Bændablaðið - 24.02.2022, Síða 45

Bændablaðið - 24.02.2022, Síða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 2022 45 sp ör e hf . — München - perla Bæjaralands — 17. - 21. ágúst | Sumar 11b Fararstjóri: Íris Sveinsdóttir München er einstaklega heillandi borg og sér í lagi á þessum árstíma þar sem allt er í blóma og borgin iðar af mannlífi. Við skoðum helstu staði borgarinnar og förum í áhugaverða dagsferð um Alpahéraðið Allgäu að Neuschwanstein höllinni sem er ein stórfenglegasta höll Evrópu. Í þessari ljúfu ferð gefst nægur tími til að skoða München á eigin vegum og er m.a. hægt að fara í hrífandi hjólaferð með leiðsögumanni meðfram ánni Isar, líta inn á söfn borgarinnar eða bara njóta þess að vera til og horfa á mannlífið frá útikaffihúsum. Verð: 179.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Styrkir úr Landbótasjóði og Bændur græða landið Búið er að senda niðurstöður styrkveitingar/ úthlutunnar ársins til allra þátttakenda í verkefnunum Bændur græða landið og Landbótasjóði með rafrænum hætti. Ef einhverjir eru ekki búnir að fá niðurstöðu í hendur þá geta viðkomandi haft samband við héraðfulltrúa Landgræðslunnar, hver á sínu svæði. land.is HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf vori og bætast þá við skólastofur og vinnuaðstaða kennara. „Með tilkomu byggingarinnar verður öll aðstaða til skólastarfs orðin til fyrirmyndar.“ Ragnheiður Jóna bendir á að mikilvægt sé að bregðast við bæði uppsafnaðri þörf og einnig framtíðarþörf fyrir húsnæði í sveitarfélaginu, einkum á Hvammstanga, sem sé þjónustukjarni Húnaþings vestra. Fjölbreytt atvinnulíf stuðlar að jákvæðri byggðaþróun Helstu atvinnuvegir í héraðinu eru landbúnaður og þjónusta. Fæðingarorlofssjóður er staðsettur á Hvammstanga, einnig er öflugur rannsóknaklasi þar sem Selasetur Íslands, Háskólinn á Hólum, Náttúrustofa Norðurlands og Hafrannsóknastofnun stunda rannsóknir. Ferðaþjónusta hefur vaxið síðustu ár með margvíslegum afleiddum störfum sem skapar fjölbreyttara atvinnulíf og laðar að fleira fólk. Borgarvirki, Hvítserkur og Kolugljúfur hafa aðdráttarafl og þá er öflug selaskoðun í boði í sveitarfélaginu. Fjölbreytt atvinnulíf stuðlar að jákvæðari byggðaþróun Fjöldi lítilla fyrirtækja í þjónustu og iðnaði er hlutfallslega mikill miðað við íbúafjölda og er Húnaþingi vestra mikilvægur þar sem rétt er að nefna prjónastofuna Kidku sem framleiðir hágæða prjónavöru. „Fjölbreytt atvinnulíf stuðlar að jákvæðri byggðaþróun,“ segir sveitarstjórinn og bendir á að á Hvammstanga sé sláturhús, verslun, ýmiss konar iðnaður og heilsugæslustöð. Mikið sé um sjálfstætt starfandi verktaka á svæðinu enda þjónusta af margvíslegu tagi stór þáttur í atvinnustarfseminni. Nýlega var skrifstofusetur tekið í notkun á Hvammstanga og er sveitarfélagið í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í viðræðum við stofnanir um fjarvinnslustörf. „Það er því enn meiri þörf á að sinna uppbyggingu húsnæðis af krafti því áhugi fyrir samstarfinu er fyrir hendi,“ segir Ragnheiður Jóna. Sveitarfélagið hefur lokið ljósleiðaravæðingu í dreifbýli og er um 60% íbúa á Hvammstanga með ljósleiðara sem gefur tækifæri til uppbyggingar á fjölbreyttri atvinnustarfsemi. „Íbúar sveitarfélagsins hafa tekist á við margs konar áskoranir síðastliðin ár og hafa staðið það af sér með samstöðu og framsýni. Unga fólkið er að snúa heim og vill búa sér framtíð í sveitarfélaginu. Framtíðin er því björt í Húnaþingi vestra,“ segir sveitarstjórinn. /MÞÞ Uppsöfnuð þörf á íbúðum í Húnaþingi vestra er meiri en fram kemur í áætluninni, eða um það bil 6 íbúðir. Nú í upphafi árs úthlutaði byggðarráð fjórum lóðum undir íbúðarhúsnæði og fyrr í vetur var þremur lóðum úthlutað undir íbúðarhúsnæði svo óhætt er að segja að uppbyggingin haldi áfram á þessu ári.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.