Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Síða 34

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Síða 34
„Stúlkukindin nýtur þess ekki héðan af og fáið ykkur bragð piltar.“ Sigvalcfí á Sölvabakka tók við og dreypti á og þeir fleiri, en Sveinn í Enni bandaði við hendi nieð hryllingi. Kirkjufólkið hélt áfram ferð sinni að Höskuldsstöðum og gat ekki um fund sinn við nokkurn niann. Messað var og fermt eins og til stóð. En er fólk var úr kirkju gengið kom fyrst upp fregn- in um konulíkið í eyraroddanum. Séra Eggert Ólafsson Brím, sóknarprestur á Höskuldsstöðum, lét sækja líkið og flytja heim. Hann sá um að það var búið til greftrunar og hvílir Helga í Höskuldsstaðakirk j ugarði. Slysför þessi þótti hrapalleg, og ræddu mcnn margt um. Þ'eir voru til, er trúðu því, áð Eíelga hefði komizt lifandi úr ánni, en látizt á eyrinni, [>ar sem hún fannst og varð sá orðrómur ærið [rrálátur. Réðu menn það helzt af [>ví, hvernig hún lá og töldu einkennilega tilviljun, að hún lá eins og hún hefði hallað sér út af og dregið hattinn yfir andlitið. Verulegir áverkar sáust ckki á líkinu. En þeir voru fleiri, er ekki vildu trúa því, að nokkur niað- ur héldi lífi eftir að liafa borizt með árflaumnum fyrir flúðir og foss langa leið. í árbotninum nokkru ncðar en undan brúnni, lá lengi silfurbúin svipa er Helga hafði í hendi er hún fórst. Á öðrum tug tuttugustu aldar sprakk filla úr berginu og féll í ána. Varð svipan þar undir. Brátt tók að örla á því, að menn þóttust verða þess varir, að svipur Helgu væri á slangri meðfram ánni, milli lestavaðs og neðra vaðs. Eftir að brúin kom yfir árgljúfrið var því trúað að Elelga héldi sig helzt í námunda við hana. Margar sögur eru sagðar af því að skelfing og annarlegur óhugnaður greip menn er um brúna fóru, þegar skuggsýnt var eða náttmyrkur. Kjark- mcnn hörkuðu af sér geiginn en aðrir komu hálftrylltir og æðis- gengnir til næstu bæja. Sumir urðu máttvana, eins og á þeim hvíldi ofurþungi og drógust svo áfram lengri eða skemmri leið unz af þeim létti martröðinni. Skyggnir menn sáu kvenmann sveima meðfram árgljúfrunum og svífa eins og vængjalausan fugl ofan í myrkrið, eða leysast upp eins og ljósan þokuslæðing og verða að engu. Það var því ekki að undra, þó einmana vegfarend- um stæði stuggur af þessari leið, þegar rnyrkt var. Einna mest kvað nð þessum ófögnuði kringum aldamótin 1900. Faraldur sá rénaði >2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ársritið Húnvetningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.