Bændablaðið - 24.02.2022, Page 1

Bændablaðið - 24.02.2022, Page 1
4. tölublað 2022 ▯ Fimmtudagur 24. febrúar ▯ Blað nr. 605 ▯ 28. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Íslenskir ávaxtabændur á Kanaríeyjum senda ferskar lárperur heim – Nýta sér ferðamannaloftbrúna milli fróns og eyja Um tonn af ferskum lárperum er flutt inn hingað til lands beint frá Kanaríeyjum í viku hverri. Hafsteinn Helgi Halldórsson ávaxtabóndi segir kjörið að efla enn betur tengingar milli eyjaklasans og Íslands, enda njóti bragðlaukar Íslendinga afar góðs af styttri flutningsleiðum á ferskum ávöxtum. Fersk lárpera (avókadó) frá Kanaríeyjum er nú á boðstólum í verslunum Krónunnar. Innflutn­ ingurinn er í höndum Hafsteins Helga og konu hans, Guðrúnar Öglu Egilsdóttur, sem búa hluta árs á eyj­ unni La Palma. Þar stunda þau líf­ ræna ræktun á tveggja hektara landi sínu og hyggjast framleiða ávexti ætlaða fyrir íslenskan markað. „Maður vill borða ávexti sem næst upprunastaðnum. Það er mikilvægt fyrir næringargildi og þau gæði sem ávöxturinn hefur upp á að bjóða. Þar sem um miklu styttri vegalengd er að ræða þá eru lárperurnar margfalt bragðbetri. Þau eru smjörmjúk og algjör undantekning á að þau verði svört að innan. Það er svo margt sem á sér stað síðustu viku og dagana í þroskaferli ávaxtanna og því er mikilvægt að þau fái að þroskast á trjánum. Þá myndast góða bragðið sem við sækjumst eftir. Við höfum klippt lárperur af trjánum hér um morguninn og þau verið komin til Íslands seinni part sama dags.“ Ísland sem níunda Kanaríeyjan Ákveðin loftbrú hefur myndast milli Íslands og Tenerife enda þykir mörgum eftirsóknarvert að dvelja þar syðra, sérstaklega yfir köldustu vetrarmánuðina. „Við tryggðum okkur smá pláss í reglubundnu farþegaflugi fyrir vörurnar okkar. Meðan verið er að ferja þúsundir manna til og frá Íslandi má um leið efla tenginguna á annan hátt, enda eigum við margt sameiginlegt, s.s. stórbrotna náttúru, svarta sanda og spóana sem spóka sig hérna og heima. Ég segi oft að Ísland sé níunda Kanaríeyjan,“ segir Hafsteinn. Sjálf eru þau með um 400 lárperutré í ræktun á landinu sínu sem Hafsteini reiknast til að gætu gefið um 20.000 kíló af avókadó á ári. Sandstormur, skógareldar og kunnugt eldgos hefur þó leitt af sér minni uppskeru í ár en vænta mátti svo Hafsteinn og Agla tóku upp á því að safna lárperum frá nágranna­ bændum sínum og á næstu eyjum til að anna eftirspurn Íslendinga eftir þessum vinsæla ávexti. Lárperutímabilið spannar í venju­ legu árferði frá október til mars og hyggur Hafsteinn á að geta sent um tonn af avókadó á frón vikulega. Þá tekur við sumarvertíðin sem kallar á aðrar afurðir. „Hér erum við að rækta lífrænt papaya og kanaríska platanó, sem eru litlir og sætir ávextir, skyldir banana, sem verða vonandi komnir í búðir í maí,“ segir Hafsteinn. /ghp Trevor Warmedahl í heimsókn í fjósi Rjómabúsins á Erpsstöðum. Hann er bandarískur áhuga- og fræðimaður um osta og hefðina að búa til osta. Hefur hann undanfarin ár ferðast um heiminn og kynnt sér ostagerð smærri framleiðenda og heimagerð á ostum á býlum. Warmedahl var staddur hér á landi fyrir stuttu í boði Eirnýjar Óskar Sigurðardóttur, ostasérfræðings sem rak Búrið í tíu ár. – Sjá nánar á bls. 30–31. Mynd / Eirný Ósk Sigurðardóttir „Við höfum klippt lárperur af trjánum hér um morguninn og þær verið komnar til Íslands seinnipart sama dags,“ segir Hafsteinn Helgi meðal annars en uppskeruna má finna þessa dagana í Krónunni. Mynd / Aðsend Gróðurhús urðu illa úti í ofsa­ veðri sem gekk yfir landið á mánudagskvöld. Um 2.000 fm húsnæði garðyrkju stöðvarinnar Jarðar­ berjalands í Biskups tungum eyði ­ lagðist og með því 18.200 jarðar­ berjaplöntur sem voru í ræktun. Ljóst er að ræktunarár stöðv arinnar er fyrir bí. „Það munu engin ber koma héðan út þetta ár og fram á mitt næsta ár að minnsta kosti,“ segir Hólmfríður Geirsdóttir. Þá er stór hluti 1.800 fm rækt ­ unar húsa trjáplöntu fram leið andans Kvistabæ í Reyk holti ónothæfur eftir að plast rifnaði af gróðurhúsum ræktunar stöðvarinnar. „Við stefndum á að rækta um 2,5 milljón plöntur en úr þessu verður framleiðslan varla helm­ ingurinn af því,“ segir Aldís Björk Sigurðardóttir. Gróðrarstöðin Ártangi í Gríms­ nesi varð einnig illa úti þegar rúðubrotum rigndi yfir afurðir og má því búast við takmörkuðu fram­ boði af kryddjurtum frá Ártanga næstu vikunnar. /ghp – Sjá nánar á bls. 2 Stórtjón í illviðri Flestir gullsmiðir voru bændur 3228 Styrkja þarf rekstrarafkomu matvælaframleiðenda 10 Fjárborg frístundabænda hefur lifað góðu lífi í Reykjavík í rúma hálfa öld

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.