Bændablaðið - 24.02.2022, Qupperneq 8

Bændablaðið - 24.02.2022, Qupperneq 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 20228 FRÉTTIR | S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s | | B æ j a r f l ö t 9 | 1 1 2 R e y k j a v í k | S í m i : 5 8 8 6 6 4 0 | Límtré-Timbureiningar Stálgrind Yleiningar PIR Steinull Snjótroðarasöfnun Skógræktarfélags Eyfirðinga gekk vel: Útivist og lýðheilsa gríðar- mikilvæg skógarafurð „Það má alveg orða það svo að þessi söfnun hafi verið ævintýri líkust,“ segir Ingólfur Jóhannesson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, en söfnun fyrir nýjum snjótroðara félagsins lauk í gær og höfðu þá safnast vel yfir 40 milljónir króna. Söfnunin hefur staðið yfir í eitt ár, frá því í febrúar í fyrra. Markmiðið var að safna 35 millj- ónum, „sem er náttúrlega klikkað,“ segir hann, en markinu var náð í nóvember síðastliðnum. Troðarinn sjálfur kostar 35 milljónir króna og það sem umfram er verður nýtt til að bæta aðstöðuna og hýsa gripinn. Ingólfur segir skógræktarfólk þakklátt fyrir góð viðbrögð. „Það var einstakt að upplifa jákvæðnina og ungmennafélagsandann sem sveif yfir vötnum, einstaklingar, fyrir- tæki, félagasamtök og sveitarfélög hér á svæðinu lögðu hönd á plóg til að tryggja þetta mikilvæga samfé- lagsverkefni. Stjórnarfólk í félaginu lagði líka af mörkum mikla vinna við undirbúning og að framfylgja þessu verkefni og þá vinnu inntu þau af hendi með stóru hjarta.“ Félagið mun næsta sumar fá heim á hlað snjótroðara af gerðinni Pisten Bully, en hann er búinn öllum þeim besta búnaði sem hentar við norðlenskar aðstæður og segir Ingólfur hann verða mikla búbót. Sprenging í gönguskíðaiðkun „Útivist og lýðheilsa er orðin gríðarmikilvæg skógarafurð og við höfum undanfarin ár upplifað sannkallaða sprengingu í gönguskíðaiðkun. Almenningur er afar meðvitaður um gildi hreyfingar, margir eru með þar til gerð úr á úlnliðnum sem skammtar lágmarkshreyfiþörf og lætur vita ef henni er ekki sinnt,“ segir hann. Stígar sem starfsmenn Skógræktarfélagsins troða þjóna breiðum hópi göngu-, skíða- og hjólafólki, hundaeigendur nýta stígana og þá segir Ingólfur að æ fleiri ferðamenn leggi leið sína í Kjarnaskóg og taka góða gönguferð í fallegu umhverfi. „Skógurinn heldur svo utan um allt saman, veitir skjól og skapar kjöraðstæður til útivistar. Til að mynda er ekki óalgengt í norðlenskum snjóavetri að í Kjarnaskógi séu um 60 dagar þar sem góða aðstæður eru til útivistar innan skógar þó ekki sé hundi út sigandi utan hans, það eitt og sér er gríðar mikils virði,“ segir hann. Skíðabraut frá Kjarna í Hrafnagil Vissulega segir hann að mikil vinna fylgi auknum gestakomum í skóg- inn, halda þarf bílastæðum opnum, sinna snyrtingunum og troða leiðir svo hægt sé að taka á móti fólki. „Við erum líka endalaust að bæta við leiðum sem við troðum og sinnum, einfaldlega til að rúma æ fleiri gesti sem sækja okkur heim,“ segir Ingólfur, en nú eftir áramót hafa starfsmenn bætt við og troðið um 10 kílómetra langa skíðabraut á jafnsléttu meðfram malbikuðum úti- vistarstíg sem liggur frá Kjarnaskógi að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. „Sá stígur er ótrúlegt útivistar kombó og ætti að vera fyrirmynd við hönnun útivistarstíga almennt, en þann stíg nýta þeir sem eru hjólandi og gang- andi og til hliðar líður skíðafólkið um á snjóbrautinni. Á góðviðrisdögum er margt um manninn, hundruð manna á ferðinni og mannlífið blómstrar.