Bændablaðið - 24.02.2022, Side 13

Bændablaðið - 24.02.2022, Side 13
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 2022 13 Þrennar kosningar voru um liðna helgi þar sem kosið var um sameiningar sveitarfélaga. Ein tillaga var felld en tvær samþykktar. Blönduósbær og Húnavatnshreppur sameinast Íbúar Blönduósbæjar og Húna­ vatnshrepps samþykktu sameiningu. Kjörsókn í Blönduósbæ var um 65%, 411 greiddu atkvæði. Mikill meirihluti, 400 manns, eða yfir 97%, sagði já við sameiningu en 9 svöruðu neitandi, eða 2,2%. Í Húnavatnshreppi kusu 250 manns, tæplega 83% og niðurstaðan var sú að 152, eða tæplega 61%, sagði já, 92 sögðu nei, eða um 37%. Eitt sveitarfélag í Skagafirði Íbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykktu sameiningu sveitar félaganna tveggja. Sveitar­ stjórn sameinaðs sveitar félags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi 15 dögum síðar, segir á vef­ síðunni skagfirðingur.is. Kjörsókn í Akrahreppi var góð, um 87% kusu eða 135 manns af 156 sem voru á kjörskrá. Já sögðu 84, nei­in voru 51. Kjörsókn í Sveitarfélaginu Skagafirði var lakari, 35,5%, 2.961 var á kjörskrá en 1.022 atkvæði voru greidd. Alls sögðu 961 já og 54 nei. Ekki sameining á Snæfellsnesi Þá var kosið um sameiningu Eyja­ og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar síðastliðinn laugardag. Í Eyja­ og Miklaholtshreppi var kjörsókn 74,6 prósent. Alls greiddu 62 atkvæði, en 83 voru á kjörskrá. Já sögðu 20 manns en nei 41. Í Snæfellsbæ var kjörsókn 35%, 412 atkvæði voru greidd en 1.174 voru á kjörskrá. Mjótt var á munum, 207 vildu sam­ einingu en 201 var á móti. Tillagan er því felld og verður ekki af sam­ einingu Snæfellsbæjar og Eyja­ og Miklaholtshrepps. /MÞÞ LANDSINS MESTA ÚRVAL AF SÁÐVÖRU Sáðvara fyrir íslenskar aðstæður! BYGG ARILD tvíraða bygg Snemmþroska og uppskerumikið norskt yrki ERTUR MATILDA ertur Uppskerumiklar ertur til fóðurs og manneldis NÝTT NITURBINDANDI NÝTT Kynntu þér sáðvöruúrvalið í nýjum sáðvörulista Líflands og leitaðu til sölumanna okkar með þínar fræþarfir www.lifland.is/sadvara Notaðu myndavélina á símanum og skannaðu QR kóðann til að skoða nýja sáðvörulistann okkar sem er fullur af nýjungum! Sala og ráðgjöf Sími 540 1100 www.lifland.is lifland@lifland.is Reykjavík Lyngháls 3 Akureyri Óseyri 1 Borgarnes Digranesgata 6 Blönduós Efstabraut 1 Hvolsvöllur Ormsvöllur 5 GRASFRÆBLÖNDUR Ísáningarblanda Kraftmiklir stofnar af vallarfox- grasi og vallarrýgresi til ísáningar í nýlega ræktun Vallarfoxblanda Fjórir sterkir vallarfoxgrasstofnar fyrir kröfuharða SMÁRAR Forsmitað smárafræ Við spörum þér umstangið og bjóðum nú eingöngu smithúðað smárafræ. Næringarefni og Rhizobium smit tryggja aukinn árangur. NITURBINDANDI NÝTT NÝTT NÝTT Kosið um sameiningu á þremur stöðum um liðna helgi: Ein tillaga felld en tvær samþykkar Íslenskur talgervill Athyglisverðum áfanga var náð nýlega þegar talgervli á íslensku var bætt við Microsoft Edge vafrann. Það þykir einstaklega góður árangur fyrir ekki stærra tungumál og stór varða í áætlun um máltækni fyrir íslensku. Íslenski talgervillinn hjá Microsoft kemur í kjölfar samstarfs Almannaróms, miðstöðvar um máltækni, og rannsóknar­ og þróunarhópsins SÍM við fyrirtækið. Talgervillinn les upp íslenskan texta á þeim síðum sem notendur opna í Microsoft Edge vafranum. Til að fá íslenskan lestur á Microsoft Edge vafranum fara notendur á þá vefsíðu sem þeir vilja heimsækja í vafranum, smella á Tools og möguleikann Read Aloud. Efst í hægra horni kemur valmöguleiki þar sem hægt er að velja íslensku, með því að smella á nafnið Gudrun í flettiglugga (Voice Options). „Þessi þjónusta gagnast fjölda hópa og má þar meðal annars nefna nemendur sem kjósa að hlusta á námsefni, blinda og sjónskerta. Fyrir utan aukið aðgengi að upplýsingum á netinu fyrir alla hópa, geta þeir sem vilja bæta sjálfvirkum upplestri eða talsvörun við sín kerfi samþætt talgervingu við sinn hugbúnað,“ segir m.a. í tilkynningu. /MHH

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.