Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Side 42

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Side 42
hafa verið nefnd og unnin hafa verið síðustu 22 árin væru enn óunnin að meira eða minna leyti. Ég hygg að þeir séu fáir. En við erum öll þess eðlis, að mikið vill meira. Við þurfum meiri framkvæmdir. Enn meiri átök. Okkur vantar enn mikið af vegum víðs vegar um héraðið, þó framförin á síðari árum sé stórkostleg. Við þurfum að fá þær brýr, sem vantar og er það raunar minna að fást við. Við þurfum víða meiri ræktun og meiri byggingar á heimilunum. En það sem stærst er, dýrast og örðugast af opinberum fram- kvæmdum í héraði voru er raforka inn á hvert heimili. Það á ef til vill nokkuð langt í land, cn það þarf að fást. Undarlegt má það og vera ef langir tímar líða án þess, að heimilum og fólki fjölgi svo í okkar blómlega héraði, að viðunandi megi telja. Við skul- um vona að biðin eftir því verði cigi allt of löng. pt. Reykjavík 18. marz 1956. Jón Fálmason. Vorvísur Hýrnar loftið, hækkar sól, hvetur margur sporið, jörðin fer wr klakakjól, kemur blessað vorið. Vorið græðir veika bezt, vorið fræðir spaka. Vorið glæðir vonum flest, vorið bræðir klaka. 40 Sæm. G. Jóhannesson.

x

Ársritið Húnvetningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.