Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Side 63

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Side 63
aftansöngur. Kvenfélagið „Eining“ hélt dansleik þann 29. des. Ungmenna- félagið „Fram“ hélt áramótadansleik á Gamlárskvöld. Flugeldum var skotið °g blys voru borin. Ureppsnefnd Fföfðahrepps skipa þessir menn: Þorfinnur Bjarnason, oddviti, Jón Áskelsson, hreppstjóri, Ásmundur Magnússon, Jóhannes Hinriksson og Uálmi Sigurðsson. Sýslunefndarmaður var Gunnar Grímsson, kaupfélagsstjóri, en varamaður Björgvin Jónsson. Félög. Kvenfélagið „Eining" formaður Sigríður Guðnadóttir, U. M. F. vFram“, formaður Páll Jónsson. Búnaðarfélag Höfðahrepps, form. Jóhannes Hinriksson. Útgerðarfélag Höfðahrepps, formaður Þorfinnur Bjarnason. Úirkjukór Hólaneskirkju, formaður Sigríður Helgadóttir. I janúar ’5ó. Guðm. Kr. Guðnason. FRÉTTABRÉF ÚR VINDHÆLISHREPPI Hinn núverandi Vindhælishreppur myndaðist 1939, er Höfðahreppi og Skagahreppi var skipt út úr Vindhælishrepp hinum foma, er náði frá Núpi a Laxárdal til Ásbúa á Skaga. Hinn nýi Vindhælishreppur tekur yfir Skaga- strönd, frá Árbakka til Njálsstaða, Norðurárdal og Laxárdal til Núps. I hreppnum era 18 bæir í byggð og íbúatalan 113 manns. Má segja að vel sé hýst í sveitinni, því íbúðarhús úr steini eru á 15 bæjum. Sími er á öllum kæjum, er lagður var 1954. Þá var rafmagn leitt heim á 12 býli, frá rafstöð- lr>ni í Sauðanesi, en hún stendur við Laxá hjá Hjaltabakka. Hlutu menn Ijosgjafann rétt fyrir jól 1954. Þess má geta, að einn bær, Mánaskál, hefur rafmagn frá vatnsaflsstöð, er byggð var fyrir fjölda ára. Á flestum bæjum eni olíukyntar miðstöðvar til upphitunar. Útihús eru víða úr steinsteypu. Á árinu voru byggðar þurrheyshlöður 1708 nr1, fjárhús yfir 320 fjár, jarð- tæktarframkvæmdir vora miklar. Dráttarvélar eru á 7 bæjum og eru flestar með sláttuvélum. Jeppabílar eru 3 i hreppnum. Tveir áburðardreifarar fyrir húsdýraáburð hafa nýlega verið keyptir, eiga annan fjórir bæir á Laxárdal, en hinn fimm bæir á Ströndinni. Búfjáreign hreppsbúa er sem hér segir: Kýr 93, geldneyti og kálfar 48, sauðfé 4318 og hross 331. Góður þjóðvegur liggur um Ströndina. Brú var gjörð í ár yfir Laxá á Skagaströnd, hjá Skrapatungu, er það mikil samgöngubót fyrir jarðir þær, er liggja á Laxárdal, eigi sízt eftir að mjólkursala hófst, en 15 bæir selja nijólk. 13 til mjólkurstöðvar á Blönduósi og 2 til Höfðakaupstaðar. Laxdælir hafa orðið að notast við dragkláf, er þeir höfðu komið sér upp af eigin ramleik. Brú þessi er úr járnbentri steinsteypu, 22 metra löng, hið ágætasta mannvirki. Var brúarsmíðin hafin í ágúst, en lokið í september. Guðmundur Gíslason frá Hvammstanga var yfirsmiður. Á árinu var lokið að fullgera 61

x

Ársritið Húnvetningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.