Bændablaðið - 24.02.2022, Side 23

Bændablaðið - 24.02.2022, Side 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 2022 23 Helsti búnaður: 25 ha, 3ja strokka díselmótor Beinskiptur gírkassi, 9 gírar áfram og 3 afturábak. Drif á öllum hjólum. Aðaldæla 19,3 l/mín. Stýrisdæla 14 l/mín. Tveggja hraða aflúrtak að aftan, 540 og 540E Þrítengibeisli kat 1. Lyftigeta 750 kg. Landbúnaðardekk eða grasdekk. Fjórir þyngdarklossar að framan, samtals 120 kg. Einföld, áreiðanleg og öflug KUBOTA EK1-261 Hafið samband í síma 568-1500 eða með tölvupósti kubota@thor.is til að tryggja ykkur vél fyrir sumarið. Takmarkað magn í boði. Sýningarvélar á staðnum. Lipur og fjölhæf dráttarvél sem hentar jarðeigendum, frístundabændum og fleirum ÞÓR F H REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Baldursnes 8 Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Plastmengun sjávar er umtalsvert áhyggjuefni og virðist frekar vera að aukast en hitt. Samkvæmt vefsíðu Seattle Times nú nýverið kemur fram að stig mengunar er á rauðu svæði og heimshöfin skrefi frá almennri glötun. Alfred Wegener stofnunin í Þýskalandi, á vegum umhverfis- herferðarhópsins WWF (World Wildlife Fund) fór yfir tæplega 2600 fræðilegar rannsóknir þess efnis, vegna úttektar sem áætluð var fyrir fund Sameinuðu þjóðanna sem verð- ur haldinn nú í lok febrúar. Alfred Wegener stofnunin, sem nefnd er eftir Alfred Wegener, rannsóknar- og vísindamanni, stendur fyrir marg- víslegum athugunum hvað varðar sjávarlífs- og jarðfræði auk loftslags- rannsókna. „Staða mengunar er komin á háskalega braut, ef svo má að orði komast. Við finnum rusl í dýpstu gjám hafsins, við yfirborð sjávar, á ströndum og jafnvel í hafís norðurskautsins,“ var haft eftir einum vísindamanni í kjölfar niðurstaðna rannsóknarinnar sem birt var á þriðjudag. Vert er að taka fram að sum svæði – eins og Miðjarðarhafið, Austur- Kína og Gulahaf, hafsvæðið á milli Kína og Kóreuskagans – innihalda nú þegar hættulega mikið magn af plasti, á meðan á öðrum svæðum er mengunin enn stigvaxandi. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að plastmengun hafi haft áhrif á nær allar lífverur hafsins sem meðal annars valdi skaða mikilvægra vistkerfa, en þegar plast brotnar niður veitist því greiðari leið í fæðukeðju sjávar og er þannig neytt óumbeðið af allt frá hvölum til pínulítilla svifa. Ekki hefur yfir tíðina talist auðvelt að hreinsa höfin plasti og því telja vísindamennirnir best ef stjórnvöld einbeittu sér að því að koma í veg fyrir frekari skaða. Skaðinn er þó orðinn allnokkur, en samkvæmt nokkrum fræðilegum þáttum sem litið var yfir, kom í ljós að þótt frekari plastnotkun yrði minnkuð allverulega væri það mikið magn til staðar í heimshöfunum sem ætti eftir að brotna niður að magn þess héldi áfram að aukast næstu áratugi. Vísinda- og fræðimenn þessa efna á heimsvísu sammælast um það að tafarlaust þurfi að grípa í taumana vegna alþjóðlegra áhrifa og hvetja neytendur til að leggja sitt af mörkum með því að breyta neysluháttum sínum. Minnka plast semsé. Stjórnmálamenn verði svo að taka á þyngri ákvörðunum. /SP Umhverfisherferð nauðsynleg: Plastmengun sjávar að aukast Þarlendir einhyrningar lifðu góðu lífi í Síberíu þar til fyrir um það bil 40 þúsund árum og mögulega lengur. Dýrið sem sveimaði um graslendi austasta hluta landsins – og einungis austasta vegna þess að þar taldi það sig eiga yfirráðasvæði, lifði hinu ágætasta lífi, öruggt og sjálfsánægt. Fór þó svo að vegna vandlætingar sinnar á öðrum landsvæðum hnattar- ins, dóu þau út – en fæði annars staðar frá hugnaðist þeim ekki. Samkvæmt fréttasíðu BBC kemur fram að vísindamenn stundi nú rannsóknir á einhyrningum þessum – sem eru reyndar af tegund kall- aðri „Elasmotherium sibericum“, eða síberískur einhyrningur, og eru náskyldir nashyrningum okkar tíma. Svipaðir frændum sínum eru nashyrningar í nokkurri útrým- ingarhættu vegna sömu þrjóskurösk- unar. „Nashyrningar eru sérstaklega í útrýmingarhættu vegna þess að þeir eru mjög vandlátir varðandi búsvæði sitt, sagði prófessor Adrian Lister við Natural History Museum, London, sem stýrir rannsókninni. „Allar breytingar á umhverfi þeirra eru fyrir neðan þeirra virðingu, en þeir eru mjög þrjóskir að eðlisfari og deyja frekar út en að aðlaga sig nýju umhverfi.“ Síberíski einhyrningurinn var stór og stæðilegur, vó fjögur tonn og lang- leiðina upp í fimm metra hár – en komið hefur í ljós að tegundin nærðist nær eingöngu á þurru, harðgerðu grasi samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru á tönnum þeirra. Sérhæft matar- æði einhyrningsins er því líklegast til þess að hafa orðið stofninum að falli í bland við hlýnun jarðar, en hund- ruð stórra spendýrategunda hurfu eftir síðustu ísöld, vegna loftslags- og gróðurbreytinga. Í dag eru aðeins fimm tegundir af nashyrningum eftir. Mjög fáir lifa af utan þjóðgarða og friðlanda vegna þrálátra veiða og yfirtöku búsvæða þeirra af mannavöldum í marga ára- tugi. Þó, með því að rannsaka hátterni og venjur hinna mörgu forsögulegu nashyrningategunda sem eitt sinn reikuðu um jörðina, geta vísindamenn lært meira um örlög þeirra, og von- andi kippt í taumana á mögulegri útrýmingu frænda töfraskepn- unnar einhyrningsins. Nánar má lesa um um málið á vís- indasíðu bbc.com. /SP Síberíski einhyrningurinn Ekki voru þeir fagrir einhyrn- ingarnir þó af þeim stafi gulljómi í augum almúgans. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is LOFTPRESSUR Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI Gerðu kröfur - hafðu samband við Gunnar í síma 590 5135 og kynntu þér þína möguleika. Við bjóðum upp á allar stærðir og gerðir af Ingersoll Rand loftpressum. Mjög hjóðlátar og einfaldar í viðhaldi. Bjóðum upp á þjónustusamninga og leggjum mikla áherslu á að veita góða viðgerðar- og varahlutaþjónustu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.