Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 72

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 72
Búnaðarfélags Svínavatnshrepps. í stjórn þess íneð honum eru: Þorleifur Ingvarsson, Sólheimum, og Guðin. B. Þorsteinsson, Holti. Merkisafmæli áttu Björn Pálsson, Ytri-Löngumýri, og Pétur Pétursson, Höllustöðum, sem báðir urðu fimmtugir á árinu. A árinu létust: Guðrún Björnsdóttir, fyrrum húsfreyja á Guðlaugsstöðum, f. 10. xnarz 1875, dáin 1. apríl. Björn Jóhannesson, gamalmenni á Asum („Bjössa mína“), f. 12. sept. 1882, d. 30. marz. Fólksfæð er tilfinnanleg í sveitinni og sérstaklega crfitt að fá vetiarmenn. Heilsufar var sæmilcgt. Velmegun mikil og almenn. 6. janúar 1956. V. F. FRÉTI'ABRÉF ÚR ÞORKELSHÓLSHRFPPI Veðufar var þurrt og kalt frá áramótum til marzloka. \Aar liagi yfirleitt góður og hríðalítið. Með apríl hlýnaði í veðri mcð suðlægri átt og hélzt svo mánuðinn út. í lok mánaðarins kólnaði aftur með norðanátt og þurrviðri. Var oft mjög kalt og frost allan sólarhringinn, og 12.—14. maí var hríðarvcður og snjóaði dálítið. 20. maí hlýnaði aftur og gerði ágæta vortíð, þó þurrviðri væru of mikil til þcss að grasspretta væri cins góð og æskilcgt væri; gekk sauðburður ágætlcga. Úr miðjum júní breytti til votviðra og tók þá að miða mcð sprettuna, cn óþurrkasamt var allan sláttinn, þó komu nokkrir góðir þurrkdagar, scm björguðu því að hcy hrektust til skemmda. Haustið var ágætt og vetur til áramóta, svo fé var lítið gcfið. Opinberar framkvæmdir voru hér með mesta móti. Var smíðuð brú á Víðidalsá niðurundan Hvarfi, er það mikið mannvirki og mikil samgönga- bót fyrir framdælinga austan árinnar. Sömuleiðis var lagður nýr vegur af þjóðveginum á Víðidalstungumelum vestan við Víðidalstungutún að brúnni og vegarspotti frá brúnni austan árinnar upp á sýsluveginn hjá Hvarfi. Þá var lögð raflína frá Laxárvirkjuninni hjá Sauðanesi og til Hvammstanga og cr ætlunin að leitt vcrði rafmagn heim á þá bæi, sem næstir eru línunni frá Miðhópi að Auðunarstöðum. Stóðu vonir ti lað því yrði lokið á þessu ári og rafmagni hlcypt á línuna fyrir jól, en þær vonir brugðust þar sem vinnu við þetta var ekki lokið. Er búizt við að Hvammstangi fái rafmagn snemma á árinu, en fyrrnefndir bæir á næsta vori. Hafin var bygging tveggja íbúðarhúsa hér í sveitinni á Litlu-Ásgeirsá og Kambhól. Komust þau hæði undir þak og urðu fokhcld fyrir vcturinn. Eru gömlu torfbæirnir alvcg að hvcrfa hér í dalnum. Mannslát voru mcð mcira móti hér í hrcppnum á þessu ári. í júní andaðist að heimili sínu húsfrú Sigrún Jónsdóttir á Kolugili. Hafði hún fyrir nokkrum árum látið af bústjórn, cn dvaldi þar hjá börnum sínum. 70

x

Ársritið Húnvetningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.