Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Side 45

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Side 45
þúsund ára byggðarsögu, lagzt í auðn og teljast nú afréttarlönd. Byggðin liefur færzt saman á þá staði sem upp á mest og bezt hafa að bjóða. Þetta er eðlileg þróun sem ekki tjóar að hamla gegn. Það ber sízt að harma, þótt hinar erfiðu og vetrarhörðu fjalla- byggðir séu yfirgefnar þegar fólkið á í önnur og betri luis að venda. Hitt er annað mál, að það er þarft verk og skemmtilegt að rifja upp og halda saman fróðleik og minningabrotum um hinar aflögðu byggðir, enda hafa margir góðir menn orðið til þess og varðveitt og fest á blöð ýmislegt varðandi sögu horfinna kynslóða og eyddra sveita. Og enn hafa margir gaman af að heimsækja fjalladalina í sumarleyfum sínum, njóta náttúrufegurðar þeirra og sumarhita í skjóli fjallanna, skríða um berjalautir eða beita fyrir bröndur í á. Enn aðrir eru kannske bundnir þessum dölum bönd- um sem trauðla rakna, hafi vagga þeirra staðið þar og gullin þeirra liggja grafin undir veggjarústum á hól eða harðbala. En nú má ég ekki hafa þennan formála cða hugleiðingar lengri. Meining mín var að halda inn á milli fjallanna, skoða cydda sveit með eigin augum og segja öðrum frá því sem fyrir augun bcr. Víðidalur heitir sveitin, sem ferð mín er cinkum gerð til. Hann liggur mitt inni í fjallaklasa þeim, sem aðskilur lágsvcitir Skaga- fjarðar og Húnavatnssýslu. Fjallaklasi þcssi er allt að 30 km á breidd miðað við beina línu. Gegnum hann liggja ýihsar leiðir cftir skörðum og dölum, kunnust þeirra leiða er Stóra-Vatnsskarð, sem þjóðleiðin liggur um, en norður frá Stóra-Vatnsskarði breikk- ar fjallaklasinn allmikið og fjöllin verða hærri og ferlegri. Margir hnjúkar þeirra eru um og yfir 1000 m háir. Sumir eru gróður- litlir eða berir, með hrikahömrum efst, en aðrir eru bunguvaxnir og gróðursælir. Þarna í þessum fjöllum var áður fyrr mikil byggð cn nokkuð dreifð. Mest þeirra og fjölbýlust var Laxárdalur, sem liggur frá norðri til suðurs vestast í fjallaklasanum, jafnhliða Langadal. Austan við Laxárdal eru mörkin milli áðurnefndra sýslna. Víðidalur sá, sem hér verður aðallega gerður að umtalsefni cr Skagafjarðarmegin í fjöllunum, í svonefndum Staðarfjöllum, cn þau draga nafn af Rcynistað í Skagafirði og tilheyrðu heimalandi þeirrar jarðar um aldir. Ég var í æsku allkunnugur á þessum slóðum og kom oft í Víðidal. Þess vegna réðst ég í það nú, eftir nær tuttugu ára fjar- 43

x

Ársritið Húnvetningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.