Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 202218 LANDSJÁ Góðkunningi heimsins, Steve Jobs, sagði að sú spurning ætti alltaf að vera efst í huga, ef maður sæi fram á sinn síðasta dag, hvort það sem lægi fyrir að gera væri það sem maður vildi helst. Í mínu tilelli er svarið snúið. Mig langar hreint ekki til þess að vera að skrifa síðasta Landsýnarpistilinn í Bændablaðið og mig langar alls ekki að hætta sérfræðistörfum fyrir Bændasamtökin. Góður skóli fram undan Heildarsamtök bænda og landbúnaðurinn ganga í gegnum spennandi tíma og mér fannst ég vera á réttum stað með góðu samstarfsfólki að vinna að brýnum málefnum minnar stéttar. En pólitíkin er harður húsbóndi og hafi maður á annað borð boðið sig fram til þess að róa á þeirri galeiðu er erfitt að segja nei þegar háseti er kallaður undir árar. Hitt veit ég að störf í ráðuneyti eru besti skóli sem hægt er að fara í upp á heildarsýn yfir tilheyrandi atvinnugreinar, sem í þessu tilfelli eru sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Fyrir strák úr sveit við sjávarsíðuna er það ekki svo lítils virði. Og ekki víst að annað færi gefist á slíkum skóla. Ég hef fengið góðar óskir frá samstarfsfélögum og vinum í landbúnaðinum sem þykjast vita að ég verði þeim og greininni haukur í horni. Sem betur fer fyrir mig er stjórnarsáttmálinn nokkuð afdráttarlaus hvað varðar stefnumótun og aðgerðir sem snúast um nýsköpun og framþróun landbúnaðarins. Til þess að slá á væntingar er svo skylt að geta þess að aðstoðarmaður ráðherra er fyrst og fremst framlengdur armur hans og tengiliður milli hans, embættismanna og annarra sem við ráðherrann eiga erindi. Aðstoðarmaðurinn hefur ekkert sjálfstætt boðvald innan ráðuneytis. Sterkari byggðir og meiri þjónusta Eins og þjóðin fylgist undirritaður límdur með Verbúðinni á RÚV og ég velti fyrir mér hvaða ferlegu vinnuslys hendi Sveppa og Góa í næsta þætti. Þannig er það ekki síður spennandi að kynnast sjávarútveginum betur. Þar á að kortleggja áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og leggja fram tillögur um hvernig megi meðal annars auka samfélagslega sátt um umgjörðina í kringum fiskeríið. Þá eru næstu ár mikilvæg hvað varðar uppbyggingu í fiskeldi og þar á að móta heildstæða stefnu um uppbygginguna, umgjörðina og gjaldtökuna. Það verður margt að læra næstu misserin. En sjálfur hef ég þá trú að sjávarútvegs- og landbúnaðargreinarnar séu ekki nægjanlegar einar og sér til þess að tryggja byggða- og íbúaþróun á landsbyggðinni. Breikka þurfi grunninn með nýsköpun og fleiri stoðum undir fjölbreyttu mannlífi. Þær eru nauðsynleg kjölfesta en ekki nægjanlegar til að snúa við blaðinu. Þróun beggja þessara greina er til meiri afkasta og framleiðni svo að fyrirsjáanlegt er að störfum haldi áfram að fækka í þeim greinum. Svo aftur sé vikið að Verbúðinni þá er það í sjálfu sér ágætt að mannshöndin fjarlægist afputtunarvélunum eins og þær voru kallaðar af góðum manni á Vopnafirði. Þessar greinar þurfa að taka þátt í samtali og stefnumótun um hvernig það verður gert eftirsóknarvert að búa og starfa í sjávarbyggðum eða í sveitum. Bændur eru sterkari saman Það verður að segjast eins og er að það fylgir því ákveðinn tregi að hætta að vinna í Bændahöllinni, vitandi það að húsið sé selt og Bændasamtökin muni á einhverjum tímapunkti flytja sig um set á nýja starfsstöð. Það myndi vanta í mig alla sögulega vitund ef svo væri ekki. En þar með eru síður en svo sögulok, félagasamtök bænda eiga sögu aftur til ársins 1837 og verða því 185 ára 28. janúar næstkomandi. Þetta ár er fyrsta heila starfsár sameinaðra Bændasamtaka. Hvernig sú saga fer hefur ekkert að gera með gamla steypu heldur allt að gera með það hversu vel það tekst til að sameina krafta bænda í nýjum samtökum. Til þess þurfa sem flestir að skrá sig til leiks og taka þátt í þeirri nýju sögu. Félagasamtök bænda hafa ekki lifað í tæp tvö hundruð ár á loftinu einu saman, heldur hafa þau lifað af á félagsvitundinni og samstöðunni. Ég óska öllum mínum fyrrum samstarfsfélögum alls hins besta í starfinu og bændum sömuleiðis. Kári Gautason Kaflaskil en engin sögulok Kári Gautason. FRÉTTIR „Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í sveitarfélaginu verði um eitt þúsund talsins í upphafi ársins 2026, segir Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri í Hörgársveit. Nú í upphafi árs voru íbúar rétt yfir 700. Fjöldi nýrra íbúa hefur sest að í sveitarfélaginu í nýju hverfi á Lónsbakka undanfarin ár en þar er verið að bæta við lóðum undir íbúðir. Lónsbakkahverfið, sem stendur við suðurmörk Hörgársveitar næst Akureyri, hefur verið að byggjast hratt upp síðastliðin