Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Side 44

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Side 44
þetta líka. Hún þekkir Smjörskál, Mörgeira, Lambahlíð og Sauða- hnjúk. Allt eru þetta Gósenlönd sumarsins og benda á feita sauði og mikla málnytu. Og hún þekkir líka berjalautirnar og grasa- hjallana. „Hefði ég tveggja manna mátt mundi ég leggjast út á vorin.“ Og þau hafa tveggja manna mátt, fjármaðurinn og stúlkan hans. Adeð levfi húsbænda sinna fá þau að fara yfir fjallið þegar snjóa leysir, og gera sér lítinn bæ efst á grundinni við gilið. Uppi yfir þeim bæ er Smjörskál, Lambahlíð og Sauðahnjúkur. Þau ætla líka að greiða leigurnar í smjöri — og þau eru bæði viss um að það verður leikur einn. Ævintýrið hefur skeð. Nýtt býli risið í dalnum bak við fjailið og dalurinn er orðin sveit. Og kannskc koma fleiri yfir fjallið á næstu árum, taka land í dalnum og greiða leigur í snrjöri. A ýmsu veltur svo um framvinduna í þessu nýja landnámi. Kannske eru frumbyggjarnir heppnir og árferði hagstætt meðan þeir eru að treysta stoðir undir búum sínum. Þá fer allt vel, leig- urnar greiðast skilvíslega, bústofninn smáeykst og bæjarhúsin stækka, vallargarðurinn lengist og dugmikill barnahópur kemur til létta. En hvernig sem fcr og hvernig sem árar, er eitt samt alltaf víst, að búskapur í fjalladalnum heimtar þrotlaust strit, erfiðleika og afneitun flestra þæginda. Rómantíkin varaði ekki nema eitt sumar. Sunnudagur selstúlkunnar varð skammur og draumur hjarðsveins- ins fékk annan endi en upphafið boðaði. En hvort sem þau flúðu af hólmi fyrir tímann eða féllu með sæmd að enduðu erfiðu dagsverki, hafa nöfn þeirra gleymzt og ævintýrin endað undir hrundum bæ í eyddri og yfirgefinni sveit. Síðan hefur búsmali góðsveitanna kroppað kragana og jafnað rústirnar við jörðu. Sennilega eru engar tæmandi tölur til yfir heiðar- og fjallabýlin íslenzku, sem nú eru aflögð og yfirgefin, og héðan af mun erfitt að koma tölu á þau, því yfirreið aldanna og tímans tönn hafa máð mörg þcirra út með öllu. Það er þó víst að þessi heiðabýli, dalkot, sel og hjáleigur skipta mörgum hundruðum. Öldin okkar, tuttugasta öldin hefur gengið frá langflestum þeirra og á síðustu áratugum hafa nokkrar þéttbýlar sveitir, sem ciga að baki nær 42

x

Ársritið Húnvetningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.