Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Side 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Side 38
38 – Sjómannablaðið Víkingur Pissukeppni – mannalæti eða góð fjárfesting Erlendis tala menn um „pissing contest“ í sambandi við keppni um álit, við getum kallað það mannalæti. Þó að það gangi best að hækka verð, þegar markaðurinn veit að framboð er takmarkað, þá keppast menn við að byggja sem stærst skip, og hver ný skipasería á að hafa meiri TEU fjölda en sú næsta á undan, þó heildar burðargeta hvers skips breytist lítið, enda voru menn til skamms tíma innan 400 metra lengd- armarka og 60 metra breiddar. Þá höfðu skipin mest 23 raðir yfir. Þetta aukna framboð umfram aukningu eftirspurnar hefur leitt til lágs flutningsverðs í mörg ár. Þó langt sé í að einhverja útgerð vanti skip og enn séu stór skip til leigu og stærstu skipum lagt á stundum, eru margar út- gerðir enn að láta smíða „stærstu skip í heimi“. Í byrjun nóv- ember 20171 voru 65 skip yfir 18.000 TEU í rekstri og 70 skip í pöntun/smíðum, 1.4 milljón TEUs sem 6.5% viðbót við gáma- flota heims. Þá voru skip með samanlagða 1.7 milljón TEU burðargetu í smíðum, þar af tæp milljón TEU í skipum yfir 10.000 TEU að stærð. Samtals var verið að bæta við 14.5% við flota sem er þegar verulega of stór og á markað sem vex hægt. Innifalið í þessari tölu eru 20 skip sem talið er að öll verði með 24 raðir yfir í stað 23 sem verið hefur það mesta til þessa dags. Reyndar spáðu Hollendingarnir við Delft háskóla því 1999 að „MalaccaMax“ skipin yrðu með 24 raðir gáma yfir. Alphaliner stingur upp á Megamax-24 eða MGX-24, sem heiti á þessa útgáfu skipa. Þá eru 24 gámalengdir á dekki (40´) og þriðja vídd MGX-24 eru að það eru 12 gámalög í lest og önnur 12 lög á dekki. MGX-24 eru skip sem enn eru 400 metrar á lengd en hafa breikkað frá 59 metrum um eina gámabreidd upp í 61,5 metra. Þá hefur djúprista aukist og er mesta rista um 16,5 metrar. Nokkuð flökt er á upplýsingum um burðargetu talið í TEU. Í byrjun var talað um 23.000 TEU en þegar kapp var hlaupið í útgerðir (pissing-contest) var farið að gefa upp stærðir nær 24.000 TEU. Það er gert með því að auka við einu lagi á dekk, 13 lög og er von á skipi, HMM Algeciras í umferð í apríl 2020 sem er með uppgefna burðargetu 23.964 TEU. Það var reyndar búið af afskrifa HMM, sem hét lengi Hyundai, vegna bágrar afkomu og fjárhagsstöðu og var þeim aðeins gefinn takmarkaður aðgangur að 2M samráðinu. Nú er búið að dæla peningum í fyrirtækið og það hefur sett sér mjög GÁMAR OG SKIP Gámavæðingin og áhrif hennar 5. hluti Páll Hermannsson 1 Drewry, 121217, Big ship shopping. MGX-24 skip CMA CGM eins og Alphaliner ímyndar sér skipin.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.