Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 17

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 17
Eldhiísið á 1. hæð. eru þar ýmsar geymslur fyrir spítalann og læknisbúðirnar, svo sem jarðeplageymsla, og ennfremur smíðahús með varahluta- geymslu, þvottahús og straustofa. I. hæð Aðalstigi hússins nær frá 1. hæð til þeirrar 4., og er hann með breiðunt stigapalli milli hverra tveggja hæða. Gólf aðalanddyris er í hæð við neðsta stigapallinn, og eru dyr úr því inn á hann, auk þess sem þrep liggja upp úr anddyri inn í forskálann á 2. hæð. Undir stigaarminum á 1. hæð er stórt fatahengi, þar sem gestir geta lagt af sér vosklæði og hlífðarskó. Þaðan er gengið inn í aðalgöngin á þessari hæð, en við þau er sjúkralyftan, vinnumanns- herbergi, klefi fyrir formalínsótthreinsun, bað með lyftuútbún- aði, svo að ein hjúkrunarkona getur þar baðað sjúklinga, þótt þungir séu og máttvana, ennfremur aflæstir skápar til geymslu á munum rúmliggjandi sjúklinga. Frá aðalgöngunum á þessari hæð 15

x

Ársritið Húnvetningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.