Bændablaðið - 24.02.2022, Side 21

Bændablaðið - 24.02.2022, Side 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 2022 21 Evrópuþingið ræddi samskipti ESB við Rússland á fundi sínum þann 16. febrúar síðastliðinn. Eins og við var að búast var eitt helsta umræðuefnið í umræðunni helgað hernaðarógn Rússa við Úkraínu. Ekki virðast þó allar skoðanir eiga upp á pallborðið hjá Evrópuþinginu er þetta mál varðar og var einn þingfulltrúi rekinn úr ræðustól fyrir mál­ flutning sem þótti óþægilegur. Flestir Evrópuþingmenn höfðu í umræðunum sýnt samhug sinn með Úkraínu. Lögðu menn þar áherslu á þann samhug og sumir þeirra hrópuðu slagorðin; – „Dýrð sé Úkraínu!“ Tatyana Zhdanok, fulltrúi Lett­ lands á þinginu, flutti í kjölfar þessarar uppákomu ræðu sem kom þingheimi óþægilega á óvart og olli nokkru uppnámi. Zhdanok lýsti þá úr ræðustól yfir hneykslun sinni á því að leyfilegt væri að kveða upp slagorð nasistasamstarfsmannsins Stepan Bandera úr ræðustóli Evrópuþingsins. Hún efaðist einnig um umræðuefnið – hernaðarógn Rússa við Úkraínu – enda væru úkraínskir stjórnmálamenn jafnvel farnir að afneita þessari ógn og gera lítið úr henni. Maðurinn sem fólk vill ekki láta bendla sig við Stepan Andriyovych Bandera, sem Zhdanok vitnaði til á Evrópu­ þinginu, var úkraínskur stjórnmála­ maður sem fæddist í Galisíu, aust­ urríska hluta Ungverjalands, árið 1909. Kannski ekki skrítið að það þætti óþægilegt á Evrópuþinginu og að slagorðið sem þar heyrðist hrópað væri tengt við þennan mann. Hann lést árið 1959, þá 50 ára að aldri, í Vestur­Þýskalandi. Bandera var samkvæmt Wiki­ pedia kenningasmiður hern aðar ­ arms hægriöfga sam taka úkra­ ínskra þjóðernis sinna (Організація Українських Наці о налістів ­ OUN). Hugmyndafræði OUN hefur helst þótt samsvara ítölskum fasisma. Bandera var einnig sagð­ ur leiðtogi og hugmynda fræðingur úkra ínskra ofurþjóðernissinna sem bendlaðir voru við þátttöku í hryðju­ verkastarfsemi. Bandera starfaði með þýskum nasistum þegar ráðist var inn í Sovétríkin í seinni heims­ styrjöldinni og tók þátt í því þegar úkraínskir þjóðernissinnar (OUN) lýstu yfir sjálfstæði Úkraínu 30. júní 1941. Slagorð þeirra var „Glory to Ukraine! Glory to the heroes!“ sem var upphaflega notað sem slagorð í frelsisstríðinu í Úkraínu á árunum 1917 til 1921. Vildi upplýsa um veruleikann í Donbass Tatyana Zhdanok hélt síðan áfram og vildi upplýsa þingheim um staðreyndir sem afhjúpuðu grimmdar verk hersins í Úkraínu í Donbass héraði í austurhluta landsins þar sem meirihluti íbúa er rússnesku­ mælandi. Um þetta sagði hún: „Þessar staðreyndir hafa verið skráðar af SÞ, ÖSE og öðrum alþjóðastofnunum,“ sagði lettneski stjórnmálamaðurinn. Hún dró síðan upp mynd sem hún sýndi þingfulltrúum af litlum dreng, sem lést í í drónaárás í Donetsk og sagði: „Þetta eru börn sem voru drepin í Donbass. Undanfarin átta ár hafa 152 börn verið drepin og 146 særst. Nýjasta harmleikurinn er ... fjögurra ára drengur sem lét lífið og foreldrar hans báðu okkur að segja: „Hættið að drepa börn Donbass!