Bændablaðið - 24.02.2022, Page 37

Bændablaðið - 24.02.2022, Page 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 2022 37 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022 SAMVINNUHREYFINGIN 140 ÁRA 5 Samvinnufélagið Kaupfélag Skagfirð- inga er eitt elsta fyrirtæki á landinu og státar af óslitinni rekstrarsögu í 133 ár. Þar af hafa síðustu 30 ár verið sérlega farsæl og vöxtur félagsins stöðugur. Í seinni tíð hefur félagið haft góða rekstrarafkomu, en féð er nýtt til frekari uppbyggingar á starf- seminni. KS er matvælafyrirtæki fyrst og fremst, með mikla starfsemi bæði í landbúnaði og sjávarútvegi. Hjá fyrir- tækinu eru í dag um 1.000 stöðugildi til lands og sjávar og hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Fyrst og fremst mavælafyrirtæki Meginstarfsemi félagsins er mat- vælaframleiðsla á sviði mjólkur- vinnslu, slátrunar og kjötvinnslu og útgerðar og fiskvinnslu auk fóður- framleiðslu. Þessa starfsemi rekur fé- lagið annaðhvort sem deildir hjá sam- vinnufélaginu s.s. kjötafurðastöðina og mjólkursamlagið á Sauðárkróki eða í dótturfélögum s.s. FISK- Seafood ehf., Fóðurblönduna ehf. og Bústólpa ehf. Kaupfélag Skagfirðinga hefur einnig með höndum marg- víslega aðra starfsemi sem er þá ann- aðhvort tengd matvælaframleiðslunni á einhvern hátt eða sem liður í þjón- ustustarfsemi félagsins á félagssvæði KS í Skagafirði. Félagið rekur þannig umfangsmikla landflutninga, véla- verkstæði, rafmagnsverkstæði, bif- reiðaverkstæði, trésmíðaverkstæði, dagvöru- og sérvöruverslun, bygg- ingavöruverslun og fleira. „Í fyrsta lagi höfum við lagt áherslu á að styrkja grunnstarfsemi félagsins síðustu áratugina,“ segir Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri. „Í stuttu máli hefur þetta gerst þannig að okk- ur hefur tekist að auka alla fram- leiðslu hér í Skagafirði umtalsvert. Skagfirskir bændur hafa til dæmis rúmlega tvöfaldað mjólkurframleiðslu sína á síðustu þremur áratugum. Sama hefur gerst í kjötframleiðslunni, þar sem magnið sem er unnið og selt hefur sex- til sjöfaldast. Hið sama má einnig segja um sjávarútveginn. Þar höfum við fimmfaldað veiðar og vinnslu síðustu áratugi.“ Framleiðsla og þjónusta haldast í hendur Stórar framleiðslueiningar eru grundvöllur þjónustustarfseminnar á KS-svæðinu. Öflug verkstæði sem þurfa að halda í við tækniþróunina gætu ekki þrifist á Sauðárkróki ef ekki væri fyrir öflugar framleiðslu- einingar Kaupfélags Skagfirðinga. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hefur auk þess byggt upp mjög gott iðnnám á mörgum sviðum og unnið náið með KS að því að tæknivæða skólann og útskrifa sterka einstak- linga. Matvælaframleiðslueiningar KS auk Steinullarverksmiðjunnar og öfl- ugs búskapar til sveita í Skagafirði eru hryggjarstykkið í allri þjónustu í sveitarfélaginu. „Það er ekki sjálfsagt að halda úti þjónustukjarna með á annað hundrað menntaðra iðn- aðarmanna á landsbyggðinni,“ bendir Þórólfur á. Stærstu umhverfisverkefni í matvælum Þegar spurt er hvernig KS hugi að framtíðinni er athyglinni beint að fjár- festingastarfsemi félagsins sem helst snýst um að verkefni sem tengjast eða hafa möguleika í framtíðinni til að tengjast starf- semi félagsins eða hjálpa því að þróast. Í þessum flokki eru verkefni í skyrframleiðslu erlendis, sjó- flutningastarfsemi og þörungafram- leiðslu svo eitthvað sé nefnt. Sterkar framleiðslueiningar eru einnig grund- völlur nýsköpunar, ekki síst nýsköp- unar sem tengist betri nýtingu hrá- efna. Þannig er þegar hafin prótein- vinnsla úr ostamysu og á þessu ári hefst etanólvinnsla, einnig