Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 21
Lesstofa lœknis.
mu, en austan við það er Ijóslækningastofa, klefi fyrir nudd og
rafmagnsmeðferð og röntgenstofa með framköllunarklefa og tveim-
ur búningsklefum. Á hina hönd við stigahúsið er sjúkralyftan og
dagstofa fyrir þá sjúklinga, sem fótavist hafa, en inn af henni er
opinn borðkimi og matarlyfta. Dagstofan er með stórum glugga
ut í garðinn og nijög vel búin að húsgögnum, en gegnt vængja-
dy rum inn í hana er stórt málverk af Reykjanybbu eftir Kjarval
°g gefið spítalanum af meistaranum sjálfum. Fótaferð eftir skurð-
aðgerðir og fæðingar eru höfð miklu fyrr en áður tíðkaðist, en
viða er mjög illa séð fyrir vistarverum fyrir slíka sjúklinga á dag-
'un. Svo er þó ekki hér, því að auk þessarar dagstofu eru þægileg
sæti í stigahúsi og á stipapöllum, en ágæt salarkynni eru einnig
á 4. hæð hússins.
Fyrir enda stigahússins er garðöndin, sem áður getur, svo að
sjuklingar geta gengið út í garðinn í góðu skjóli, enda er húsið
haft með tveimur álmum til þess að skýla garðinum og þeim, sem
19