“ Rekinn með valdi úr ræðustól Tatyana Zhdanok fékk hins vegar ekki að ljúka ræðu sinni. Fundar­ s tjórinn bað þingmanninn um að yfirgefa ræðustólinn með því að segja að slíkur áróður væri ekki leyfður. Var starfsmaður þingsins svo sendur á vettvang og hrifsaði hann í myndina af Zhdanok og leiddi hana á brott úr ræðustóli. /HKr. SMUREFNI FYRIR VÉLVÆDDAN LANDBÚNAÐ Nútíma landbúnaður krefst mikils vélakosts. Gæðasmurefni skipta öllu máli fyrir virkni og endingu véla. Olís veitir ráðgjöf um olíu- og smurefnanotkun fyrir allar landbúnaðarvélar. Ráðgjafar Olís veita allar nánari upplýsingar í síma 515 1100 eða pontun@olis.is. Þingmaður Lettlands á Evrópuþinginu rekinn með valdi úr ræðustól í umræðum um Úkraínu – Olli uppnámi með gagnrýni á að þingfulltrúar hrópuðu slagorð úkraínskra þjóðernissinna til stuðnings stjórnvöldum í Úkraínu Tatyana Zhdanok, fulltrúi Lett lands á Evrópuþinginu, er rússnesk að uppruna. Hún flutti ræðu sem fór fyrir brjóstið á stjórnendum þingsins. Setti hún ofan í við þingfulltrúa fyrir að nota slagorð úkraínskra þjóðernissinna til að lýsa yfri stuðningi við þarlend stjórnvöld. Tengdi hún slagorðin við þekktan úkraínskan þjóðernissinna og samverkamann þýskra nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Hún gagnrýndi einnig málflutning um það sem væri að gerast í í Donbass héraði í austurhluta landsins. Þetta þótti stjórnendum þingsins greinilega ekki boðlegt og var fulltrúi Lettlands því rekinn úr ræðustól. Mynd / Skjáskot af útsendingu frá Evrópuþinginu Starfsmaður Evrópuþingsins mætt ur á svæðið til að leiða fulltrúa Lett­ lands á brott úr ræðustól. Úkraína hefur aukið verulega innkaup á olíu Vandi Úkraínumanna varðandi átök við Belarus og Rússland er samt augljós. Ekki nóg með að stór hluti af þeirra hergögnum hafi komið frá Rússlandi, heldur hefur úkraínski herinn verið verulega háður elds­ neyti frá Rússlandi og Belarus. Svo mjög að án þess mun her þeirra ekki geta hreyft sig eftir nokkurra daga átök. Samkvæmt upplýsingum sem Pravda birtir frá ríkistollgæslunni í Úkraínu (UNIAN), í janúar­des­ ember 2021, jók landið gjaldeyris­ útgjöld til innflutnings á olíuvörum í 5,614 milljarða dollara, sem var 65,1% hærri upphæð en árið 2020. Þetta felur í sér innflutning á allt að 8,79 milljónum tonna af olíuvörum á 12 mánuðum, sem var 9,5% hærra hlutfall en árið áður. Þar af nam innflutningur á olíuvörum frá Hvíta­Rússlandi 2,35 milljörðum dollara eða sem nam um 41,8% af öllum útgjöldum til innflutnings á olíuvörum. Þá voru keyptar olíuvörur frá Rússlandi fyrir 1,24 milljarða dollara eða sem nemur 22% olíuvöruinnflutningsins, frá Litháen – 0,654 milljörðum dollara sem nemur 11,6% samkvæmt tölum UNIAN. Þannig koma 63% af innflutningi Úkraínu á eldsneyti og smurolíu frá Rússlandi og Belarus. Ein olíuhreinsunarstöð eftir af sex Ósjálfstæði Úkraínu á innflutningi eldsneytis og smurefna hefur farið stöðugt vaxandi síðustu 15 árin. Í stað sex stórra olíuhreinsunarstöðva sem Úkraína hafði á Sovéttímanum á landið aðeins eina eftir í dag. Árið 2020 tryggðu innlendir framleiðendur í Úkraínu aðeins 49% af bensínnotkun, 15% af dísilolíu og 20% af fljótandi gasi LPG. Á sama tíma var ósjálfstæði landsins á innfluttu dísileldsneyti 65%, en 100% flugvélaeldsneytis­ ins (steinolíunnar) kom frá Belarus. Samkvæmt alríkistollþjónust­ unni í Rússlandi nam útflutningur Rússlands til Úkraínu árið 2021 8 milljörðum og 129,5 milljónum dollara, sem var 28,8% meiri útflutn­ ingur en árið 2020. Um þriðjungur viðskiptanna er vegna sölu á elds­ neyti og smurefnum samkvæmt frétt Nezygar Telegram. Samkvæmt hernaðar sérfræð­ ingum sem Nezygar vitnar til í Rússlandi, mun Úkraína ekki geta bætt sér það upp ef Rússland og Belarus stöðva eldsneytis­ og smur­ olíuflutninga til landsins. Hvorki með varabirgðum né eldsneytis­ flutningum af hálfu NATO. Rússneska er áberandi tungumál í stórum hluta Austur­Úkraínu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.