleði og ánægja skín almennt af öllum sem maður sér síðasta og fyrsta dag hvers árs. Því miður fannst mér þetta ekki vera svona í kringum síðustu áramót, baráttan við Covid-19 virðist vera að draga niður þá miklu bjartsýni og óskhyggju þjóðarinnar í böl, neikvæðni og þunglyndi. Þegar þetta er skrifað er um 5% þjóðarinnar í sóttkví eða einangrun, eða um 18.000 manns í það heila samanlagt. Í nánast öllum fjölmiðlum er orðið erfitt að finna jákvæða og gleðilega umfjöllun eða frétt sem léttir lund. Það var skrítið að verða var við að fólk tók á sig lykkju til að vera ekki nálægt hvað öðru á gamlárskvöld þegar ég gekk fram og til baka á útsýnishól í hverfinu til að sjá betur flugeldasýningu bæjarbúa og aldrei hef ég séð svona fáa faðmast og kyssast um áramót. Hræðslan við smit virðist vera að heltaka megnið af þjóðinni. Þungt yfir atvinnurekendum og áhyggjur af framhaldinu Það sem hefur áunnist er að þeir sem eru bólusettir veikjast ekki mikið og í flestum tilfellum varla að fólk leggist í rúmið. Þarna er ávinningur bólusetninganna svo greinilegur að ekki verður efast um ágæti bólusetningarinnar. Ég fékk tölvupóst á síðasta ári frá andstæðingi bólusetninga og var vændur um meðvirkni og heilaþvottsstarfsemi sóttvarnalæknis og spurður hvað ég hefði fengið miklar mútur fyrir að stunda svona skrif. Það er eðlilega þungt yfir mörgum sem reka fyrirtæki með marga starfsmenn þegar smit eru svona mörg á hverjum degi og að starfsemin sé í hættu ef upp kemur smit og þurfa að loka fyrirtækinu um tíma vegna sóttkvíar og smits meðal starfsmanna. Sem betur fer eru enn þá fáar sögur af slíku, en samt eitthvað um að það vanti allt að fjórðung starfsmanna vegna sóttkvíar. Bæði stór og smá fyrirtæki þurfa að hafa það sem kallast „plan B“, en það eru alltof margir sem hugsa ekki um þetta og lenda svo í slæmum málum ef upp kemur smit á vinnustað. Sjálfur vinn ég á um 20 manna vinnustað og teljum við okkur hafa sloppið vel að talan hafi ekki farið yfir 15% enn þá. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta getur breyst á einum sólarhring í hreinlega lokun. Sárt að geta ekki veitt þá þjónustu sem ætlast er til af fyrirtæki Þótt landinn sé neikvæður í tali, með þungar áhyggjur af framhaldinu, eru ótrúlega margir sem hugsa á gamla háttinn, „Þetta reddast!“ Eitthvað er það samt óásættanleg hugsun, það verður að hugsa starfsemina upp á nýtt. Allir starfsmenn gætu hugsanlega lent í sóttkví eða einangrun, sama hvort starfsemin er einn eða fleiri á sama stað. Í síðustu viku setti ég sjálf- an mig í hálfgerða sóttkví vegna þess að ég hafði verið nálægt smituðum einstaklingi. Þar sem ég vinn almennt einn flest mín störf þá setti ég upp nýjar vinnunálgunarreglur þannig að þegar aðstoðar var óskað varð að forðast að koma nær mér en 3 metra og að vinnu lokinni átti viðskipta- vinurinn til öryggis að setja lófana upp í loft á meðan ég kvaddi með sótthreinsispritti. Mér tókst að vinna öll verkin nema tvö, en þar var nálg- un of mikil og a.m.k. tveggja manna verk. Sennilega var það ég sem var sárastur yfir því að geta ekki unnið þau verk, fremur en þessir tveir sem þurftu aðstoðina. Er sólginn í jákvæðar og fyndnar fréttir Þrátt fyrir allt bölsýnistal reyni ég alltaf að vera jákvæður, brosa og hafa gaman af lífinu, rétt eins og Magnús Hlynur fréttamaður, sem er sí og æ að redda fréttatíma Stöðvar 2 með jákvæðum og skemmtilegum fréttum. Eitt að lokum; það vakti athygli mína á gamlársdag að mest lesna fréttin á mbl.-fréttavefnum var um mynd sem hafði birst í Morgunblaðinu sumarið 2013 sem leiddi til hjónabands. Þarna var frétt fyrir mig, jákvæð og skemmtileg, sem bar fyrirsögnina; „Mynd í Mogga leiddi til hjónabands.“ RAFGEYMAR Græjurnar þurfa að komast í gang! Rafgeymar í allar gerðir farartækja Sendum um land allt NÝTT: Vefverslun www.skorri.is Skorri ehf • Bíldshöfði 12 • 110 Rvk • 577-1515 • skorri.is ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI KROSSGÁTA Bændablaðsins Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Varahlu�r i VOLVO Vinnutæki Þaulreynd hús við Íslenskar aðstæður Z STÁLGRINDARHÚS TÖLVUPÓSTUR sala@bkhonnun . is SÍMI 571-3535 VEFFANG www .bkhonnun . is Of mikið af neikvæðum fréttum Munið svo bara, kæru vinir, að án landbúnaðar væruð þið alltaf hungruð, nakin og edrú. UPP- SPRETTUR NÖLDUR GÓL BJÁNAST KK NAFN MISSIR DEYFAST SKIPAST STRENGUR SÁRAR HRJÓSTUR BLÍNA GÆLU- NAFN ÖSKRAR GAS STOÐVIRKI AFRAKSTUR SKRÖLTA TVEIR EINS ETJA ÞRÖNGSÝN HÓTARENDUR- TEKNING TVEIR EINS SKRÆKIR NÓTA SKYNFÆRA MEGNA Í RÖÐ HÁTTUR GARÐI GERÐ SIGTA SPEKI ATORKA HINDRA SKVETTA GALGOPI ÚT ATBURÐA ÞOLDITVEIR EINS GAPA RINGUL- REIÐ KASTA SKIPULAG FARFA ROMSA AFGANGUR SNJÁLDUR UNDIR- HEIMAR TENGJA PLANTA LETUR- TÁKN TVEIR EINS TULDUR JURTA ILL Í RÖÐ KLINK TVEIR EINS ÞRÁ- BEIÐNI ÚTLISTUN FRÆGJA STEIN- VEGGURBUSL MÆLING H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 166
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.