“ /MÞÞ Aðalsteinn Hallgrímsson, bústjóri hjá Garðsbúinu í Eyjafirði, ásamt Ingólfi Jóhannessyni, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Eyfirðinga, unnu að því að ryðja útivistarstíginn í Eyjafjarðarsveit. Þess má geta að Aðalsteinn innti þessa vinnu af hendi án endurgjalds. Mynd / Jónas Útivistarstígurinn í Eyjafjarðarsveit í fallegri vetrarsól. Mynd / Sigríður Hrefna Pálsdóttir Bílastæði sem Hvammsbændur, landeigendur við stíginn, útbjuggu að eigin frumkvæði á eigin kostnað og hafa sömuleiðis mokað á vetrum til hagsbóta fyrir notendur. Mynd / Ingólfur Jóhannesson Snjótroðari Skógræktarfélags Eyfirðinga hefur reynst vel við að ryðja stíga. Mynd / Ingólfur Jóhannesson Beint flug er á ný hafið á milli Amsterdam í Hollandi og Akureyrar. Flugfélagið Transavia annast flugið fyrir ferðaskrifstofuna Voigt Travel. Alls verða ferðirnar 10 nú í vetur og þráðurinn tekinn upp á ný í sumar. Mynd / MN Beint flug á ný milli Akureyrar og Amsterdam: Góð innspýting í norðlenska ferðaþjónustu Beint flug er á ný hafið á milli Amsterdam í Hollandi og Akureyrar og hafa tvær vélar á vegum Voigt Travel lent á Akureyrarvelli. Flogið verður á föstudögum og mánudögum næstu vikur, en samtals verða 10 flugferðir á þessum legg. Flogið er frá Amsterdam í Hollandi, en flugfélagið Transavia annast flugið. Voigt Travel hóf leiguflug til Akureyrar sumarið 2019 og var einnig með flugferðir í febrúar og mars 2020. Strax eftir að því flugi lauk skall heimsfaraldurinn á og hafa flugferðir á vegum ferðaskrifstofunnar legið niðri síðan. Nú er Voigt Travel hins vegar að taka upp þráðinn og mun bjóða upp á flugferðir tvisvar í viku í vetur, sem og vikulegt flug næsta sumar. Er þetta í samræmi við áætlanir ferðaskrifstofunnar um að fjölga farþegum á þeirra vegum í beinu flugi til Norðurlands, að því er fram kemur í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands. Forsendur til ferðalaga Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66N, segir það ánægjulegt að ferðaskrifstofan bjóði á ný upp á leiguflug beint til Norðurlands. „Heimsfaraldurinn stöðvaði starfsemina tímabundið, en nú eru aftur forsendur til ferðalaga. Samstarfið við Voigt Travel hefur frá upphafi verið mjög gott og frábært að sjá leiguflugið fara aftur af stað. Voigt Travel hefur mikla trú á Norðurlandi sem áfangastað og vill halda áfram að fjölga hér gestum á þeirra vegum.“ Jákvæðar fréttar sem ferðaþjónustan þarf á að halda Arnheiður Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, tekur í sama streng: „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi að þessar flugferðir séu komnar aftur af stað. Bæði fyrir fyrirtækin sem hafa beinan ágóða af komu þessara ferða- manna, en líka fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni. Eftir langvarandi nei- kvæð áhrif heimsfaraldursins eru þetta jákvæðar fréttir sem fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa á að halda. Þetta hvetur okkur öll sem störfum í greininni til að líta björtum augum til framtíðar.“ Leiguflug Voigt Travel gefur einnig ferðaþyrstum Norðlendingum tækifæri til að skreppa út fyrir landsteinana. Enn er hægt að tryggja sér miða til Amsterdam, en Ferðaskrifstofa Akureyrar annast sölu á ferðum út. /MÞÞ Hólaskóli sækir um í styrktarsjóð Evrópusambandsins Háskólinn á Hólum undirbýr nú í samstarfi við átta evrópska háskóla og rannsóknastofnanir umsókn í Horizon 2020 styrktar­ sjóð Evrópusambandsins. Verkefnið lýtur að ferskvatns- fiskeldi á nokkrum völdum stöðum í Evrópu þar sem sjálfbærni (efnahagur, samfélag, umhverfi og menning) eru í forgrunni. Ákveðið hefur verið að beita tilviksrannsókn (case study) og var ákveðið að á Íslandi væri fiskeldið í Skaftárhreppi kjörið til þess. Því hefur verið óskað eftir því að sveitarfélagið verði tilgreint í umsókninni sem samstarfsaðili. Það hefur sveitarstjórn samþykkt um leið og verkefninu er fagnað. /MHH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.