Bændablaðið - 24.02.2022, Qupperneq 71

Bændablaðið - 24.02.2022, Qupperneq 71
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 2022 71 VANTAR ÞIG VINNUFÉLAGA? Njarðarbraut 1 260 Reykjanesbæ Sími: 421 4037 netfang: lyfta@lyfta.is www.lyfta.is 421 4037 Lyfta er umboðsaðili á Íslandi fyrir Snorkel og Smartlift • Skæralyftur • Spjótlyftur • Skotbómulyftarar • Sogskálalyftur Við höfum til leigu og sölu Aukin ökuréttindi Endurmenntun Ökuskólinn Mjódd - Þarabakka 3 - 109 Reykjavík - s:5670300 - mjodd@bilprof.is Næstu námskeið Fjarfundur 29. mars Staðnám - hraðferð 3. mars Umferðaröryggi 5. mars - 09:00 - 16:00 Vistakstur 7./8. mars - 17:00 - 20:30 Vöruflutningar 9./10. mars - 17:00 - 20:30 Skyndihjálp 12. mars - 09:00 - 16:00 Lög og reglur 14. mars - 17:00 - 20:00 15. mars - 17:00 - 21:00 Umferðaröryggi 16./17. mars - 17:00 - 20:30 atvinnubílstjóra Menntun ökumanna er okkar fag Vinnslubreidd 1,40 m. . Notaður 80-100 klst. Rafmagnssnúningur á túðu. . Vel við haldinn og í fullkomnu lagi. Verð kr. 660.000 +vsk. . Upplýsingar í síma 893-0000. Til sölu Avant snjóblásari árg. 2016 Nýlega var gefið út Plöntutal fyrir Kjós og Kjalarnes á vef Kjósahrepps, sem Björn Hjaltason á Kiðafelli hefur tekið saman. Þetta er þriðja upplýsingaritið sem Björn skrifar um náttúrufar á svæðinu, en áður komu út Fuglalíf við sunnanverðan Hvalfjörð og Straumendur á vatnasviði Bugðu og Laxár í Kjós – en þau eru öll aðgengileg á vefnum og gjaldfrjáls. Björn segir að hann hafi lengi haft áhuga á náttúrunni, hann hafi til dæmis á barnsaldri byrjað að skrá atferli fugla í Kjósinni í dagbók. „Þannig að það hafa smám saman safnast upp gögn sem mér datt í hug að gaman væri að taka saman í sérstaka umfjöllun. Ég hef sótt um styrk til Kjósarhrepps sem er auglýstur vegna samfélagsverkefna og fengið stuðing til að gefa út þessi rit hjá þeim,“ segir Björn. Hann leggjur áherslu á að hann sé áhugamaður á þessu sviði en reyni þó að fjalla um náttúrufarið með eins mikilli „fræðilegri nákvæmni“ og hann hafi tök á. Um 120 fuglategundir skráðar á svæðinu Fyrsta greinin eftir Björn, sem birt var á vef Kjósarhrepps, fjallar um straumendur á vatnasviði Bugðu og Laxár í Kjós. „Já, það er grein sem birt var í Fuglatímaritinu Blika á sínum tíma, líklega í kringum árið 2000. Það var skemmtilegt verkefni sem byrjaði þannig að ég fór að litamerkja straumendur til að geta fylgst með ferðum einstakra fugla um vatnasviðið. Það þróaðist svo út í allsherjar rannsókn á þeim á þessu svæði, en árnar hafa sameiginlegan ós í Laxárvogi í Hvalfirði,“ segir Björn. Þaðan hafi svo leiðin legið að kortlagningu á fuglalífi við sunnanverðan Hvalfjörð, en um einstaklega yfirgripsmikið rit er að ræða – og ríkulega myndskreytt. Í riti Björns kemur fram að um 120 tegundir fugla hafi verið skráðar á svæðinu, þar af 54 reglulegir varpfuglar. Getið um 290 plöntutegundir á svæðinu Nú í febrúar kom svo út Plöntutal fyrir Kjós og Kjalarnes. „Þá lá beint við að taka plönturnar fyrir, enda hafa þær líka verið mikið áhugamál og náttúran yfirhöfuð verið mínar ær og kýr,“ segir Björn. Hann er sem fyrr segir frá Kiðafelli í Kjós og uppalinn sveitastrákur. Hann er þó ekki með hefðbundinn búskap þar, en segist vera með svolítinn sjálfsþurftarbúskap. Hann segir að lögð hafi verið áhersla á myndræna framsetningu með stuttum lýsingum á plöntum, til dæmis um algengi þeirra og kjörlendi. Hann hafi sjálfur tekið allar myndir fyrir það rit, enda hafi ljósmyndabakterían gripið hann sterkum tökum á undanförnum misserum. Getið er um 290 plöntutegundir í ritinu. Spurður hvort það sé ekki mikill fengur fyrir sveitarfélagið að hafa aðgengilegar slíkar upplýsingar um náttúrufarið á svæðinu, segist Björn telja að svo geti verið í ýmsu tilliti. „Ég sé fyrir mér að þetta geti nýst til dæmis í skipulagsstarfi til dæmis og svo auðvitað til að vekja fólk til umhugsunar um umhverfi sitt. Svo mætti hugsa sér að ferðaþjónustan gæti notað þetta,“ segir Björn. /smh Náttúrufar við sunnanverðan Hvalfjörð: Plöntutal fyrir Kjós og Kjalarnes Forsíðan á nýjasta vefriti Björns Hjaltasonar, Plöntutal fyrir Kjós og Kjalarnes. Björn Hjaltason. LÍF&STARF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.