úr sama hráefni. „Þarna verða til nýjar tekjur sem nema nokkrum hundruðum milljóna árlega, með nýtingu tækn- innar, úr hráefni sem áður rann til sjávar. Í kjöt- og fiskvinnslu skapast einnig möguleikar þegar magnið eykst að nýta hráefnið betur. Í leið- inni verða þessi verkefni ein stærstu umhverfisverkefni sem sést hafa í matvælaframleiðslunni á landinu,“ segir Þórólfur. Verðmætum störfum fjölgar Eðlilegt er að spyrja hvernig gangi að fá fólk á „skagfirska efnahags- væðið“, eins og sumir kalla athafna- svæði KS, til að vinna störf sem í auknum mæli krefjast menntunar og sérhæfingar. „Undanfarin ár er það frekar húsnæðisskorturinn sem hefur verið til vandræða heldur en það að fá fólk á svæðið. En óneitanlega gæti ríkið beint opinberum störfum meir út á landsbyggðina til þess að auka fjölbreytni starfa og skapa nútíma- fjölskyldum möguleika til að starfa annars staðar en á höfuðborgarsvæð- inu,“ segir Þórólfur og bætir við: „Það má segja að uppbyggingarfasi hafi staðið í nokkra áratugi. Smátt og smátt á þeim tíma breytist samfélagið úr frumframleiðslusamfélagi í sam- félag þar sem tæknivæðingin breytir störfunum og gerir þau verðmætari. Síðustu árin hefur fjölgað í Skagafirði og mikið er um nýbyggingu íbúðar- húsnæðis. Það er góðs viti.“ Allir Skagfirðingar njóta ávinnings KS gerir ekki greinarmun á íbúum starfssvæðis síns í vöruverði og við- skiptum. „Samvinnufélagsformið leið- ir það á hinn bóginn af sér,“ segir Þórólfur, „að enginn einstaklingur tekur fjármuni út úr félaginu heldur nýtist afkoman til frekari uppbygg- ingar. Allir íbúar Skagafjarðar njóta því ávinnings ef vel gengur.“ Félagsmenn eru þeir einstaklingar sem kjósa að taka virkan þátt í störf- um félagsins. Félagsdeildirnar eru 12 og afmarkast þær landfræðilega af gömlu hreppaskiptingunni í Skaga- firði. Þær kjósa allar árlega sína full- trúa sem sitja aðalfund félagins og þar má engin ein deild fara með meirihluta. KS skapar Skagafirði sérstöðu Starfsemi Kaupfélags Skagfirðinga skapar Skagafirði ákveðna sérstöðu að því leyti að atvinnulífið í héraðinu er að uppistöðu til í félagslegu eignar- haldi. Rekstarleg og efnahagsleg staða félagsins er mjög góð og bókað eigið fé í árslok 2022 er um 50 milljarðar króna. Í Skagafirði hefur gefist vel að reka samvinnufélag í blandaðri starf- semi. Kaupfélag Skagfirðinga tekur alvarlega samfélagslega ábyrgð sína, bæði í Skagafirði og á landsvísu. Má í því sambandi nefna að Menningar- sjóður Kaupfélagsins úthlutar árlega tugum milljóna til menningarmála og annarra framfaramála í Skagafirði auk þess sem félagið styrkir beint skóla- starf, íþróttastarf og félagslíf um verulegar fjárhæðir árlega. „Þetta er hægt af því að eignarhald atvinnu- starfseminnar er á svæðinu,“ segir Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri að lokum. Öll framleiðsla í Skagafirði hefur aukist verulega Merki Kaupfélags Skagfirðinga Þórólfur Gíslason kaupfélgsstjóri hefur haldið um stjórnartauma frá árinu 1988, og byggt upp fjölbreytt félag á sama tíma og mörg önnur kaupfélög hafa dregið saman seglin, eða hætt starfsemi. Mynd/hjaltiarna Síðustu 30 ár í 133 ára rekstrarsögu Kaupfélags Skagfirðinga hafa verið sérlega farsæl og vöxtur félagsins stöðugur Tvöföldun, fimmföldun og sexföldun framleiðslu hjá KS á þremur áratugum auk mikillar fjölgunar verðmætra starfa. Skagafjörður í töfrabirtu. Ein aðal- áherslan hjá KS er að auka framleiðni með því að bæta hráefnisnýtingu og úr því verða mikilvæg umhverfisverkefni. 24 2

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.