Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Side 76
flutt. Til gamans vil ég benda á, að á síðustu árshátíð okkar var staddur einn
blindur maður, sem búscttur er licr, Asgrímur Jósefsson frá Enniskoti, og
cinnig, að heiman, Kristján Vigfússon frá Vatnsdalshólum, sem mörgum Hún-
vetningum cr að góðu kunnur, en hann varð 75 ára á sl. ári. Nægja þcssi
dæmi til að sýna, að enn er til félags- og átthagarækt, enda fullyrði cg, að
báðir þcssir menn skcmmtu sér með ágætum, þó að hvorugur tæki að vísu
þátt í dansinum. — Þá hefur félagið vcrið svo lánsamt, að geta í nokkur skipti
tekið á móti ferðamannahópum að heiman. Hcfur það alitaf verið „góðra vina
fundur“, og nú síðastl. tvö ár hcfur félagið boðið öllum Húnvetningum, 60
ára og eldri, hér i bæ, til kaffidrykkju. Þeim fagnaði munu margir hinna cldri
gesta seint gleyma. Þessar samkomur hafa líka kostað mikla vinnu og fyrir-
höfn þeirra, sem að þeim stóðu.
Árið 1951 gaf Kristján Vigfússon, bóndi í Vatnsdalshólum, félagiuu 1 ha
lands við Þórdísarlæk. Var þetta land girt af félaginu, og er þegar búið að
fara þangað fjórar skógræktarferðir, og er gert ráð fyrir að fullplanta í lund-
inn, scm fcngið hefur nafnið Þórdísarlundur, nú á þessu vori. Til móts við
okkur í þessu starfi hafa komið sýslungar okkar heima, og má þar sérstaklega
til nefna bænduma Ingþór Sigurðsson í Umsvölum og Halldór Jónsson á Keys-
ingj astöðum.
Það cr trú mín, ef vcl tckst, og ekki koma óhöpp fyrir, að þctta verði í
framtíðinni talið markverðasta starf félagsins, enda er nú þegar hægt að bcnda
á að þctta hefur örvað skógræktaráhuga innan héraðsins.
Nokkrar skcmmtiferðir hafa vcrið farnar heim í hérað, þó ekki hin síðustu
árin. Borgarvirki var hlaðið upp á árunum 1949 og 1950, og bókaútgáfa félags-
ins er staðrcynd, sem allir vita um og geta dæmt.
Félaga tcljum við nú vera um 270.
Núverandi stjórn Húnvetningafélagsins skipa: formaður Finnbogi Júlíusson
frá Miðhópi, varaform. Halldór Sigurðsson frá Þvcrá, gjaldk. Björn Bjarna-
son frá Blönduósi, ritari Jón Snæbjörnsson frá Snæringsstöðum í Vatnsdal, og
meðstjórnandi Kristmundur J. Sigurðsson frá Refsteinsstöðum.
Um framtíð félagsins hafa fæst orð minnsta ábyrgð, cn við munum rcyna
að halda í horfinu, og okkur langar til að leysa að einhverju lcyti húsnæðis-
þörf félagsins, að minnsta kosti vegna bókaútgáfunnar, en hún cr miklum
erfiðleikum bundin vegna skorts á húsnæði.
Reykjavík, 31. marz 1956.
F. ].
74