Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 30

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 30
Guðv/undur Fríivann: Helför Óttars Brandssonar Varð úti í Nordurárdal 1639. Myrkur og svartaíjúk herjar um vörSur og vegi. — Víst mun í nótt að fullu hrakningasaga mín skráð. Bíður mín Hel fyrr en birtir af næsta degi, bráðum skal langþráðum áfanga verða náð. Er kafa eg vergöngumannsins hrakstigu hinzta sinni, hvarflandi förluðum sjónum um áranna röð — þá lýk eg upp lífsbók minni og les hennar máðu blöð. Hálfgleymdir svipir úr minningarökkvanum rísa: Réttleysi smælingjans heimanfylgja mín var — regnhljóð í hálfföllnum göngum mín vögguvísa, — verrfeðrungs einkennin snemma í svipnum eg bar. Minn heimur var fullur af illspám og ófreskissýnum. Orbirgðin sat um mig grálynd og hungurbleik, — hélt dóm yfir draumum mínum, og dæmdi mig snemma úr leik. 8

x

Ársritið Húnvetningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.