Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Side 11

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Side 11
að gera mér grein fyrir |iví, hvernig koma skyldi fyrir húsi fyrir heilsbrigðisþjónustu þessa héraðs, enda fór eg um þetta leyti að gera frumdraettina að því og hefur þeim verið fylgt í öllum aðal- atriðum. Sýslunefnd A.-H. samþykkti þá og kaus þriggja manna nefnd til þess að undirbúa fjáröflun og annað, sem þurfti. I henni voru auk mín sem formanns Guðbr. ísberg sýslumaður og Haf- steinn Pétursson sýslunefndarmaður. Nefnd þessi leitaði samvinnu við kvenfélög og ungmennafélög sýslunnar, og um það leyti sem vcrkið var að hefjast, var kosin ný sjö manna framkvæmdanefnd tneð þremur fulltrúum frá sýslunefnd, og kom þá Björn Páisson í stað Hafsteins, frúrnar Þuríður Sæmundsen og Elísabet Guð- niundsdóttir frá Kvenfélagasambandi A.-FI., en Guðmundur Jónas- son óðalsbóndi í Ási og Snorri Arnfinnsson gestgjafi frá Ung- mennafélagasambandi A.-H. Hefur hún starfað síðan. Fyrst var húsinu hugsaður staður uppi á milli brekknanna, vestan við Húnvetningabraut. Er þar slétt og þur grund og útsýni fag- urt, en skjól ekki að sama skapi. Við rannsókn og mælingar sýndi það sig, að hæpið var að ná þangað vatni á efri hæðir hússins og að frárennsli vestur til sjávar var bæði um of langt og hallalítið til að öruggt mætti teljast. Var því samþykkt tillaga Jónatans J. Líndals sýslunefndarmanns um að reisa það á svokölluðu Læknis- túni ofan við Blöndubrú, en það tún hafði Jón læknir Jónsson ræktað úr mýri og selt sýslunni ásamt húsi sínu við burtför sína. Þar cr Iandrými ágætt, skammt í vatnsból og stutt frárennsli mcð góðum halla, ræktunarskilyrði ágæt og útsýni fagurt af cfri hæð- um hússins yfir kauptúnið, árósinn og Húnaflóa með sínu dásam- lega sólarlagi á sumrum. Þar er og dágott skjól og aðfennishætta lítil, því að árgljúfrið tekur við skafrenningi frá norðri. Sá var cinn Ijóður á, að þarna cr mjög djúpur jarðvegur og óttuðust því margir, að gröftur fyrir grunni yrði þarna mjög dýr. Svo reynd- ist þó ekki, því að jarðveginn var mjög auðvelt að vinna mcð vélskóflu og hægt að ýta ruðningnum út í ána, enda kostaði gröft- urinn ckki nema um 40 þúsund krónur eða minna cn 1% af bygg- ingarkostnaðinum. Kemur það æ betur í Ijós, að ekki var hægt að finna húsinu hentugri stað. 9

x

Ársritið Húnvetningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.