Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 202220 Kínverjar virðast smám saman vera að ná forskoti við að virkja kjarnasamrunaorku. Nýjasta fréttin af afrekum þeirra á þessu sviði birtist í kínverska ríkisfjöl- miðlinum Xinhua News Agency fimmtudaginn 30. desember. Í fréttinni segir að kjarna­ samrunakljúfur í Kína hafi sett nýtt met í að halda stöðugum við­ varandi háum hita í plasma sem var fimm sinnum heitari en sólin í 17,6 mínútur, eða í 1.056 sekúndur. Kjarna samrunaofninn Experimental Advanced Superconducting Tokamak (EAST), líka kallaður „counterfeit sun“ eða gervisól, náði hitastigi upp á 70 milljón gráður á Celsíus meðan á tilraununum stóð, samkvæmt frétt Xinhua News Agency. Þetta er sagður sjö sinnum meiri hiti en er á sólinni. Endanlegt markmið þróunar gervisólar er að skila nær takmarkalausri hreinni orku með því að líkja eftir náttúrulegum fyrirbærum sem eiga sér stað inni í stjörnum við samruna vetniseinda. „Nýleg aðgerð leggur traustan vísindalegan og tilraunagrundvöll að rekstri kjarnasamruna,“ sagði Gong Xianzu, vísindamaður við Plasma Physics Institute of the Chinese Academy of Sciences, sem leiddi nýjustu tilraunina, við Xinhua. EAST verkefnið hefur þegar kostað Kína meira en 700 milljarða punda samkvæmt frétt Independent. Lin Boquiang, umsjónarmaður fyrir orkuhagfræðirannsóknir við Xiamen háskólann, bendir þó á að það muni taka mjög langan tíma áður en starfhæfur kjarnasamrunaofn verði til úr þessum prófunum. Merkur áfangi náðist á síðasta sumri Í júní 2021 tókst kínverskum vísinda­ mönnum að líkja eftir orkumyndun sólarinnar og settu þá nýtt met. Náðu þeir þá að halda 120 milljón gráðu hita á Celsíus í segulsviði í 101 sek­ úndu. Það var 20 sekúndum lengur en áður hafði tekist. Sömuleiðis tókst að koma hámarkshita upp í 160 milljón gráður á Celsíus, sem er meira en tífalt meiri hiti en á sólinni. Þetta afrek kínverskra vísindamanna var talið gríðarlega mikilvægt skref í vegferð kínversku þjóðarinnar í átt að nýtingu á hreinni og takmarkalausri orku, sem skilur ekki eftir sig geislavirk úrgangsefni eins og verður til við kjarnaklofnun í kjarnorkuverum. Nú, aðeins hálfu ári seinna, hefur Kínverjum tekist á ná enn betri árangri. Hvað sem því líður telja margir sérfræðingar að enn sé langt í land í að tilraunum sem skila nothæfum árangri ljúki í Kína. Taka þátt í ITER-verkefninu í Frakklandi Kjarnasamrunateymið í Kína mun einnig veita tæknilega aðstoð við annað stórverkefni kjarnasamruna­ orku sem nú er verið að smíða í Marseille í Frakklandi, en verkefnið hófst þar 2005. Það er International Thermonuclear Experimental Reactor, eða ITER, sem verður stærsti kjarnasamrunaofn heims þegar hann verður fullgerður. Hefja á tilraunir við að búa til ofurheitan kjarnasamrunaplasma í ofninum árið 2025. Í ITER á að vera hægt að framleiða 500 megawatta orku með kjarnasamruna þar sem einungis 50 megawatta orka fer til framleiðsl­ unnar. Þar taka Kínverjar fullan þátt ásamt Rússlandi, Bandaríkjunum, Japan, Indlandi, Suður­Kóreu og Evrópusambandinu. Þessi risastóri kjarnasamrunaofn verður 23.000 tonn. Bretar bjartsýnir og ætla líka að virkja kjarnasamrunaorku Bretar hafa verið í sérstakri stöðu við þetta ITER verkefni eftir útgönguna úr ESB. Þeir ætla samt einnig að reisa kjarnorkusamrunaorkuver sem á að verða hluti af „grænni iðnbyltingu“. Tilkynnt var um það í nóvember að verið væri að skoða fimm staðsetn­ ingar fyrir slíkt verkefni, sem nefnt hefur verið „Spherical Tokamak for Energy Production“, eða STEP. Verkefnið miðar að því að frum­ gerð verði smíðuð 2024 og verður hún mun minni og ódýrari í sniðum en hefðbundnir Tokamak ofnar og allt að 100 sinnum minni en ITER í Frakklandi. Í framhaldinu á kjarnasamruna­ orkuver að fara að skila orku til heimila fólks í Bretlandi um eða upp úr 2040, samkvæmt heimasíðu STEP verkefnisins. Kjarnasamrunaofn Breta byggir á sömu grunnhugmynd og Tokamak ofnarnir í Kína og Frakklandi, fyrir utan að þeir eru hringlaga en ekki eins og kleinuhringir í laginu. Með hringlaga ofni telja breskir vísinda­ menn að auðveldara verði að ná fram meiri skilvirkni segulsviðsins sem halda á ofurheitum plasmanum stöð­ ugum án þess að hann snerti veggi ofnsins. Fleiri útgáfur af Tokamak ofnum hafa verið kynntar, eins og laser­ knúinn kjarnasamrunaofn Lockheed Martin í Bandaríkjunum. Góður árangur í hönnun ofurleiðara Þann 19. desember síðastliðinn kynnti háskólinn í Twente (UT) í Hollandi að rannsóknarteymi hans hafi náð merkum áfanga í þróun kjarnasamrunaofna með hönnun á snjöllu, öflugu og ofurleiðandi köðlum. Geta þeir skapað ótrú­ lega sterkt segulsvið til að stjórna mjög heitu, orkumyndandi plasma og leggur grunninn að skilvirkum kjarnasamruna. Eru kaplarnir færir um að standast gríðarlega krafta inni í kjarnaofninum í mjög langan tíma. Aukinn endingartími ofurleiðara og bætt stjórn á plasmanum er sögð FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is með bjartsýnisbústi frá Kína ITER kjarnasamrunaorkuverið sem verið er að reisa í Marseille í Frakklandi, Mynd / ITER Á þessari mynd sést að ofninn í ITER orkuverinu er engin smásmíði. Kjarnasamrunaofn Kínverja, Experimental Advanced Superconducting Tokamak (EAST). Myndir / Chinese Academy of Sciences Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um smíði kjarnasamrunaofna eins og þessi frá bandaríska fyrirtækinu Lockheed Martin. Skýringarmynd af kjarnasamruna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.