Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 47

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 47
skammtalæknir (d. 1929.) Hann var afi Páls læknis Kolka á Blöndu- osi. Litlu framar að austan er Sneis. Þar bjó lengi Eyjólfur Eyjólfs- son faðir Ketils föður Natans, sem frægur varð í sögunni. Eyjólfur var gildur bóndi og bjó við 11 nautgripi alla svarthjálmótta. Á Sneis bjó einnig Guðmundur bróðir Natans. Sá Guðmundur gerði Tjaldað við y otahvamm. broðurbana sína, Agnesi og Friðrik, höfðinu styttri í Vatnsdalshól- nm 1830. í Sneisartúni er álagablettur, sem álfkona ræður yfir °g var ekki lamb að leika við. Væru Sneisarbændur nærgöngulir við hana í slætti, hefndi hún jiess jafnan grimmilega, t. d. lét hún e>nn |ieirra slátra ungri snemmbæru í stað tannlausrar brenglu. Næst kemur Eyrarland. Þar stóð byggð í tæp 50 ár seinnihluta '9- aldar, en sautján sinnum urðu ábúendaskipti á þessum stutta íuna og svipuð var sagan á fleiri býlum þarna í grenndinni. Síðast bjuggu á Eyrarlandi Þóra Jónsdóttir og Hannes Kristjánsson for- eldrar Sveins frá Elivogum. Við komum aftur á slóðir þeirra í l'essari ferð. Lolcs liggur leiðin hjá Vesturá og maður minnist Vmislegs frá 11 ára dvöl þar í æsku. Hér er hver þúfa og hver laut gamlir kunningjar og hér finnur maður steina, sem hafðir v°ru fyrir bíla snemma á bílaöldinni. Það var nú þegar það var. \7ið höldum áfram suður fyrir Vesturáarmó og tjöldum við Vota- hvamm. Votihvammur hefur löngutn verið illur yfirferðar sakir rotlausra keldna. Fyrir um það bil 30 árum var því ráðizt í vegagerð yfir hvamminn. Það tók 10 eða 12 ár að byggja þennan brautarspotta, 45

x

Ársritið Húnvetningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.