Bændablaðið - 24.02.2022, Side 51

Bændablaðið - 24.02.2022, Side 51
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 2022 51 er hellt á flöskur og tappinn settur á og sósan send á markað. Tabasco Diamond Auk hefðbundinnar Tabasco-sósu er meðal annarra gerða til pipruð útgáfa af sósunni sem blönduð er með vínediki og látin standa í átta ár. Í tilefni af 150 framleiðsluafmæli sósunnar, árið 2018, setti fyrirtækið á markað, tímabundið, sérstaka hátíðarútgáfu sósunnar, Tabasco Diamond. Sósan sú hafði verið styrkt með pipar og blönduð með freyðandi hvítvínsediki og látin þroskast í fimmtán ár. Heiti hátíðarútgáfunnar vísar til demantslaga merkis fyrirtækisins sem hefur nánast verið eins frá upphafi. Tabasco og menning Eins og verða vill með vinsæla vöru eins og Tabasco verða þær hluti af menningunni og þá ekki bara matarmenningu heldur líka listum. Árið 1894 sendi bandaríska tónskáldið George Whitefield Chadwick frá sér gleðióperuna Burlesque Opera of Tabasco, sem höfundur þessarar greinar er að hlusta á við skrifin og finna má á Youtube. Chadwick fékk leyfi frá McIlhenny, framleiðanda sósunnar, til að nota Tabasco í heiti óperunnar með því skilyrði að hann gæfi listamönnunum sem tóku þátt í uppfærslunni sýnishorn af sósunni. Eftirlíkingar af Tabasco-umbúðum eru hluti af leikmunum óperunnar, auk þess sem myndir af Tabasco- flöskum voru prentaðar á nótnablöð hljómsveitarinnar sem spilaði undir og leikskránni sem fylgdi með miða á sýninguna. Tabasco-sósa hefur leikið hlut- verk í ýmsum teikni- og kvik- myndum. Sósan er meðal leikmuna í tveimur James Bond myndum, The Man with the Golden Gun og The Spy Who Loved Me, Chaplin myndinni Modern Times auk Murder on the Orient Express og Back to the Future III. McIhenny er eitt af fáum banda- rískum fyrirtækjum sem hefur hlot- ið það sem kallast Royal Earrant of Appointment, Elísabetar II Bretlandsdrottningar, og þýðir að fyrirtækið sé eitt af birgjum hennar hátignar og hirðar hennar. Sagt er að drottningunni þyki fátt betra en sletta af Tabasco út á humar. Tabasco-sósa er allt í senn, kóser, halal og glútenfrí og hún inniheldur engar kaloríur og fitu og auk þess er hún líka laus við öll kolvetni og prótein. Langur geymslutími Hillulíf hefðbundinnar Tabasco- sósu er allt að fimm ár en styttri og mislangur hjá öðrum bragðtegundum. Vegna langs geymslutíma er Tabasco hluti af matseðli geimskutlunnar, Skylab og Alþjóðlegu geim- stöðvarinnar. Meðan á Víetnamstríðinu stóð sendi McIlhenny þúsundir eintaka af mat- reiðsluhefti sem kallaðist Tabasco’s Charley Ration Cookbook og tvær flöskur af Tabasco-sósu til her- manna í Víetnam. Í heftinu, sem var vafið utan um flöskurnar og kom í vatns- heldri tindós, var að finna leiðbeiningar um hvernig mátti nota sósuna til að bragðbæta matinn sem hermenn fengu sem kost. Árið 2002 fundu fornleifafræðingar sem voru að rannsaka gamla námu í Virginíuríki í Bandaríkjunum flösku undan Tabasco- sósu. Við frekari eftirgrennslan kom í ljós að flaskan hafði legið óhreyfð í námunni í 130 ár. Gleymda flaskan í eldhússkápnum Víða í eldhússkápum á Íslandi er að finna hálffullar og líklega gleymdar flöskur á Tabasco-sósu enda var Tabasco lengi vel eina sterka piparsósan í boði hér. Á sjötta áratug síðustu aldar var einu sinni minnst á Tabasco- sósu í íslensku tímariti, Vikunni, 23. tölublaði 1963, í uppskrift fyrir paprikukjúkling. 2 kjúklingar ½ bolli laukur 1 ½ matskeið sítrónusafi ¼ teskeið Tabasco-sósa - Smjör brætt og blandað saman við þurru efnin og hitinn tekinn af. - Síðan er öllu hinu bætt varlega í og sett aftur á pönnuna og hrært í þar til þar til það þykknar. - Þessi skammtur gerir 11/3 bolla og nægir á tvo kjúklinga. - Kjúklingarnir eru skornir í sundur, þurrkaðir og dýft í barbecuesósuna. - Steiktir við opinn yfirhita eða úti barbecue. - Ef þeir eru steiktir þannig í ofni verður ofnhurðin að vera aðeins opin og þeir steiktir í 30-40 mín. - Sósunni oft ausið yfir þá á meðan. Fyrirtækin Vilko ehf. og Kavita ehf. framleiðendur Iceherbs vörulínunnar, óska eftir samstarfi við landeigendur og tínslufólk í sumar við tínslu á heilsujurtum. Helstu tegundir sem fyrirtækjunum vantar, eru fjallagrös, hvannarót og burnirót. Einnig erum við til viðræðu um aðrar vörur. Kavita ehf. Vinsamlegast hafið samband á netfangið fjallagras@vilko.is Átöppun og pökkun í verksmiðju McIlhenny. Mynd / ww.americasbestracing.net Hátíðarútgáfan Tabasco Diamond. Capsicum frutescens var. Tabasco. Edmund McIlhenny. Tabasco sem augndropar er ekki sniðug hugmynd. Tabasco Scorpion er sterkasta sósan sem McIlhenny framleiðir, 35000 á Scoville-skala. Víða á heimilum er að finna hálffullar flöskur af Tabasco-sósu. Frá uppfærslu Tabasco-óperunnar árið 2018.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.