Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Síða 65
seldi Ytri-Ey 1944 og var við smíðar í nokkur ár í átthögum sínum í
Strandasýslu. Hin síðustu ár hefur hann dvalið í Höfðakaupstað.
Þann 17. september varð 75 ára Sigurður Jónsson, f. 1880, að Tjörn í
Skagahreppi. Foreldrar hans voru Jón Gíslason, bóndi, og kona hans Mar-
gret Þórðardóttir. Sigurður kvæntist 1910 Sigurbjörgu Jónsdóttur frá Króki,
l>au bjuggu fyrst á Ósi í Skagahreppi. Sigurður var búþegn góður, og sjó-
maður. Var hann á skútum á sínum yngri árum og oft formaður í Kálfs-
hamarsvík. Árið 1918 fluttist hann frá Ósi fram að Mánaskál á Laxárdal, var
það býli þá í niðurníðslu að húsakosti og ræktun. Sigurður hófst brátt handa,
r*ktaði mikið, reisti íbúðarhús úr steini, byggði lilöðu, þá einu með súg-
þurrkun hér í sveit, reisti vatnsaflsstöð til ljósa og suðu. Við þessar fram-
hvæmdir naut hann vel hagleiks sona sinna, sem eru völundar til smíða.
Arið 1922 missti hann konu sína fá 8 bömum, ungum. Bjó hann fyrst með
tengdamóður sinni, síðan dætrum sínum og sonum. Sigurður var maður
harðduglegur og hygginn fjáraflamaður. Hann lét að fullu af búskap í vor,
°g tók þá við Torfi sonur hans.
Þann 16. des. varð 80 ára Sigurlaug Sigurðardóttir, f. 1875, að Frostastöð-
Urri í Skagafirði. Flún ólst upp með foreldrum sínum, Sigurði Sigurðssyni og
h°nu hans Ingibjörgu Hallgrímsdóttur. Árið 1895 giftist hún Ólafi Björns-
syni frá Finnstungu í Húnaþingi. Þau bjuggu lengst af á Hofi og Árbakka
a Skagaströnd. Ólafur var um langt árabil einn helzti forvígismaður allra
félagsmála í hinurn stóra Vindhælishreppi. Var því oft gestkvæmt á heimili
itans og hann oft að heiman. En kona hans Sigurlaug var hin mesta búkona,
°g stjómsöm vel. Oft var margt manna á hcimili þeirra hjóna, margt unglinga
dvaldi þar um lengri og skemmri tíma, sumir ólust þar upp alveg. Þau Ólafur
°g Sigurlaug eignuðust 2 börn, sem bæði em látin. Ólafur Björnsson and-
aðist 1950. Hafði þá dóttir hans Björg og maður hennar Guðmundur Guð-
'augsson tekið við búi á Árbakka. En 1953 varð Sigurlaug fyrir þeirri miklu
sorg að Björg dóttir hennar andaðist á bezta aldri. Dvelur því Sigurlaug nú
hjá tengdasyni sínum. Sigurlaug er myndarleg kona og fríð sýnum. Hún er
V|nföst og raungóð. Var hún umhyggjusöm því fólki er dvaldi á hennar
heimili.
Þann 18. september varð 75 ára Rakel Bessadóttir, fædd 1880, á Ökrum í
hljótum. Hún ólst upp með foreldrum sínum, Bessa Þorleifssyni á Sölva-
hakka í Engihlíðarhreppi og konu hans Guðrúnu Einarsdóttur, Andréssonar
Þ'á Bólu. Árið 1911 giftist hún Guðlaugi Sveinssyni frá Blönduósi, þau
e>gnuðust 7 börn. Hafa þau búið frá 1913 á Þverá í Norðurárdal, er það
efsti bærinn í dalnum. Rakel Bessadóttir er búsýslukona mikil, og gestrisin.
hlún er bókhneigð, vcl máli farin og skáldmælt vel, eins og hún á kyn til.
Hún var um skeið formaður Kvenfélags Höskuldsstaðasóknar og hefur
ætíð starfað mikið í því félagi. í sóknarnefnd Höskuldsstaðakirkju á hún
sæti, en hún er trúkona og ann kirkju og kristindómi. Margur mun minn-
63