Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Side 41

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Side 41
Að halda þessum framkvæmdum áfram er mjög þýðingarmikið og nauðsynlegt. Verður þó tæplega um verulegar viðbætur að tæða nema með nýrri virkjun eða sambandi frá Laxárvirkjuninni í Þingeyjarsýslu, sem ráðagerðir liggja fyrir um. 10. Nýbýlaframkvœmdir. Tvö nýbýlahverfi hafa verið undir- búin með mikilli framræslu og ræktun. Aannað á Skinnastöðmn, hitt á Auðkúlu. Standa vonir til, að þau geti haft verulega þýð- ingu fyrir héraðið. Auk þess hafa allmörg nýbýli einstaklinga verið styrkt með framlögum og lánsfé. Allar þær opinberu framkvæmdir, sem hér hafa verið nefndar, kosta mikið fé og hefðu eigi komizt í verk nema með miklum áróðri og áhuga, samfara sterkum félagslegum samtökum, sem jafnan munu verða núlifandi kynslóð Austur-Húnvetninga til sæmdar. En til viðbótar þessu hafa á sama tímabili stórkostlegar fram- kvæmdir orðið í héraðinu, sem einstaklingar hafa komið í verk og jafnframt með aðstoð félagslegra samtaka, svo sem búnaðarfélaganna og btinaðarsambandsins, sem nú hefur starfað rúmlega fjórðung aldar. í þessum efnum hafa stórstígar framfarir orðið. Framræsla, nýræktun, túnasléttur, íbúðarhúsabyggingar, peningshús, hlöður, votheysgryfjur og turnar, áburðargeymslur og fleira hefur á þessu tímabili komizt í verk í miklu stærri stíl cn áður hefur tekizt. Kernst þar ekkert til samanburðar. Má því með fullum rétti segja, að sú kynslóð, sem lifað hefur og starfað það tímabil, sem hér hefur verið gert að umtalsefni, hún hafi sýnt, að mikið cr hægt að gera, cf vel vill og þegar ckki cr ncinn sá andi ríkjandi, að mennirnir reyni að spilla hver öðr- um. — Raunar má telja að á landi höfum við Húnvetningar verið heppnir með árferði á þessum tíma. Hitt dregur mikið niður, að sjávargagnið hefur brugðizt raunalega. Annað er og vert að niinna á, að á þessu tímabili hafa héraðsbúar átt við ægilega plágu að búa, þar sem er Karakúlpestin. Hún hefur að vísu verið yfir- stigin, að menn vona, cn það hefur líka kostað mikla fórn og fyrirhöfn. Ég veit að skuldirnar, sem safnazt hafa eru þungur baggi og verða það. En ef eigi væru aðrir fjarlægari skuggar á veginum, þá held ég, að við Húnvetningar getum litið björtum augum á framtíðina. Hver mundi líka óska þess, að Jrau verk sem hér 39

x

Ársritið Húnvetningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.