tvö ár. Fyrir voru tvær götur, Skógarhlíð og Birkihlíð, þar sem búa um 100 manns, en frá því framkvæmdir hófust við tvær götur til viðbótar, Reynihlíð og Víðihlíð, á fyrrihluta ársins 2019, hefur íbúatalan nánast tvöfaldast. Byggðar hafa verið alls 37 íbúðir í hverfinu, sem þegar er flutt inn í, og eru íbúarnir 95 talsins. Snorri segir að 32 íbúðir séu í byggingu nú og gert ráð fyrir að flutt verði inn í þær flestar á þessu ári. „Við búumst svo við að hafin verði bygging á 28 íbúðum til viðbótar á þessu ári og næsta og inn í þær verði flutt á næsta og þarnæsta ári,“ segir hann. Þá hefur að auki verið úthlutað 4 lóðum fyrir 16 íbúðir sem gera má ráð fyrir að flutt verði í árið 2024. „Það verða í allt um 112 nýjar íbúðir við þessar tvær nýju götur og við teljum að íbúar þar verði í allt um 300 talsins. Þeir bætast við þá 100 sem búa í eldra húsnæði við Lónsbakka. Hugmyndir um uppbyggingu á gamla íþróttavellinum Kynntar hafa verið hugmyndir um uppbyggingu á nýju svæði norðan við það sem fyrir er, á gamla Dags- brúnarvellinum. „Við höfum verið að skoða hvaða möguleikar eru fyrir hendi með stækkun á Lónsbakkahverfinu á því landi sem sveitarfélagið hefur til umráða. Það skipulag er stutt á veg komið og margs konar óleyst úrlausnarefni fyrir hendi,“ segir Snorri og nefnir m.a. samtvinnun við leikskólann Álfastein og svæðið í kringum hann sem flétt- ar inn í svæðið við íþróttavöllinn. Hugsanleg breyting á legu Þjóðvegar 1 spilar líka inn í dæmið, en ýmsar hugmyndir um tilfærslu hans hafa verið viðraðar. „Við erum nokkuð ákaft að ýta á Vegagerðina að koma fram með einhverjar opinberar tillögur varð- andi framtíðarvegstæði á þessum slóðum.“ Að auki þarf að huga að fráveitumálum og aðgengi að íbúða- byggðinni, hvort sem þjóðvegurinn verður færður til eða ekki. „Þetta svæði á íþróttavellinum býður upp á möguleika til stækk- unar, en staðan er enn svolítið óskýr á meðan við bíðum svara frá Vegagerðinni um þjóðveginn,“ segir Snorri. Möguleiki að opnast á að byggja við Lónsá Þá segir hann að eigandi gistiheimilisins Lónsár hafi ákveðið að hætta sinni starfsemi og óskað eftir að skipta landi sínu upp, þannig að þar gæti myndast svæði undir örfá íbúðarhús, auk svæðis fyrir verslun eða þjónustu. „Við erum líka með þetta í frumskoðun og ekki hægt að segja nú hvað verður,“ segir hann. Allir möguleikar sé skoðaðir til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum í sveitarfélaginu. Þá er einnig horft til þess að Húsasmiðjan muni senn flytja sína starfsemi frá Lónsbakka fljótlega. Ekki sé á þessari stundu vitað hvað um það húsnæði verður. Auk þess sem myndarlegt íbúðahverfi er að rísa við Lónsbakka um þessar mundir standa yfir framkvæmdir við einbýlishúsahverfi í Hagabyggð við Glæsibæ. Þar eru nú þegar skipulagðar 17 lóðir og flestar þeirra seldar. Áhugi eigenda er á því að bæta þar við 13 lóðum og skipulagsvinna á því í frumvinnslu. Snorri segir að fullbyggt hverfi þarna verði með um 70 íbúum. Mikil bjartsýni ríkir með þessa íbúafjölgun og margar áskoranir eru fram undan í uppbyggingu innviða til að taka sem best á móti nýjum íbúum sem við tökum öllum fagn- andi, segir Snorri. Á árinu 2022 er ráðgert að halda áfram með stækkun leik- skólans Álfasteins sem og að hefja endurbyggingu í Þelamerkurskóla með það að markmiði að taka heimavistarálmu skólans í notkun sem kennsluhúsnæði. Framkvæmdakostnaður þessa árs verður sá mesti í mjög langan tíma og er áætlaður vel á þriðja hundrað milljónir. Í allri þessari uppbyggingu er nauðsynlegt að fjárhagurinn sé traustur og hefur reksturinn gengið vel þrátt fyrir heimsfaraldur og erf- iða tíma. Góð afkoma hefur orðið til þess að hægt er að fara í krefj- andi framkvæmdir og skuldir lágar sem hjálpar til þegar fjármagn þarf til framkvæmda án þess að setja sveitarfélagið í erfiða skuldastöðu. /MÞÞ Mikil uppbygging í gangi í Hörgársveit: Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum Kortið sýnir Lónsbakkahverfið. Bleika svæðið lengst til vinstri er land gistiheimilisins Lónsár og tjaldsvæði sem þar hefur verið rekið, sem hjólhýsa- og húsbílafólk hefur nýtt sér mikið á undanförnum árum. Nú hyggst eigandinn hætta þeim rekstri og þar mun þá verða til byggingaland. Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri í Hörgársveit. Myndir / MÞÞ Lónsbakkahverfið sem stendur við suðurmörk Hörgársveitar næst Akureyri hefur verið að byggjast hratt upp síðastliðin tvö ár. Gera má ráð fyrir að þar verði um 300 íbúar í allt innan fárra ára. Byggingaframkvæmdir standa yfir við 32 íbúðir um þessar mundir og 28 verður bætt við bráðlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.