Bændablaðið - 24.02.2022, Qupperneq 14

Bændablaðið - 24.02.2022, Qupperneq 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 202214 „Tækifærin eru næg í Fljótsdal, möguleikarnir byggjast á sterkri hefð og sögu um sjálfbærni og sjálfsbjargarviðleitni. Það er ómetanlegt veganesti fyrir alla þá sem vilja láta til sín taka í sveitarfélaginu,“ segir Helgi Gíslason, sveitarstjóri í Fljótsdalshreppi, þar sem mikil uppbygging er nú í gangi. Helgi segir að íbúar hafi nú hin síðari ár sýnt í verki að efling byggðar í Fljótsdal sé þeim hjartans mál, en þessi misserin er unnið við byggingu níu nýbygginga í sveitinni. Um er að ræða íbúðarhús, sumarbústaði, skemmur, hótel og þjónustuhús. Að auki er verið að endurbyggja tvö gömul og glæsileg íbúðarhús í sveitarfélaginu en í þeim hefur ekki verið búið í áratugi. „Fyrst og síðast eru þetta íbúarnir sjálfir sem standa í þessum framkvæmdum, en við erum um það bil eitt hundrað talsins svo geri aðrir betur,“ segir Helgi. Viljum þróast og dafna um ókomna tíð Hann nefndi að uppi séu áform um að byggja upp byggðakjarna í sveitarfélaginu en enginn slíkur er fyrir hendi. „Þetta er alveg einstakt verkefni, en markmið okkar er að byggja upp stað þar sem íbúar munu njóta hvort tveggja þéttbýlis og dreifbýlis. Samfélagið á Fljótsdal er með þessu móti að mæta kröfum nútímans og sýna í verki vilja sinn til að vaxa, þróast og dafna um ókomna tíð.“ Þekkjum ekki togstreitu milli skóg- og sauðfjárræktar Helgi nefnir að rík hefð sé fyrir skógrækt í sveitarfélaginu, en Fljótsdælingar hófu fyrstir bænda nytjaskógrækt á bújörðum sínum hér á landi árið 1970. Sú framsýni geri að verkum að binding koltvíoxíðs sé meiri en losun þess í sveitarfélaginu. „Skógrækt hér um slóðir þykir jafnsjálfsögð búgrein að stunda og aðrar landbúnaðargreinar til sveita. Ég get nefnt Valþjófsstaðabændur sem ganga til verka við gjöf í fjárhúsum að morgni dags og síðan er keðjusögin tekin og unnið í skóginum við grisjun. Þessi gamla togstreita sem var á milli sauðfjárræktar og skógræktar er eitthvað sem við Fljótsdælingar lesum um í blöðunum og er okkur frekar óskiljanleg og eiginlega meira til skemmtunar. Tala nú ekki um þegar málsmetandi fólk af norskum uppruna fer að fjargviðrast út af ætterni nytjaplantna í landbúnaði, tja ... þá er efniviðurinn kominn fyrir þorrablótið.“ Helgi segir atvinnulíf í Fljótsdal fjölbreytt, landbúnaður er stundaður af kappi svo sem vera ber. Skógarafurðir er félag á Víðivöllum sem vinnur úr afurðum skógarins, á Egilsstöðum er félagið Sauðagull þar sem unninn er varningur úr sauðamjólk og þá er starfandi félagið Hel Fjallahjólaleiðir sem býður upp á áhugaverðar hjólaferðir um svæðið. Fljótsdalsstöð starfar innan sveitar félagsins, Vatnajökuls­ þjóð garður og Gunnarsstofnun sömu leiðis. Þar er starfandi jarðvegs verktaki og vísir er að bifreiða verkstæði sem þjónustar ferðamenn, en í Fljótsdal hefur ferðaþjónustu vaxið fiskur um hrygg á liðnum árum. /MÞÞ FRÉTTIR Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is VATNSVÉLAR, KRANAR OG BRUNNAR FYRIR FYRIRTÆKI OG STOFNANIR SVALAÐU ÞORSTANUM J Class Top Lítil og nett vatnsvél • Kalt vatn • Sódavatn • Vatn við stofuhita Hi class Top 30 Falleg hönnun • Kalt vatn • Sódavatn • Vatn við stofuhita Pro Stream krani • Hett vatn í t.d. te • Kalt vatn • Sódavatn Vatnsbrunnar Vandaðir stand- eða veggbrunnar fyrir mismunandi rými Nánari upplýsingar veitir sölufólk okkar í síma 580 3900 Efling byggðar í Fljótsdal er íbúunum hjartans mál: Unnið við uppbyggingu á 9 nýbyggingum Framkvæmdir standa yfir við hótelbyggingu við Óbyggðasetrið í Fljótsdal. Höllustaðir er nýbýli sem Halla Auðunardóttir og Jón Helga stofnuðu í fyrra út úr Arnheiðarstöðum. Þar eru þau að byggja nýtt íbúðarhús og vinnustofu. Myndir / Ásdís Helga Bjarnadóttir Hér er verið að reisa sumarhúsið Borgarhól. Á bak við trén í fjarska grillir í nýtt íbúðarhús sem verið er að byggja á bújörðinni Brekkugerði. Arion banka lokað á Kirkjubæjarklaustri Stjórnendur Arions banka hafa tilkynnt sveitarstjórn Skaftár­ hrepps að bankanum verði lokað á Kirkjubæjarklaustri 31. mars næstkomandi. Sveitarstjórn hefur mótmælt fyrirhugaðri lokun harðlega en útibúið þjónar Skaftárhreppi og Öræfum, auk allra þeirra þúsunda ferðamanna og nýbúa sem eru á svæðinu tímabundið hverju sinni. „Ljóst er að lokun útibúsins kemur til með að hafa mjög slæm áhrif á íbúa og atvinnulíf svæðisins,“ segir m.a. í bókun sveitarstjórnar. Næsti banki er í Vík í Mýrdal. /MHH Pósturinn skellir í lás á Hellu og Hvolsvelli Pósturinn hefur ákveðið að loka póstafgreiðslum sínum á Hellu og Hvolsvelli frá 1. maí í vor. Með því tapast nokkur störf á stöðunum. „Þetta er bara mjög fúlt og leiðinlegt en við munum reyna að gera allt, sem í okkar valdi stendur til að breyta þessari ákvörðun. Þingmenn Suðurkjördæmis eru líka að berjast í málinu með okkur,“ segir Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Gangi lokunin eftir þá munu íbúar fá póstboxaþjónustu, póstbílaþjónustu, bréfberaþjónustu og landpóstaþjónustu. /MHH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.